Færsluflokkur: Samgöngur
6.5.2009 | 01:30
Pueblo West - Denver CO
Maður er alltaf í tölvunni, kjaftandi við fólkið heim. Lúlli er enn hálf lasinn, vantar tilfinnanlega hjúkrunarkonu Ekki kom pakkinn, og þegar ég sagði Hörpu að hann gæti verið fleiri vikur á leiðinni á ódýrasta gjaldi... þá spurði hún: Er pakkinn semsagt að koma gangandi !!!
Eftir hádegið fórum við á Country Buffet... og Linda dóttir Lilju og Joe hitti okkur þar. Verst að geta ekki haft svona staði heima
Við fengum þjónustustúlkuna til að taka mynd af okkur.
Síðan keyrði ég til Denver á sömu Áttu og við Lúlli vorum á síðast þegar við vorum hérna. Rosalega flott herbergi hér. Var klukkutíma lengur á leiðinni vegna umferðarinnar.
Super 8 Denver
/I-25 & 58th Ave. 5888 N Broadway
Denver, CO 80216-1025 US
Phone: 303-296-3100 Room 119
Samgöngur | Breytt 7.5.2009 kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2009 | 22:45
Pueblo West - Fort Collins CO
Ég lagði af stað norður til Fort Collins um 10 leytið... var ekkert að flýta mér, kom við í nokkrum búðum á leiðinni.
MAÐUR GETUR ALLTAF Á SIG BLÓMUM BÆTT.
Renndi í hlaðið á áttunni um 4 leytið... samt eru þetta bara um 200 mílur. Hérna verð ég næstu 3 nætur þ.e. tékka mig væntanlega út á mánudag.
Phone: 970-493-7701 Room 129
27.4.2009 | 23:56
Oklahoma City OK - Dodge City KS
Tékkaði mig út eftir morgunmat og keyrði frá Oklahoma City, norður sveitavegina sem ég kom... I LOVE IT... áleiðis til Guymon. Nema ég hélt áfram norður sem sagt keyrði til Kansas. það er alveg nóg að keyra um 300 mílur á dag... og maður verður að passa að vera ekki of seint á ferð til að fá herbergi.
Það var hrikalegt verð á mótelunum í Dodge City... fyrir utan hvað dollarinn er hár... ég tók Travelodge og setti tölvuna í samband... Ég hafði sett upp nýjan Internet explorer í gærkvöldi og þá poppaði MSN-ið upp. Ég sem var farin að halda að grænu MSN-kallarnir væru komnir með svínaflensu
Travelodge Dodge City
1510 W. Wyatt Earp
Dodge City, KS 67801 US
Phone: 620-227-2125 Room 406
27.3.2009 | 18:06
Elkton MD - Sea Isle City NJ
Ég lagði af stað rétt fyrir kl.8. Svaf frekar illa í nótt, kannski stressuð yfir að eiga eftir að finna hótel í New Jersey. Ég var nefnilega margbúin að tékka á nokkrum síðum og það var allt svo dýrt og langt í burtu.
Þess vegna var það best að kíkja á staðinn... það voru um 100 mílur þangað og þá komst ég að því að flest allt er lokað þarna á þessum tíma... þetta er eiginlega draugabær
Svo ég keyrði 10-12 mílur í burtu og fékk mér gistingu á Econo Lodge. Þessi mótelkeðja er óðum að verða í eigu Indverja og um leið og mótelin verða fjölskyldufyrirtæki, þá byrja þau að drabbast niður
Eftir að hafa sett tölvuna í gang og talað við Bíðara nr.1 þá ákvað ég að fara og athuga hvort það væri ekki buffet hér nálægt.
Ég verð hérna í 2 nætur. Ég tékka mig út á sunnudagsmorguninn þegar ég fer í maraþonið.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2009 | 19:31
Virginía Beach til Elkton Md
Ég vaknaði snemma... fyrir kl 6 í morgun. Hellti mér á og borðaði beyglu með kaffinu. Gullið mitt hringdi... alltaf gott að heyra í honum.
Ég var búin að ákveða að keyra norður í dag. Ég hefði getað verið hérna lengur en það er ekki nógu hlýtt því íslenska rokið nær hingað... ég er svo heppin að vera við ströndina
Ég tók dótið saman, tékkaði mig út og var lögð af stað kl 8... Garmurinn segir að það séu 330 mílur til Elkton og það reyndist vera rétt.
Ferðin gekk ágætlega. Ég fór gegnum Norfolk, göngin yfir til Hampton og norður 64. Ég stoppaði einu sinni í klukkutíma í Fredericksburg.
Seinfarnasti kaflinn var í gegnum Washington DC... þar slitnar hraðbrautin í sundur og ég þurfti að þræða litlar götur hægri - vinstri til að komast aftur á I-95 hinum megin við borgina.
Garmurinn sendi mig ekki alveg sömu leið og ég fór suður... ég fór t.d. ekki yfir stíflu fyrir norðan DC og eftir íslenskum sveitavegi (ein akgrein í hvora átt) áður en ég beygði inn á 222 eitt augnablik og svo á 95... Ég var 7:30 tíma með stoppinu á leiðinni.
11.2.2009 | 19:09
Fáar en góðar verslanir...
Nú er það þannig að farþegar fá ekki að hafa með sér vökva... lengi vel var hægt að fá kranavatn í matsölunni, en nú er það hætt, vatnið er bara selt á flöskum.
Kranarnir á klósettunum uppi eru með sjálfvirkt blönduðu heitu og köldu vatni - sem er ódrykkjarhæft... en niðri fyrir framan hlið Ameríkuflugsins eru vaskarnir með gömlum krönum og hægt að fá sér kalt vatn.
![]() |
Keflavík meðal bestu flugstöðva í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2009 | 23:34
Rasssæri hvað!
Ég hef nú hjólað aðeins undanfarin ár, gekk/hjólaði meira að segja í hjólreiðaklúbb hafnfirskra kvenna... Þar snérist nú umræðan svolítið mikið um einn hlut á hljólinu... HNAKKINN.
Flestar höfðu þær fengið sér gel-hnakka... þegar ég byrjaði að hjóla á hjóli mannsins míns þá hafði hann þegar keypt almennilegan hnakk, sem ég kalla traktorssætið... annað var ekki hægt, hnakkarnir sem fylgja þessum hjólum eru hreinlega morðtæki?
![]() |
Berrassaðir á reiðhjóli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2009 | 23:00
Í alvöru !!!
![]() |
Enginn slasaðist alvarlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2009 | 10:33
Komin heim...
Flugum heim frá Florida í nótt... sá á upplýsingaskerminum í sætisbakinu fyrir framan mig að þetta flug er 3.509 mílur... enda var það tæpir 7 tímar... en í ferðinni keyrðum við 3.710 mílur eða 200 mílum lengra en flugið var.
Í ferðinni sem tók 4 vikur var flakkað um 3 fylki, Florida, Mississippi og Georgíu. Ég hljóp 4 maraþon samtals 106 mílur eða 170,7 km. og eins og áður er tekið fram keyrðum við 3.710 mílur... eða tæpa 6.þús. km...
Ég verð að viðurkenna að það var svolítið kalt að koma úr 30°C hita í snjóinn hér heima, en það er alltaf gott að koma heim.
Í eldhúsinu var nýbökuð kaka á borðinu og blóm í vasa, heimasætan var svona dugleg. Áletrunin er: Til hamingju með hundraðasta maraþonið.
27.1.2009 | 00:52
Aftur komin til Orlando
Það var 4 klst keyrsla frá Miami til Orlando. Um leið og garmurinn sendi okkur norður 27... mundi ég að ég hafði ekki ætlað að keyra þessa leið til Orlando... ég ætlaði norður 95. Þá keyrir maður í gegnum fleiri og stærri bæi og meira að sjá... við keyrðum 95 til Miami þegar við vorum hérna 2005.
27 aftur á móti er hundleiðinleg-ur vegur, svipað og Fimman í Kaliforníu. Við forðumst hana eins og heitan eldinn... 101 er miklu skemmtilegri. Eins og ég bloggaði um suðurleiðina þá er mengunin á þessari leið ekkert venjuleg.
Og við stóðumst ekki að taka mynd af einni mengunarverksmiðjunni... en frá henni lá stórborgarslæða sem sést kannski ekki vel á myndinni... og þó, það sést ekki í bláan himininn nema efst á myndinni.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bloggvinir
Af mbl.is
Íþróttir
- Eiður Smári: Greyið Andy Robertson
- Auðvitað saknar maður Glódísar
- Skelltu Spánverjum á HM Norður-Kórea næst
- Tveir Bestu deildar slagir í bikarnum
- Messi enn einu sinni á skotskónum
- Komust allar heilar frá Noregsleiknum
- Tjáði sig um viðræðurnar við Liverpool
- Karlar: Félagaskiptin í íslenska fótboltanum