Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Löggæsla

Lentum í árekstri í Dallas

Við vildum helst ekki keyra til Humble án þess að fá töskurnar en við verðum að keyra þangað í dag (19.12.2012). Við tókum leigubíl upp í Rental Car Center og fengum bílinn, ákváðum síðan að fara fyrst með rútunni upp í flugstöð og bíða eftir fluginu frá Denver. Okkur fannst það snilld að þurfa þá ekki að hafa áhyggjur af bílastæði. Konan hjá Frontier athugaði málið í tölvunni og síðan á rúllubandinu og töskurnar voru komnar. Hvílíkur léttir - Konan kvittaði á eyðublaðið að við fengum þær í hendur kl 12 á hádegi.

Okkar bíll - Dallas 19.12.2012

Þá var það rútan aftur í bílaleiguna. Við sóttum bílinn okkar, settum hótelið í Humble inn í Garmin. Ég rétti Lúlla töskuna undan Garmin og þegar hann opnaði hanskahólfið voru 2 stórar pakkningar af lyfjum þar, sem við skildum eftir í útkeyrsluhliðinu. Við lögðum af stað. Ég var búin að keyra um 10 mílur, þegar ég sá að bílar fyrir framan voru að færa sig til hliðar, ég var á miðjuakgrein. Ástæðan var að upp á hæðinni - eða aðeins niðri í hallanum hinum megin lá vörubretti með kassastafla á minni akgrein. Ég setti stefnuljós og dró úr hraðanum en þegar allir færa sig í einu og enginn dregur úr hraða - þá komst ég ekki út af akgreininni.

Hinn bíllinn - Dallas 19.12.2012

Ég var næstum komin að brettinu þegar annar bíll skall aftan á okkur. Ekkert smá högg, við köstuðumst út á innstu akgreinina en ég gat afstýrt að lenda á steinblokkunum. Nú fyrst hægðist á umferðinni og við komumst út í kant. Í hinum bílnum var ungur strákur - við vorum bæði í sjokki, púðinn hafi sprungið hjá honum en ég hef grun um að hann hafi ekki verið í belti. Guði sé lof að við fundum ekki fyrir neinu en hann fékk verk í öxlina þegar frá leið. 

Hjálparenglarnir í Dallas Police 19.12.2012

Síminn okkar virkar ekki nema fyrir sms hér en hann hringdi í 911 og pabba sinn. Nú tók við 4 klst ferli því við vorum á svæði Dallas lögreglunnar. Fyrst komu lögreglumenn úr öðrum umdæmum og voru okkur til halds og trausts. Allir svo almennilegir og hjálpsamir. Pabbi stráksins reyndi að hringja í 1-800-númer til bílleigunnar... það símtal varð meira en klst langt eftir að hann afhenti mér símann sinn til að gefa upplýsingar...  Meira að segja lögreglan brosti þegar ég sagði þeim það á eftir og bætti við:"do you know how many times I had to spell my name" 

Fjöldi lögreglubíla kom, sjúkrabíll og slökkviliðið - það var yfirmaður slökkviliðsins sem tók símann hjá mér í miðju símtali og tilkynnti að hann tæki yfir í þessu máli. Eftir að lögregla Dallas umdæmis kom, var tekin skýrsla af okkur og ég get varla lýst því hvað ég er fegin að lyfin voru ekki í hanskahólfinu þegar lögreglan sótti sjálf pappíra þangað. Þessir tveir lögreglumenn frá Dallas Police voru hreinustu englar. Þeir gerðu skýrsluna fyrir okkur - töluðu við alla sem þurfti að tala við, þar á meðal bílaleiguna og hringdu á dráttarbíl sem tók báða bílana (báðir óökufærir).

Mín ráðlegging til þeirra sem lenda í umferðarslysi í USA... ekki hringja í bílaleiguna ef bíllinn er óökufær - bíðið eftir lögreglunni - hún höndlar málið best :D 

Síðan keyrðu þessir hjálpar-englar okkur í tveim lögreglubílum aftur upp á Advantage bílaleiguna og fylltu út tjónaskýrslu fyrir okkur þar. Ég veit ekki hvað við hefðum þurft að ganga í gegnum ef þeir hefði ekki verið svona hjálpsamir. 

Við fengum nýjan bíl og lögðum af stað til Humble. Þegar við keyrðum framhjá slysstaðnum okkar, mundum við eftir að einn lögreglumaðurinn sem kom fyrst á staðinn, sagði okkur að fyrir hádegi í dag myrti byssumaður 2 á bensínstöðinni sem var 100 metra frá slysstaðnum.

Það voru 248 mílur til Humble, við sluppum út úr Dallas í björtu og án teljandi umferðartafa. Ég var orðin dauðþreytt þegar við komum til Humble um 10-leytið og fljót að sofna. 

Super 8 Motel - Intercontinental Airport
7010 Will Clayton Parkway, Humble, TX, 77338

Phone: 1-281-446-5100  room 214 


Hollendingar töldu sig kunna ráð til að fækka afbrotum

Fyrir einhverjum árafjölda brugðust Hollendingar við fíkniefnavandanum með því að leyfa neysluna... það var auðvitað snilld að þeirra mati... þannig fækkaði ,,afbrotum"...  Fíkniefnavandamálið minnkaði ekki, það eina sem gerðist er að fíkniefnaneysla eða eign á efnum er ekki lengur flokkað sem afbrot... og það lítur betur út í skýrslum en segir ekkert um ástand mála. 

Í baráttu við afbrot, þýðir sem sagt ekki að gefa eftir í von um að ástandið lagist... það er betra að herða tökin og það er frábært að lögreglan er vakandi við að taka þá sem freista þess að keyra undir áhrifum.
mbl.is Óvenju margir ölvunarakstrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru gömlu útlegðarlögin enn í gildi?

Það segir í Íslands-og mannkynssögu I að á þjóðveldisöld hafi verið þrenns konar refsing verið í gildi, Útlegð (sekt), fjörbaugsgarður og skóggangur.
Fjörbaugsgarður var 3ja ára útlegð frá landinu en skóggangur var ævilöng útlegð.

Það er spurning hvort þessi lög hafi nokkurn tíma verið afnumin eða ef þau hafi verið afnumið hvort það sé ekki ráð að taka þau upp... og nota gagnvart þeim sem hafa ,,nýlega" fengið ríkisborgararétt eða búa hér án ríkisborgararétts og eru í afbrotum.


Sorglegt

Það er virkilega sorglegt þegar fáir menn af ákveðnu þjóðerni eyðileggja orðspor allra samlanda sinna.
Það hefur verið áberandi hversu margir Pólverjar hafa verið brotlegir við lög hér á landi... ofbeldi hefur viðgengist, þjófagengi hafa vaðið uppi og hlutir merktir íslenskum fyrirtækjum seldir á mörkuðum úti í nokkur ár og nú smygla þeir eiturlyfjum inn í landið. Hvað þarf eiginlega til að menn verði brottrækir héðan?
Þeir Pólverjar sem eru heiðarlegir vilja örugglega að hinir brotlegu verði brottrækir, því annars dragast þeir inn í vantraust okkar, því við erum svo gjörn á að setja allt undir sama hattinn.
mbl.is Reyndu að smygla 5995 e-töflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

New York - Denver - Pueblo West - Guymon, Oklakoma

Ég rétt gat klárað síðustu bloggfærslu á flugvellinum í New York, áður en ég fór um borð. Opnaði tölvuna svo seint. Flugið til Denver tók 3:40 mín... Náði að sofa í 1 tíma á leiðinni. Klst eftir lendingu var ég komin með bílaleigubílinn og svo var ég slétta 2 tíma að keyra til Lilju og Joe í Pueblo West, þá var klukkan 3:10 á staðartíma... ég lagði af stað að heiman kl 14, það er 6 tíma tímamunur svo ferðalagið var orðið 19 tímar. 

Ég verð að viðurkenna að ég var orðin dauðþreytt, þurfti að passa mig á leiðinni til Lilju að loka ekki augunum of lengi þegar ég blikkaði þeim... ég er með plástur en hefði sennilega ekki þurft að nota hann, hefði ég farið útaf... 80 mílur er 130 km. hraði W00t  

Ég vakti upp, fiskurinn þurfti að komast í frysti. Síðan skelltum við okkur fljótlega í rúmið. Ég sofnaði fljótlega og svaf til kl 8... Lilja var farin í vinnuna, Joe var uppfartari og félagsskapur þar til ég lagði af stað til Oklahoma. 
Ég lét garminn ráða, hefði betur ráðið sjálf og keyrt leiðina sem við Lúlli keyrðum þegar við fórum til New Mexico.
Þetta var nú meira sveita???  GetLost ... ég keyrði amk í 2 tíma án þess að sjá bíl og þá var það löggan sem stoppaði mig fyrir of hraðan akstur Blush ... ég slapp með áminningu Police
Það eru um 600 mílur til Oklahoma City og ég keyrði um helminginn í dag. Tók áttu í Guymon og kom mér fyrir... loksins að ég sá menningu Cool  klukkan er orðin svo margt (18 hér, miðnætti heima) að Bíðarinn er sennilega sofnaður heima  Sleeping

Super 8 Guymon

Intersection of Hwy 54 & 64
1201 Hwy 54 East
Guymon, OK 73942-4543 US
Phone: 580-338-0507  room 230

Annað rán fljótlega...

Undarlegt að menn skuli segja frá því að þjófarnir hafi ,,gleymt" demantakassanum!!! Eru þeir að biðja um annað rán?
mbl.is „Leggstu niður ef þú vilt lifa"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í alvöru !!!

Eru menn að meina þetta, verður fólk sem er í áfalli eftir árekstur að koma sér ,,af sjálfsdáðum" á sjúkrahús. Þarf fólk virkilega að taka upp símann og hringja í leigubíl eða ættingja til að skutla sér í tékkun? Bílarnir voru svo skemmdir að þeir voru teknir af númerum og dregnir burt.
mbl.is Enginn slasaðist alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alhæfingar

Mér hefur fundist það svolítið áberandi upp á síðkastið, hvað fólk alhæfir. 
Mótmælendur á Austurvelli telja sig fulltrúa fyrir ALLA Íslendinga... einhver telur sig fulltrúa fyrir ALLA sem nenna ekki að mæta á Austurvöll...

Ég hef alltaf haldið að einstaklingur sem er ekki kosinn í forsvar fyrir nein samtök, mætti bara í eigin nafni og fyrir sig sjálfan.  

Einn bloggar og spyr hvort STÓR hópur Íslendinga séu nú ekkert annað en villimenn og skepnur...
Hvað er STÓR hópur Íslendinga með blogg og hve stór prósenta af ÞEIM var með orðbragð gegn Herði Torfa???  Það er óþarfi að setja ALLA á sama bás vegna þess að fáir haga sér illa.


Að blása til orrustu...

Það er ábyrgðarhlutur að blása til mótmælaaðgerða. Ég efast ekki um að þeir sem skipulögðu mótmælin í upphafi hafi ekki ætlað að láta þau fara úr böndunum... Bankarnir ætluðu heldur ekki að láta almenning borga... hvorugt hefur farið eins og upphaflega var ætlað.

Fyrstu mótmælasamkomurnar sýndu samhug og alvarleika ástandsins í þjóðfélaginu, nú er það hætt að vera TOPPURINN í fréttamennskunni... nú eru lætin og óþverraskapurinn í kringum þá sem eru friðsamir, orðin aðalfréttin. Allskyns skríll hefur yfirhöndina - sennilega er orðið ,,spennandi" að mæta til að pirra lögregluna, sem er bara að vinna sína vinnu.

Lögreglan - mennirnir sem við leitum til, ef það er brotist inn til okkar, keyrt á bílinn okkar og við leitum til ef börnin okkar týnast... eru persónugerðir sem andstæðingar. Hvar eru þeirra mannréttindi. Þetta gengur ekki lengur.


mbl.is Nafnbirtingin grafalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitibornir mótmælendur :)

Það var gleðilegt að heyra að mótmælendur eru ekki svo blindaðir í reiði sinni að þeir taka skynsamlegum tilmælum.

Í þessum mótmælum kemur saman blandaður hópur manna... margir með sérþekkingu eins og þessi sjúkraliði... hann gerði sér grein fyrir hættunni og sté fram... mér finnst það aðdáunarvert af honum.

Það er líka hættulegt að kveikja eld á götunni og ég er ekki viss um að þeim liði vel á eftir sem bryti glugga í Alþingishúsinu og glerbrotið skæri einhvern illa...

Lögreglumennirnir sem reyna að halda mótmælunum ,,í böndum" eru menn sem eru að vinna vinnuna sína. Þeir eru í erfiðri aðstöðu... sjálfir skulda þeir, auðvitað hafa þeir skoðun á málunum en þeim er gert að vinna sitt starf... mótmælendur ættu að taka tillit til þess.


mbl.is Hættið að kasta sprengjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband