Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: MARAÞON

Portland, Maine

Við keyrðum hingað strax eftir maraþonið í Bristol í gær. Við vorum rúma 2 tíma á leiðinni. Við gistum á Rodeway Inn, sem hefur áður heitið Quality Inn samkvæmt garminum.

Ég fór snemma að sofa, en kl 10:30  fór brunakerfið af stað og ég hrökk upp og var svo rugluð að ég hélt að það væri bara í herberginu hjá okkur en það var allt húsið. Þetta tók af mér meiri svefn, ég dottaði öðru hverju og vaknaði svo kl 4:40. 

Rodeway Inn,
738 Maine St. South Portland ME
Phone: (207) 774-5891     room 207 


Cleveland Ohio

Við tékkuðum okkur kl 7 út í morgun... fyrir maraþonið... keyrðum til Lowell, þar sem ég borgaði mig inn í hlaupið (var á sér samningi) og fékk númerið afhent.

Lúlli beið eftir mér... ræfillinn Frown... því þetta tók þvílíkan tíma enda erfiðasta maraþon sem ég hef nokkurntíma hlaupið. Ég var gjörsamlega búin á eftir...

Strax eftir maraþonið keyrðum við í 4:30 tíma áleiðis til New York... tókum aftur sama hótel og í vesturleiðinni og fengum meira að segja sama herbergi. Jeminn hvað það var gott að komast loks í sturtu.

Americans Best Value Inn
14043 Brookpark Rd, Cleveland Ohio 44142   room 410 eins og síðast :)


Fórum norður á Mývatn

Við renndum norður á Mývatn á föstudaginn... helgarspáin var leiðinleg fyrir sv-hornið, góð fyrir norðan... og svo var Mývatnsmaraþonið á laugardag. Bíðarinn var harðákveðinn að fara þangað og ,,bíða"... svo ég hljóp á meðan hann beið Wink

1.sæti 50-59... Mývatnsmaraþon 30.05.2009Ég hljóp þetta blessaða maraþon sem ég hélt ég hefði hlaupið í alsíðasta skipti í hitteð-fyrra... hallinn á veginum fer alveg með mig.
Ég var svo óheppin að brjóta festinguna á glerinu í hlaupagleraugunum og hljóp með þau teipuð saman með límbandi... ég verð að hlaupa með sólgleraugu.
Við fengum ágætis veður, það var mjög hvass mótvindur fyrstu 23 km en í staðinn var engin fluga Woundering, öll umgjörð um hlaupið var góð og grillið á eftir var frábært.

Við gistum 2 nætur á Skútustöðum... lögðum af stað suður í dag, hvítasunnudag. Við misstum alveg af jarðskjálftunum sem voru fyrir sunnan bæði á föstudagskvöld og laugardeginum. 
Á leiðinni suður stoppuðum við á Blönduósi og grilluðum okkur lærisneiðar á tjaldstæðinu. Þegar við komum heim skein sólin á móti okkur Cool 


Dodge City KS - Pueblo West CO

Ég var í lélegu netsambandi á Tavelodge, þurfti að fara með tölvuna í lobbýið til að tala við Bíðara Nr 1.
Ég frétti á leiðinni til Dodge City (á mánudag) að það hefði komið í útvarpinu að konan sem var önnur í mark í Oklahoma maraþoninu hefði dottið niður í markinu... ef hún hefði ekki verið í alvarlegu ástandi hefði ekki verið sagt frá því í fréttum.
Nú er ég komin út úr fylkinu svo ég hef ekki frétt hvort konan náði sér eða ekki... en ég hef þrisvar verið í maraþoni þar sem menn hafa dáið á marklínunni.

Í gær keyrði ég til Pueblo West... um 280 mílur... NO POLICE ON THE WAY. Ég keyrði að hluta til sömu leið og þegar ég keyrði til Oklahoma... þ.e. hina sögufrægu leið til Santa Fe.. The Historical Route to Santa Fe, US 50.
Á leiðinni græddi ég aftur klukkutímann sem ég tapaði, svo nú er 6 tíma tímamunur við Ísland.
Lilja og Joe tóku á móti mér með höfðingsskap og við Lilja tókum smá rúnt eftir kvöldmat þangað sem hún vinnur.
Ég lét bíðarann vita að ég væri komin til Pueblo en svo fórum við öll snemma í háttinn.


« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband