Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: MARAÞON

Orlando - Alabama 22-29 mars 2022

Loksins. loksins er búið að opna Ameríku fyrir útlendingum eftir Covid... ég var svo heppin að fá Covid í lok febrúar að ég þarf ekki nema eitt vottorð til að komast inn í landið... Upphaflega ætlaði ég að fara 2 maraþon... já klikkun ekki satt, í ENGRI æfingu... en svo hætti ég við seinna hlaupið og fór bara eitt...

Ég fór ein út, flaug til Orlando og keyrði næsta dag til Eufaula í Alabama... það voru tæpar 400 mílur eða rúmlega 600 km þangað... svo dagurinn fór í keyrslu og að hluta til í ausandi rigningu... það voru víst skýstrokkar í nágrenninu... Ég tékkaði mig inn á hótelið og daginn eftir mætti ég í Maraþonið... það gekk ágætlega og ég var fegin að vera aðra nótt... þurfa ekki að keyra suður strax eftir hlaupið.

Ég keyrði síðan sömu leið til baka til Orlando.. hafði nægan tíma til að versla og fannst frábært að vera farin að ferðast aftur.

1 maraþon og gleymdi að ath mælastöðu, en það voru rúml 1200 km fram og til baka og svo keyrði ég um allt í Orlando í 4 daga... giska á 15-1600 km alls

Júhú... I am on the road again


Kefl - Kaupmannahöfn - Qatar - Chiang Mai Thailand... 18.des 2018 -

Já, þetta er tíunda hlaupaferðin á þessu ári. Sem betur fer var flugið til Kaupmannahafnar kl 2 eh... Lúlli fékk Ragnar til að keyra okkur á völlinn, þar sem við byrjuðum eins og venjulega á Betri stofunni.

18.des... Flug til Kaupmannahafnar kl 14:05 og bið þar í nokkra klst. Þaðan fórum við með Qatar Airways til Qatar. 6 tíma næturflug og við lentum þar um kl 5:40 um morguninn.

19.des... við höfðum ekki keypt hótel í Qatar því við hefðum þurft að kaupa 2 nætur til að það gagnaðist okkur eitthvað til að hvílast... við áttum fyrir höndum 14:30 tíma bið og urðum að taka töskurnar. Við vorum rétt komin út þegar okkur var boðið hótel, tékk inn strax, með morgunmat og skutlu báðar leiðir fyrir 100 usd. Við tókum því. Fórum á hótelið, fengum okkur morgunmat, lögðum okkur fram yfir hádegi og fórum síðan út að kanna umhverfið og fá okkur að borða fyrir næsta flug. Við vorum síðan keyrð upp á völl í næsta flug...
    Golden Ocean Hotel  Al Meena St, Old Salata, 13957 Doha

Við flugum annað næturflug með Qatar Airways, rúmlega 6 tíma, til Chiang Mai í Thailandi.

20.des... Við lentum um kl 6 í morgun eftir ca 6 tíma flug, komumst nokkuð fljótt í gegnum eftirlitið... við fengum strax "leigubíl" sem keyrði okkur að vísu á vitlaust hótel, svo við urðum að taka annan bíl til að komast þangað og svo þurftum við að bíða 4-5 klst eftir herberginu. Við fengum okkur smá göngu til að kanna umhverfið á meðan við biðum 
    
Chiang Mai Thai House5/1 Thapae Rd. Soi 5 Chanklan, Chiang Mai, Thailand 50100

21.des... þetta er mjög krúttlegt umhverfi og ágætis morgunmatur sem fylgir. Það eru 270 metrar niður að Tha Phae Gate þar sem við sóttum númerið fyrir maraþonið. Síðan tókum við leigubíl til Gretars og Díönu. Við fórum saman í MAYA-mollið og þau buðu okkur svo í mat hjá sér. Við tókum svo leigubíl til baka. 

22.des... Það er 7 tíma munur við Ísland. Við erum á undan... Ég lagði mig eftir morgunmatinn, síðan fórum við aðeins á röltið... Lúlli pantaði sér 2 skyrtur úr thai-silki, við fengum okkur að borða og svo reyndi ég eins og ég gat að sofna snemma því maraþonið verður kl 1 am... en ég gat ekki sofnað... fór ósofin í hlaupið. Lúlli labbaði niður að starti með mér og fór aftur á hótelið.

23.des... Allt um maraþonið á https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2226748/ 
eftir hlaupið fór ég í morgunmat, lagði ég mig aðeins. Grétar og Diana buðu okkur ásamt öðrum hjónum í hangikjöt um kvöldið. Við missum semsagt ekki af jólamat þó við séum í útlöndum. Hjónin keyrðu okkur til baka og slepptu okkur út við hliðið. Þar var sunnudagsmarkaðurinn í fullum gangi, hljómsveitir og mikil stemmning. Líf og fjör og fullar götur af fólki.

24.des... Við skiptum um hótel í dag. Færðumst nær Grétari og Díönu. Tilviljanirnar í þessari ferð eru ótrúlegar... Í fyrsta lagi vissum við ekki að þau ætluðu til Thailands, hvað þá til sömu borgar og svo að það yrðu ca 800 metrar á milli gististaðanna - er ÓTRÚLEGT. Við fórum frá Chiang Mai Thai House og fórum á Chiang Mai Hill 2000.
Það var frábært að vera við Tha Phae Gate, stutt í gögnin og hlaupið og mikið líf í kring en við ætlum að dekra aðeins við okkur þessar 2 vikur sem eru eftir. 
Á meðan við biðum eftir herberginu löbbuðum við út í MAYA mollið sem er mitt á milli okkar og Grétars. Svo hittumst við þar síðar um daginn og borðuðum jólamatinn saman.
     Chiangmai Hill 2000 211 Huay Kaew Road, Muang, Chiang Mai Chiang Mai, 50200 Thailand

25.des... Morgunmatur er frá kl 6am til 10 og svo getur maður keypt hlaðborð í hádeginu. 
Ég hljóp rúma 7 km á síðustu-aldar hlaupabretti á hótelinu í morgun...
Grétar og Díana komu svo um hádegið og við borðuðum svo saman... og flatmöguðum svo á eftir við sundlaugina. Flugvélarnar voru eins og flugur yfir okkur. 

26.des... Við flatmöguðum við sundlaugina í dag... og svo fórum við í NIGHT SAFARÍ með Grétari og Díönu um kvöldið. Þar var rándýrasýning, ljóna og tígrisdýra sýning, trolly-ferð að sjá dýrin í náttúrulegu umhverfi og svo vatns-orgel. Við urðum fyrir smá vonbrigðum með það... það var allt of langt í burtu og gusurnar fylgdu ekki tónlistinni... en gaman samt að hafa farið.

27.des... Ég hljóp 8 km í 29°c hita á brettinu í morgun... og það var ekki þurr þráður á mér á eftir. Við hittum Grétar og Díönu við mollið rétt eftir hádegi og fórum í Green hill sundlaugina... þar var slakað á og dúllað... við Lúlli borðuðum í mollinu á heimleiðinni.

28.des... Ég fór í Thailenskt nudd eftir morgunmatinn... Það er svolítið sérstakt og heima héti þetta ekki nudd... svo hittumst við öll við MAYA mollið og skiptum liði. Við Díana fórum í Central Festival mollið þar sem við gengum út um allt og skemmtum okkur... en strákarnir lágu við laugina. Það var ekki mikið verslað.

29.des... 8 km á brettinu eftir morgunmatinn... 
Seinni partinn var farið á laugardags markaðinn en hann er aðeins frá Phea Gate þar sem við gistum fyrst. Þar var mannfjöldinn svo mikill að við fylgdum bara straumnum upp og niður götuna. Við þurftum bara að setja fæturna niður þegar við vildum stoppa eða beygja. Allt í einu stoppaði allt, fólk fraus í sporunum eins og í myndastyttuleik... á meðan kóngurinn talaði í hátalakerfinu...

30.des...  Við Lúlli fórum á Sunnudagsmarkaðinn við The Phea Gate. og við prófuðum að taka strætó í dag í stað þess að húkka pallbíl. Það var ekki sama mannmergðin og kvöldið eftir maraþonið, engar hljómsveitir en gaman að skoða og vera á staðnum...  

31.des... Við Lúlli höfðum pantað okkur dagsferð. Við fórum í rúmlega 14 tíma ferðinni.
Við vorum sótt kl 7:30 og fyrsta stopp var á hverasvæði... heitir hverir í einskonar brunnum. Næsta stopp var við Hvíta musterið. Við borðuðum hádegismat í einhverjum kofa og héldum áfram. Næsta stopp var í "Long Neck Village", hjá ættbálki sem kemur frá Búrma. Konurnar þar bæta hring á hálsinn á hverju ári frá vissum aldri.  
Þá lá leiðin að landamærastöð Thailands og Myanmar (áður Búrma) og þaðan keyrðum við til "Golden Triangle" þar sem Thailand, Laos og Myanmar mætast. Við fórum í bátsferð yfir til Laos... þar sem allir reyndu að gera betri kaup. 
Lúlli var dauðþreyttur eftir ferðina og missti af þessum fáeinu flugeldum sem sáust úr hótelglugganum á miðnætti... Gleðilegt ár og takk fyrir gamla.

 

Manchester NH - Machias ME

Næsta maraþon er frá Lubec í Maine til nyrsta odda næstu eyju en hún fylgir Kanada. Keyrslan frá Manchester til Lubec var 7 tímar með 2 stuttum stoppum. Við lögðum af stað kl 6 am og komum til Lubec um kl 2 eh. 

Á meðan stóðu Edda og Emil í ströngu við að breyta heimferðinni hjá okkur og panta hótel fyrir okkur öll í Boston, þessa nótt sem við verðum að vera auka vegna verkfalls flugvirkja.

Ég fékk bolinn í Lubec en varð að fara yfir til Kanada til að sækja númerið mitt og láta skrá mig á landamærunum sem hlaupara fyrir morgundaginn. Við borðuðum í garðinum þar sem við sóttum númerið.... og drifum okkur til baka.

Ég hafði verið svo ljón-heppin að fá hótel í Lubec en fékk email frá konunni að hún gæti ekki opnað B & B vegna veikinda og hún bókaði okkur á hótel í Machias, 30 mín í burtu.

Eftir hlaupið á morgun keyrum við aftur til Manchester.

Machias Motor Inn, 103 Main Street, Machias 


Mount Laurel NJ - Newark DE

Ég var lögð snemma af stað og komin fyrir kl 9 til Newark... Veðrið er frábært, sól og blíða. Ég var allt of snemma í því að tékka mig inn á hótelið, svo ég fór þangað sem maraþonið byrjar á morgun... Gögnin verða afhent við ráslínu á morgun svo það er ekkert EXPO í dag... Þá var það bara Walmart og Dollar Tree. 

Svo ætla ég bara að taka það rólega það sem eftir er dag.

 

SUPER 8 NEWARK DE

268 East Main StreetNewarkDE 19711 US 
Phone: 1-302-737-5050    room 204

http://www.super8.com/hotels/delaware/newark/super-8-newark-de/hotel-overview? 

 


LA - Santa Barbara - San Diego - Las Vegas

Við flugum út á þriðjudegi 29.maí og eftir langt ferðalag vorum við komin til Los Angeles.

Rodneys steakhouse, 2.6.2012

Miðvikudagur 30.maí... við keyrðum til Santa Barbara til Jonnu og Braga. Það er alltaf svo yndislegt að heimsækja þau... við fengum höfðinglegar móttökur. Við vorum enn hálf þreytt og á vitlausum tíma, eftir ferðalagið og tókum það rólega þann daginn. Gengum upp að strönd og fórum í Costco :)

Fimmtudagur 31.maí... Það var nóg um að tala síðan við hittumst síðast, þjóðmálin á Íslandi, kosningar og fl. gengið upp að strönd, við borðuðum kvöldmatinn snemma og spiluðum UNO á eftir. Ég fékk sms frá Eddu að pabbi hefði farið á spítala... en frétti síðan að hann hefði verið sendur heim eftir að hafa fengið rafmeðferð til að leiðrétta hjartsláttaróregluna.

Rodneys steakhouse 2.6.2012

Föstudagur 1.júní... Morgunmatur á IHOP, Dr. John Mark kom í heimsókn eh, það var gaman að hitta hann. Við Lúlli gengum upp að strönd. en um kvöldið fóru Jonna og Bragi með okkur á besta steikhús St Barbara, Fess Parkers, Rodneys steakhouse... og ég fékk mér aftur NEW YORK steik... ummmm 
http://www.rodneyssteakhouse.com/menu.html  svo var spilað UNO Grin 

Laugardagur 2.júní... Nú var komið að kveðjustundinni í bili... alltaf erfitt að fara... en það var ekki hjá því komist, maraþonið daginn eftir í San Diego. Eftir að hafa faðmað, kysst og kvatt systkinin var keyrt til San Diego til að sækja gögnin fyrir Rock´N´Roll-ið. og gistum nokkrar mílur frá Sports Arena, þaðan sem rúturnar fara á startið. 

Misson Valley Resorts, 
875 Hotel Circle South, San Diego... 

Sunnudagur 3.júní... R´N´R San Diego  http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/1243298/ Við keyrðum strax eftir hlaupið til Las Vegas. Það var að verða dimmt þegar við komum inn í borgina. Við höfðum keypt hundódýra gistingu á svakalega flottu hóteli og Casino... en vorum síðan sett í Courtyard bakvið... hehe... með kílómetra löngum göngum... en herbergið er stórt og gott svo við getum ekki kvartað.

Palace Station Hotel and Casino,
2411 W Sahara Ave, 89102 Las Vegas 

Hjá Lilju og Joe, í Las Vegas, júní 2012

Mánudagur 4.júní... Við dingluðum okkur eitthvað, það er brjálæðislega heitt úti, borðuðum morgunmat á IHOP og fórum í grill til Lilju og Joe um 3-leytið... en hún hafði boðið íslenskri konu og manni hennar sem búa hér, líka í mat. Lilja flýgur til Íslands á morgun og verður heima í sumar, svo við hittum hana aftur heima
.


Hálft maraþon í Disney

7.jan. laugardagur
Ég vaknaði kl 2:45… vaknaði !!! ég hafði ekki hvílst mikið. Lúlli ætlaði ekki með mér í dag. Ég teypaði tærnar, fékk mér brauð og lagði af stað 3:15. Ég mátti ekki vera seinni, þetta er þvílíkt batterí – 16 þús manns að hlaupa og allir að koma á sama tíma.
Ég var blessuð, munaði engu að ég lenti í árekstri í bílaröðinni, og að fá ágætt bílastæði. Ég kom mér innfyrir, en fann enga Maniaca þar sem myndatakan átti að vera kl 4:15.

Í dag var hálfa maraþonið – hef ekki hlaupið hálft í 5-6 ár... það gekk betur en ég þorði að vona, bæði hef ég ekki getað æft nema 2svar í viku í snjónum síðustu 2 mánuði og svo var ég hálf veik síðustu vikuna áður en við fórum. Reyndi að hlaupa jafnt og æsa mig ekki með hinum.

21,5 km - 2:40:53 og bara ánægð með það.


Gögnin sótt í Disney

6.jan föstudagur
Við borðuðum morgunmat á IHOP, svona til tilbreytingar… Kíktum í Williams-Sonoma og keyrðum svo Eddu og Emil út á flugvöll að sækja þeirra bíl. Svo var bara að dingla sér aðeins áður en viðLúlli fórum að sækja gögnin í Disney… Það var meiri steypan, ég mundi bara að ég átti að fara út á exiti 67 í Epcot… við keyrðum um, lentum á marksvæðinu sem sumir starfsmenn héldu að væri startsvæðið…. það virtist enginn vita neitt… en svo var það í ESPN World Wide Sports… auðvitað.

Loksins voru gögnin komin, "Guffi" kominn í hús… 3 bolir. Við fengum okkur Burger King og fórum á hótelið… ég tók saman hlaupadótið, stillti klukkuna og fór að hvíla mig.


Komin ,,heim" til Santa Barbara aftur

Föstudagur...
Við lögðum af stað frá Redondo um 11 leytið. Komum við í Malibu og sóttum númerið fyrir maraþonið á sunnudag... keyrðum á startið í Camarillo og fórum þaðan að sækja gögnin fyrir maraþonið í Santa Barbara sem er morgun. Þegar við komum til Jonnu og Braga var okkur fagnað eins og við hefðum verið að koma frá Íslandi. Jonna bauð okkur á Codys í kvöldmat... en áður en við fórum þangað keyrðum við þangað sem markið er...

Síðan var bara að græja sig fyrir morgundaginn, taka til föt, setja flögu á skóinn, númerið klárt og fara snemma að sofa. Bragi ætlar með okkur á startið Smile


Þjóðvegur 66 - Mother Road Route 66 videó

Þar sem ég hljóp 2 maraþon eftir hinum sögufræga þjóðvegi 66 síðustu sunnudaga, þá stóðst ég ekki að gera vídeó með myndum sem Bíðari nr 1 tók Cool

 Mother Route 66.wmv www.youtube.com 

Birt með góðfúslegu leyfi Bíðara nr.1 Kissing 

 

 


Keflavik - Minneapolis - Des Moines í gær, Springfield Missouri í dag

Það var grenjandi rigning og hífandi rok þegar við fórum af landinu. Vorum með síðustu út af tollsvæðinu en ég náði að keyra upp á þjóðveg 35 í björtu. Leiðin lá suður til Des Moines höfuðborgar Iowa, heilar 234 mílur og ég orðin þreytt þegar komið var á áfangastað... gott að komast til að hvíla sig. Við gistum á Rodeway Inn, en netið lá niðri þar svo ég komst í tölvuna.

Í morgun héldum við áfram ferðinni og 380 mílur keyrðar til Springfield Missouri. Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni og teygðum úr okkur. Fyrsta stopp í Springfield var í Expo-inu... sem er það næst-minnsta sem við höfum séð, aðeins 2 borð í anddyri Hótels. Ég læt það fylgja hér að minnsta Expo-ið var þegar ég hljóp Palos Verdes í Californiu... það var 1 stóll og borð út á stétt.

Við erum nú komin á Super 8... rétt hjá markinu... en þaðan fara rúturnar kl 6:30 á startið á morgun.

Super 8  N Glenstone Ave, Springfield, MO 65803-4414 US
Phone: 1-417-8339218 room 213


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband