Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: MARAÞON

LA - Santa Barbara - San Diego - Las Vegas

Við flugum út á þriðjudegi 29.maí og eftir langt ferðalag vorum við komin til Los Angeles.

Rodneys steakhouse, 2.6.2012

Miðvikudagur 30.maí... við keyrðum til Santa Barbara til Jonnu og Braga. Það er alltaf svo yndislegt að heimsækja þau... við fengum höfðinglegar móttökur. Við vorum enn hálf þreytt og á vitlausum tíma, eftir ferðalagið og tókum það rólega þann daginn. Gengum upp að strönd og fórum í Costco :)

Fimmtudagur 31.maí... Það var nóg um að tala síðan við hittumst síðast, þjóðmálin á Íslandi, kosningar og fl. gengið upp að strönd, við borðuðum kvöldmatinn snemma og spiluðum UNO á eftir. Ég fékk sms frá Eddu að pabbi hefði farið á spítala... en frétti síðan að hann hefði verið sendur heim eftir að hafa fengið rafmeðferð til að leiðrétta hjartsláttaróregluna.

Rodneys steakhouse 2.6.2012

Föstudagur 1.júní... Morgunmatur á IHOP, Dr. John Mark kom í heimsókn eh, það var gaman að hitta hann. Við Lúlli gengum upp að strönd. en um kvöldið fóru Jonna og Bragi með okkur á besta steikhús St Barbara, Fess Parkers, Rodneys steakhouse... og ég fékk mér aftur NEW YORK steik... ummmm 
http://www.rodneyssteakhouse.com/menu.html  svo var spilað UNO Grin 

Laugardagur 2.júní... Nú var komið að kveðjustundinni í bili... alltaf erfitt að fara... en það var ekki hjá því komist, maraþonið daginn eftir í San Diego. Eftir að hafa faðmað, kysst og kvatt systkinin var keyrt til San Diego til að sækja gögnin fyrir Rock´N´Roll-ið. og gistum nokkrar mílur frá Sports Arena, þaðan sem rúturnar fara á startið. 

Misson Valley Resorts, 
875 Hotel Circle South, San Diego... 

Sunnudagur 3.júní... R´N´R San Diego  http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/1243298/ Við keyrðum strax eftir hlaupið til Las Vegas. Það var að verða dimmt þegar við komum inn í borgina. Við höfðum keypt hundódýra gistingu á svakalega flottu hóteli og Casino... en vorum síðan sett í Courtyard bakvið... hehe... með kílómetra löngum göngum... en herbergið er stórt og gott svo við getum ekki kvartað.

Palace Station Hotel and Casino,
2411 W Sahara Ave, 89102 Las Vegas 

Hjá Lilju og Joe, í Las Vegas, júní 2012

Mánudagur 4.júní... Við dingluðum okkur eitthvað, það er brjálæðislega heitt úti, borðuðum morgunmat á IHOP og fórum í grill til Lilju og Joe um 3-leytið... en hún hafði boðið íslenskri konu og manni hennar sem búa hér, líka í mat. Lilja flýgur til Íslands á morgun og verður heima í sumar, svo við hittum hana aftur heima
.


Hálft maraþon í Disney

7.jan. laugardagur
Ég vaknaði kl 2:45… vaknaði !!! ég hafði ekki hvílst mikið. Lúlli ætlaði ekki með mér í dag. Ég teypaði tærnar, fékk mér brauð og lagði af stað 3:15. Ég mátti ekki vera seinni, þetta er þvílíkt batterí – 16 þús manns að hlaupa og allir að koma á sama tíma.
Ég var blessuð, munaði engu að ég lenti í árekstri í bílaröðinni, og að fá ágætt bílastæði. Ég kom mér innfyrir, en fann enga Maniaca þar sem myndatakan átti að vera kl 4:15.

Í dag var hálfa maraþonið – hef ekki hlaupið hálft í 5-6 ár... það gekk betur en ég þorði að vona, bæði hef ég ekki getað æft nema 2svar í viku í snjónum síðustu 2 mánuði og svo var ég hálf veik síðustu vikuna áður en við fórum. Reyndi að hlaupa jafnt og æsa mig ekki með hinum.

21,5 km - 2:40:53 og bara ánægð með það.


Gögnin sótt í Disney

6.jan föstudagur
Við borðuðum morgunmat á IHOP, svona til tilbreytingar… Kíktum í Williams-Sonoma og keyrðum svo Eddu og Emil út á flugvöll að sækja þeirra bíl. Svo var bara að dingla sér aðeins áður en viðLúlli fórum að sækja gögnin í Disney… Það var meiri steypan, ég mundi bara að ég átti að fara út á exiti 67 í Epcot… við keyrðum um, lentum á marksvæðinu sem sumir starfsmenn héldu að væri startsvæðið…. það virtist enginn vita neitt… en svo var það í ESPN World Wide Sports… auðvitað.

Loksins voru gögnin komin, "Guffi" kominn í hús… 3 bolir. Við fengum okkur Burger King og fórum á hótelið… ég tók saman hlaupadótið, stillti klukkuna og fór að hvíla mig.


Komin ,,heim" til Santa Barbara aftur

Föstudagur...
Við lögðum af stað frá Redondo um 11 leytið. Komum við í Malibu og sóttum númerið fyrir maraþonið á sunnudag... keyrðum á startið í Camarillo og fórum þaðan að sækja gögnin fyrir maraþonið í Santa Barbara sem er morgun. Þegar við komum til Jonnu og Braga var okkur fagnað eins og við hefðum verið að koma frá Íslandi. Jonna bauð okkur á Codys í kvöldmat... en áður en við fórum þangað keyrðum við þangað sem markið er...

Síðan var bara að græja sig fyrir morgundaginn, taka til föt, setja flögu á skóinn, númerið klárt og fara snemma að sofa. Bragi ætlar með okkur á startið Smile


Þjóðvegur 66 - Mother Road Route 66 videó

Þar sem ég hljóp 2 maraþon eftir hinum sögufræga þjóðvegi 66 síðustu sunnudaga, þá stóðst ég ekki að gera vídeó með myndum sem Bíðari nr 1 tók Cool

 Mother Route 66.wmv www.youtube.com 

Birt með góðfúslegu leyfi Bíðara nr.1 Kissing 

 

 


Keflavik - Minneapolis - Des Moines í gær, Springfield Missouri í dag

Það var grenjandi rigning og hífandi rok þegar við fórum af landinu. Vorum með síðustu út af tollsvæðinu en ég náði að keyra upp á þjóðveg 35 í björtu. Leiðin lá suður til Des Moines höfuðborgar Iowa, heilar 234 mílur og ég orðin þreytt þegar komið var á áfangastað... gott að komast til að hvíla sig. Við gistum á Rodeway Inn, en netið lá niðri þar svo ég komst í tölvuna.

Í morgun héldum við áfram ferðinni og 380 mílur keyrðar til Springfield Missouri. Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni og teygðum úr okkur. Fyrsta stopp í Springfield var í Expo-inu... sem er það næst-minnsta sem við höfum séð, aðeins 2 borð í anddyri Hótels. Ég læt það fylgja hér að minnsta Expo-ið var þegar ég hljóp Palos Verdes í Californiu... það var 1 stóll og borð út á stétt.

Við erum nú komin á Super 8... rétt hjá markinu... en þaðan fara rúturnar kl 6:30 á startið á morgun.

Super 8  N Glenstone Ave, Springfield, MO 65803-4414 US
Phone: 1-417-8339218 room 213


Boston MA - Hartford CT - Pittsburgh PA - Columbus OH

Það er búið að vera hrikalegt að hafa ekki tölvuna. Var að fá spennubreytirinn og í gang með vinkonuna.
En ferðasagan hingað til... 
Ég náði 3 bíómyndum á leiðinni (á fimmtudaginn)... ekki leiðinlegt. Við lentum í Boston, tókum bílinn og keyrðum strax til Hartford CT. Þar var gott veður, einum of gott til að hlaupa ING Hartford Marathon á laugardaginn... Reyndi að drekka mikið en lenti samt í slæmum krampa í vinstra læri á síðustu mílunni.

Á sunnudagsmorgninum vorum við mætt um kl 8 fh í svertingjamessu í beinni útsendingu hjá Bishop Bishop. Bishop talaði vel og þó söfnuðurinn væri fámennur þá áttu þau hrikalega góðar söngraddir og kraftmikinn kór. Mikið gaman og mikið fjör. Messan var næstum til hádegis svo við komum glorhungruð út... og búin að missa af breakfast á buffetinu.

Í morgun, mánudag... vöknuðum kl 4 í nótt, gerðum ráð fyrir umferð til Boston en vorum komin kl. 7 þangað. Flugum til Pittsburgh PA kl 10 og keyrðum gegnum West Virginia til Columbus OH... erum þreytt en ánægð að komast á netið á hótelinu... TÖLVAN er ómissandi Kissing

Super 8, 2055 Brice Road, Reynoldsburg, Ohio 43068
pnone: 614-864-3880 room 104

 


Keflavík - Boston - West Yarmouth

Við erum orðin hrikalega kærulaus varðandi þessar hlaupaferðir. Ég drattaðist til að setja eitthvað niður í tösku á fimmtudagskvöldið. Við flugum til Boston í gær og keyrðum hingað til West Yarmouth. Hér er líflaust... vægast sagt, því þetta er sumarleyfisbær... Hvað hefur maður oft lent í því !!!

Í morgun tékkuðum við hvar gögnin verða afhent eh og litum í kringum okkur :)

Tidewater Inn, 135 Main Street
West Yarmouth MA, 06273
Phone (508) 775-6322 Room 63


IN´N´OUT of America

Þetta var söguleg ferð. Í fyrsta lagi varð ég að kíkja á flugmiðann til að vita hvert ég var að fara.
Ég lenti í Boston og hélt áfram ferðinni til N-Carolina daginn eftir. Flugið með Delta til Raleigh var stutt sem betur fer ,,flugan" var svo lítil að flugvélatöskur voru teknar af manni við innganginn, maður þurfti að bakka, með allt niðri um sig inn á klósettið og var í algjöru krumpi þar inni.

Í Raleigh var þægilegt að vera, ekki flókið vegakerfi.. og stutt á hótelið, búðirnar í næstu götu og stutt í hlaupið.

Ég komst að því að þessi ferð var hámarkið í kæruleysi, því ég hafði gleymt að prenta út ferðaáætlunina... langt frá því að ég hafði pantað allt og mundi ekki neitt Blush

Það kórónaði svo vesenið að ég tímdi ekki að borga $8 á dag fyrir netið... enda var ferðin stutt og ég áætlaði að vera sem minnst á hótelinu. Eins og venjulega er Best Buy besti kosturinn til að komast á netið, senda sms á ja.is, blogga og fl, en þar er ekki hægt að senda email. Þar skrifaði ég niður heimilisfangið til að komast í maraþon-expoið.

Ferðin bar nafn með rentu IN´N´OUT of America... enda stysta ferð sem ég hef farið. Maraþonið gekk ágætlega og ég gat verslað eitthvað... svo var ég komin heim áður en ég vissi af.


Portland - Boston - Heim

Við vorum í morgunmat. Á eftir klárum við að pakka og keyrum til Boston, en við eigum flug heim í kvöld. Ég er laus við harðsperrur þó ég hafi hlaupið maraþon bæði á laugardaginn og í gær... en ég er samt sem áður með merki eftir átökin, ss nuddsár og blöðrur.

Við hringdum til Santa Barbara CA til Jonnu og Braga í gærkvöldi. Það var frábært að heyra hvað þau eru hress núna og Jonna er öll að styrkjast, farin að fara í göngutúra. Við hringdum líka í Lilju í Colorado, það var allt gott að frétta hjá þeim. Hún átti afmæli á laugardaginn (3.okt), Þórdís lögmaður varð 50 ára á laugardaginn... Til lukku stelpur Smile

Það er fullt af afmælum í fjölskyldunni í október.

Harpa á afmæli í dag - TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Kissing
Ingvar bróðir hefði átt afmæli á morgun, 6.okt
Árný á afmæli 11.okt
Lovísa á afmæli 17. okt
María Mist og Hafdís systir eiga afmæli 20.okt og Hafdís verður 50 ára.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband