Leita í fréttum mbl.is

Hlýðið á hann - Matt. 17.kafli

-5- Meðan hann var enn að tala, skyggði yfir þá bjart ský, og rödd úr skýinu sagði: Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á. Hlýðið á hann!
-6- Þegar lærisveinarnir heyrðu þetta, féllu þeir fram á ásjónur sínar og hræddust mjög.
-7- Jesús gekk til þeirra, snart þá og mælti: Rísið upp, og óttist ekki.
-8- En er þeir hófu upp augu sín, sáu þeir engan nema Jesú einan.

Hlustið á orð Jesú, sagði Guð faðir... en oft eru eyru okkar lokuð eða eins og Kristur sagði ,,heyrandi heyra þeir ekki"... Eins viljum við velja hverju við viljum trúa, sem þýðir ekkert annað en að því sem við trúum ekki, lokum við augum okkar og eyrum fyrir. 
Á nokkrum stöðum í Biblíunni er sagt frá því að kraftur heilags anda hafi verið svo mikill, að menn ,,féllu fram á ásjónur sínar"... þeir féllu aldrei aftur á bak eins og nú tíðkast þar sem menn eru ,,slegnir niður" á vakningarsamkomum.

-15- og sagði: Herra, miskunna þú syni mínum. Hann er tunglsjúkur og illa haldinn. Oft fellur hann á eld og oft í vatn.
-16- Ég fór með hann til lærisveina þinna, en þeir gátu ekki læknað hann.
-17- Jesús svaraði: Ó, þú vantrúa og rangsnúna kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá yður? Hversu lengi á ég að umbera yður? Færið hann hingað til mín.
-18- Og Jesús hastaði á hann og illi andinn fór úr honum. Og sveinninn varð heill frá þeirri stundu.
-19- Þá komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu hann einslega: Hvers vegna gátum vér ekki rekið hann út?
-20- Hann svaraði þeim: Vegna þess að yður skortir trú. Sannlega segi ég yður: Ef þér hafið trú eins og mustarðskorn, getið þér sagt við fjall þetta: Flyt þig héðan og þangað, og það mun flytja sig. Ekkert verður yður um megn
-21- En þetta kyn verður eigi út rekið nema með bæn og föstu.

Mustarðskorn er smæst allra frækorna... hversu lítil var þá trú lærisveinanna sem stóðu við hlið Jesú... og það þrátt fyrir að þeir yrðu ekki aðeins vitni að kraftaverkum hans heldur gaf Jesús þeim vald til að gera kraftaverk. 
Er þá nokkur furða að menn sýni vantrú í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband