Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Esjan í dag

,,Gengið" tók sig til og gekk á Esjuna í dag. ,,Dollarinn" mætti ein, ,,Evran" var með 2 smápeninga og Á leið upp Esjuna 6.7.2007,,Líran" kom með 1 smápening.  Smámyntirnar, Ísak Lúther, Adam Dagur og Tinna Sól... voru sannkallaðar hetjur, þær klifu Esjuna í fyrsta sinn í dag... fóru alla leið upp á topp ásamt mæðrum sínum og mér, ömmunni...

Ég hef gengið öðru hverju á Esjuna en aldrei nokkurn tíma pælt í því hve spottinn er langur.
áð á leiðinni á toppinn 6.7.2007Á síðustu öld... hu-hummm.. tók ég tvisvar þátt í Esjuhlaupinu og var þá 52 mín á toppinn og þá var farin lengri leiðin... og þegar ég fór með Völu á Esjuna í maí sl.  þá sagði hún mér að ÍR-ingarnir reiknuðu erfiðleikagráðuna á við 10 km.

Við fórum lengri leiðina upp í dag og ég tók báða ,,garmana" með mér. Garmin úrið mældi 3,5 km upp að Steini og 4,2 km upp á topp, en vegagarmurinn mældi 2,6 km beina vegalengd.

í klettabelti Esjunnar 6.7.2007Þegar við vorum komin upp að Steini - kom þokan æðandi upp hlíðina með raka og brennisteinsfýlu... við héldum áfram þó við værum algerlega búin að missa útsýnið og krakkarnir voru bara enn meiri hetjur í roki og kulda á toppnum. Keðjurnar voru mest spennandi Wink

Þetta var erfitt en verður hetjuskapur í minningunni og en það er óvíst hverjir verða þreyttastir í kvöld Sleeping


Dýrðardagur í dag

Það var rigning í morgun, DAGUR fyrir innivinnu :) og maðurinn hélt myndarskapnum áfram - búinn að mála herbergið. Næst er að kaupa og setja saman fataskápa.

Á morgun er planið að ég sjái áfram um almannatengsl og fari á Esjuna á morgun með börnum og barnabörnum. Þar verða sumir hetjur í annað sinn. Það er gríðarlega mikilvægt í svona ferðum að hafa mikið nesti og taka sér góðan tíma. Spáin er góð... en það er jafn nauðsynlegt og nestið.


Amma stendur sig ekki !

Adam á HelgafelliHvað er að gerast... ég stend mig ekki..
Ég er vön að setja amk afmælisóskir til barnabarnanna hérna á síðuna.

Ég hafði svo mikið að gera í gær við að ná í skottið á Adam Degi afmælisbarni gærdagsins... að ég gleymdi alveg að blogga...

Heart  Innilega til hamingju með 10 ára afmælið hetju-strákur...

Meðfylgjandi er mynd af honum á Helgafelli, en Adam hefur klifið það nokkru sinnum og einu sinni haldið upp á afmælið sitt á toppnum.


Bústaðaferð - hittingur

Okkur var boðið í bústaðinn til Haraldar og Helgu um helgina. Hann bauð bræðrum sínum og stelpunum hennar Bubbu ásamt mökum. Það var vel mætt en Hafsteinn, Grétar og Hrönn komu ekki. Bíllinn okkar var í andlits-aðgerð svo við vorum samferða Jónu.

Bústaðaferð 26.6.2009Fólk dreif á staðinn um kvöldmat... sumir lentu í smá villu á leiðinni... og sannaðist þá gamla sjónvarpsauglýsingin... Nú er gott að hafa GSM...

Við grilluðum undir góðri músík og við stelpurnar skáluðum í ekta Margarítu... með saltrönd á staupinu, klaka og lime... Úaaaa

Enginn var með gítar... en þeim mun meira var kjaftað saman. Lolla var með hjólhýsi en Gyða og Erna með fellihýsi... Við Lúlli, Ragnar, Sverrir og Jóna sváfum í bústaðnum.
Sverrir og Erna komu með fjórhjólin sín... Veðrið var æðislega gott, þó að auðvitað kólnaði þegar kvöldaði... að við sátum úti fram á rauða nótt.


Logan til Hagerstown???

Við förum í dag frá Logan og sennilega til Hagerstown... við verðum sennilega netlaus í nokkra daga. Þannig að sms kæmi að gangi til að senda skilaboð Woundering

Þjórsárbakki

Þjórsárbakki 9.6.2009
Haraldur hringdi í gær og bauð okkur austur... ég hafði aldrei komið í bústaðinn og við þáðum boðið með þökkum Smile

Hvað eigum við að koma með með okkur... spurði Lúlli... sængurföt eða eitthvað... Haraldur þvertók fyrir að við kæmum með ,,nokkuð með okkur"... sagði svo: ,,bara föt"!!! ... Hjúkk maður, að við fengum að vera í fötum... annars hefðum við þurft að veita áfallahjálp alla leiðina Crying

Þjórsárbakki 9.6.2009Við vorum klst að renna austur... VÁ... hvílík höll
Sko ekkert smá slot Whistling

Við borðuðum hvílíkt góðan skötusel í kvöldmat, fengum okkur rauðvín og bjór og svo var farið í heita pottinn, sem er glænýr... svo enduðu allir á náttfötunum á eftir. Frábært.

Þjórsárbakki 9.6.2009Veðrið var rosalega gott. Landið er rennislétt þarna og gott útsýni yfir allt. Við reiðhöllina voru reiðhestarnir og merar bæði nýkastaðar og fylfullar í næsta hólfi.   

Við fórum svo heim um hádegið í dag, svo hjónin fái nú einhvern vinnufrið. Þó mikið sé búið, er enn margt eftir að gera...


Drengur nefndur Matthías Daði

Matthías Daði 7.6.2009          Heart Kissing Heart
Fjölskyldurnar hittust á Vellinum í nafnaveislu yngsta fjölskyldumeðlimarins. Drengurinn hefur fengið nafnið Matthías Daði... fallegt en ekki í höfuðið á neinum

Sá stutti svaf af sér veisluna... kökurnar og kaffið... en við hin vorum glaðvakandi. 

Systurnar 7.6.2009 Hann er óvenju ríkur drengurinn, því í veisluna mættu 3 langömmur og 2 langafar auk tveggja ömmu og afa-setta. Síðan mættu systkini foreldranna með börnin sín. 


Til hamingju með daginn sjómenn

Hvað er að gerast... Það lítur út fyrir besta veður í dag, í minningunni hefur sjómannadagurinn verið dagurinn þar sem rokið og rigningin hefur verið ráðandi. En í dag verðum við blessuð með þessu dásemdarveðri en það skiptir svo miklu máli fyrir útihátíðarhöld.

Til hamingju með daginn sjómenn.


2 fataskápar - fást gefins

Við viljum gefa 2 fataskápa gegn því að þeir verði sóttir sem fyrst. Skáparnir eru báðir eins... ljósir, viðarlitaðir, 1 meter á breidd, 51 cm d og 209 cm á hæð. Efst er heil hilla en neðri hlutinn skiptist í 2 helminga. Annar helm. er fyrir hangandi föt en hinum megin eru 3 hillur og 3 skúffur.

Uppl. sími 555-3880 eða 695-4687


Tiltekt :)

Það er fljótt að vefja upp á sig þegar á að ,,hagræða hlutum" á heimilinu. Heimasætan flutti í apríl og þá var herbergið hennar málað og sonurinn flutti rúmið sitt yfir.

Nú þarf að flytja þá hluti yfir sem hann ætlar að hafa í nýja herberginu, restinni þarf að koma fyrir í geymslunum... sem eru yfirfullar.
Þegar það á að endurraða og hagræða þarf helst að taka allt út og raða aftur. Ég var í því í dag, reif nær allt út úr báðum geymslunum... tölvurnar hans voru teknar niður og við bárum rekkann inn í geymsluna og ég byrjaði að raða inn í báðar geymslurnar aftur... það gengur bara vel Joyful 

Ég skrapp í Ikea í dag og keypti bókahillu og lítinn fataskáp... það fylgir í hagræðingunni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband