Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
10.9.2009 | 22:48
Einu sinni reykti ég...
Við vitum að alls kyns sjúkdómar fylgja reykingum, en það eru etv færri sem vita að á hverju ári missa einhverjir fæturna vegna reykinga... já, það þarf að taka af þeim fæturna við hné því æðarnar þrengjast og það kemur drep.
Einu sinni reykti ég... og ef ég hefði alltaf keypt mér 1 pakka í einu, þá hefði ég sagt að ég reykti 1 pakka á dag... en ég keypti alltaf karton og reykti það á 1 viku... það gerir 1 og hálfan pakka á dag.
Ég held að ef fólk sem reykir keypti alltaf karton, þá yrði því frekar ljóst hvað það reykir í raun mikið og hvað þetta er rosalega dýrt.
Ég notaði engin hjálpartæki (plástra eða tyggjó) við að hætta en það sem hjálpaði mér mest þegar löngunin helltist yfir mig, var að drekka glas af köldu vatni... ótrúlegt en satt... og kannski virkar það vel fyrir fleiri. Ég er því hjartanlega sammála að tóbak verði tekið úr almennri sölu.
Tóbak verði tekið úr almennri sölu
Reykingar fella fleiri en slys
Miklu færri hjartatilfelli í kjölfar reykbanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 11.9.2009 kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2009 | 19:45
Ljósanótt á morgun
Það verður bara gaman að fara suður með sjó... svona einu sinni án þess að hlaupa... Ég lenti í leiðindaveðri þarna í hálfa-maraþoninu í fyrra... nú ætla ég ekki að hlaupa, bara njóta.
Edda systir er með sýningu á Hafnargötu 20... maður kíkir þar inn eins og á aðra staði og hlustar á hljómsveitirnar, svo ætlum við að borða kjötsúpu og horfa á flugeldasýninguna.
Þetta verður bara snilld.
1.9.2009 | 23:40
Fyrsti skóladagurinn
Ég verð í 3 fögum í haust, Trúarlífssálarfræði, kirkjufræði og Spámönnum GT... aðallega Jesaja þ.e. köflum 40-66.
Það verður auðvelt fyrir mig að muna í hvaða stofu ég á að vera... sama stofan í öllum fögum - stofa 229 (V) Ég mætti í Spámennina í dag og ég var ekki búin að gleyma öllu !!! ... ég mundi meðal annars eftir að koma með millistykki svo maður dagi ekki uppi með rafmagnslausa tölvu.
... Ég á frí á fimmtudögum og ég ætla ekki að kvarta undan frídegi - hefði bara verið þægilegra að hann væri á föstudegi... þá er auðveldara að skreppa í helgarferð
27.8.2009 | 20:38
Stutt í berjamó :)
Ég skellti mér í berjamó... og hef aldrei verið eins fljót að tína ber... týndi 2 stórar dollur úr úr ísskápnum hjá Eddu og Emil... sá engan rjóma þar svo ég varð að kaupa hann.
Við vorum næstum eins fljót að borða berin eins og að tína þau... Þetta er svo gott... vanilluís neðst, svo hrúga af bláberjum með sykri og svo rjómi í toppinn...
Svo er maður steinhissa á aukakílóunum
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2009 | 19:46
Ferð í Selvoginn
Við fengum lánað hjólhýsið hjá Jónu og tjaldvagninn hjá Eddu og Emil í gær... Síðan var rennt í Selvoginn, Helga, Harpa og fjölskyldur komu líka. Við vorum 11 samtals.
Það fór virkilega vel um okkur - munur að enginn þurfti að vera í tjaldi.
Við fórum í stutta fjöruferð í gær... og lannnnnnnnga í dag.
Veðrið lék við okkur, sól en aðeins vindur... við grilluðum og spiluðum á spil í gær og var aðalspilið Bullshit... bein þýðing... nautasparð... en ,,Gengið"... þ.e. Dollarinn, Líran og Evran... hugðust ganga til Þorlákshafnar eftir fjörunni... í dag :)
Þegar við fórum að sjá í hús í Þorlákshöfn ?? - nenntum við ekki lengra og snérum við... í allt vorum við 4 tíma á gangi - löngu orðnar vatnslausar og að drepast úr hungri.
Við létum því VÍKINGASVEITINA koma með kók og súkkulaði út að vitanum og fengum far til baka. Þá var gott að hafa GSM.
Stelpunum fannst fjaran ekkkkki spennnnnandi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2009 | 18:49
Þetta GENGUR ekki !
Gengið verður að taka til ,,fótanna" nú um helgina... Bara til að æsa liðið upp, þá skelli ég inn þessari gömlu mynd... hún er tekin um 1962 eða ´63.
Þarna er ótvírætt sönnunargagn fyrir fyrstu Esjuferðinni minni ... ,,snemma beygju foreldrarnir krókinn"
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 22:51
Afmæli Bíðara nr 1 (25.7)
Enn þarf Bíðari nr 1 að bíða... Hann kvartaði yfir að fá ekki afmæliskveðju. Það fórst fyrir vegna þess að á afmælisdeginum hans (laugardeginum 25. júlí) keyrðum við vestur á Snorrastaði á Snæfellsnesi í fimmtugsafmæli Magga.
Aðstaðan á Snorrastöðum var öll til fyrirmyndar... og veislugestir yfir 100 manns. Flestir gestanna höfðu komið á föstudeginum... veislan tókst mjög vel, veitingar og skemmtiatriði frábær. Við lögðum af stað heim kl 12:30 og komum heim um kl 2 um nóttina... og þá var ekki farið í tölvuna til að skrifa loksins afmæliskveðjuna...
Seint koma sumar kveðjur en koma þó!!!
INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN LÚLLI MINN
24.7.2009 | 16:37
Ísak Lúther 13 ára
Vá hvað tíminn flýgur... hann er orðinn 13 ára
Hetjan gekk á Esjuna um daginn, þá var þessi mynd tekin. Frá Steini og upp á topp fengum við þoku og kulda... og sannaðist að ,,það er kalt á toppnum"
Innilega til hamingju með daginn elsku strákurinn okkar...
Óskum þér gæfu og gengis og skemmtunar í kvöld, en við vitum að í kvöld verður mynda-dekurkvöld með pizzu og nammi
22.7.2009 | 22:59
Hvernig er ,,Gengið" ?
Evran hafði áhyggjur af því í dag að Fimmvörðuháls væri kannski of áhættusamur í sumar... það eru jarðhræringar undir Eyjafjallajökli.
Ég er sammála... það er óþarfi að velja gönguleið með titringi !!!
Í þessum skrifuðu orðum flýgur þyrlan stöðugt yfir með sjó til að slökkva sinueld milli Helgafells og Valabóls... er ekki bara tilvalið að skreppa á Keili - Ég er til á föstudag - hvað með ykkur?
19.7.2009 | 19:18
Dætradagur í dag
Við heimsóttum dæturnar allar þrjár eh í dag. Keyrðum suðureftir, byrjuðum í Vogunum hjá Hörpu, Óla og sonum. Þaðan fórum við til Lovísu og Gunna... en prinsinn á heimilinu er 2ja mán í dag... og enduðum hjá Helgu, Týra og Tinnu.
Helga var akkúrat að leggja sig og eina sem við hittum ekki... Týri gaf okkur kaffi í staðinn ;)
Það verður að hafa fleiri svona daga
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bloggvinir
Af mbl.is
Viðskipti
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur