Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
6.10.2010 | 19:18
BROSA :)
Þetta var rosalegt, mig hefur aldrei áður kviðið fyrir að fara til tannlæknis. En í morgun mætti ég til að láta taka aðra framtönnina því það var ekki hægt að bjarga henni... Og til að vera ekki með hellisop í brosinu, þá voru augntennurnar og hin framtönnin sorfnar niður. þetta var slys, Matthías litli svaf hjá okkur um daginn og skallaði mig í svefni þannig að tannsetið brotnaði...
Í upphafi var mér bara úthlutað tveim framtönnum í stað fjögurra... galli frá mömmu. Annars hefði þurft að sverfa hliðarframtennurnar niður líka. Nú er ég komin með bráðabirgða-brú sem lítur mjög eðlilega út. BROSA :)
28.9.2010 | 23:25
Spennubreytirinn brann yfir
Þega ég stakk tenginu í samband sló rafmagninu út... ég sló því inn og kveikti á fartölvunni. Netið kom ekki inn svo sonurinn var ónáðaður... Hann tók eftir því að tölvan gekk á batterínu... ég hélt að millistykkið væri ónýtt - ljósið var löngu farið. Svo ég skipti um millistykki... og var búin að vinna allt kvöldið í tölvunni þegar það kom viðvörun - MJÖG lítið rafmagn eftir.
Ég opnaði emailið og sendi mér ritgerðina og glósur allra námsefnanna í tölvupósti... ég rétt slapp áður en hún dó...
Nú vantar mig spennubreyti fyrir HP pavilion 402018-001 :) ef einhver á???
23.8.2010 | 23:06
Skilum lausnum á morgun
Það var lengst að fara og erfiðast að landa þessum. Berghildur og Tinna voru með okkur... leitin tók okkur 6 klst... við rétt náðum að komast í bílinn fyrir myrkur. Þegar heim kom var Lúlli búinn að grilla og við fengum ís og ný-tínd ber í eftirrétt.
Á laugardag var svo Reykjavíkurmaraþon, heilt hjá mér og 10 km hjá Svavari
Í dag, þriðjudag fórum við Tinna að leita að síðustu þrem spjöldunum hennar nr. 23, 24 og 25.
Við vorum bara tvær... Venus kom líka með... leitin tók okkur 5 klst.
Nr 24 vafðist aðeins fyrir okkur, við týndum gönguslóðinni á tímabili og litlar tásur voru orðnar þreyttar... Venusi var skellt í bakpoka og þar sat hann hinn ánægðasti. Tinna var ákveðin í að klára ratleikinn í dag
Tinna hefur verið ótrúlega dugleg, verður 10 ára í des - Nú er hún búin að fylla út alla reitina og á morgun ætlum við að skila lausnunum inn.
Vinir og fjölskylda | Breytt 30.8.2010 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2010 | 23:44
Ratleikurinn í fullum gangi
Við Svavar eigum bara 2 spjöld eftir... ég hef verið að fara í annað og þriðja sinn í leit að hinum spjöldunum og þá með Tinnu og Berghildi. Upp á síðkastið höfum við fléttað berjatínslu og hellaskoðun við ratleikinn - sem gerir þessar ferðir að hreinu ævintýri.
Við fórum ofaní Skátahelli í Heiðmörk en það eru komin yfir 40 ár síðan ég fór fyrst ofaní þennan helli og það er alltaf jafn gaman. Ég man eftir borði í gamla daga... það hafði verið smíðað úr fjölum. Mér finnst leiðinglegt hvað fólk skilur eftir mikið af rusli - alls staðar voru sprittkerti, pokar og fl. Hellirinn er samt spennandi og nú fer ég með barnabörnin ofaní hann
Berjatínslan hefur líka verið frábær - hvílík spretta og berja-hlunkar sem við erum að borða á kvöldin með sykri, ís og þeyttum rjóma... ummmm
10.8.2010 | 16:12
Fimmvörðuháls 9.8.2010
Við reyndum að finna besta daginn - til að fá besta veðrið. Veðrið var gott á Skógum og þar til við komum að nýja hrauninu - þá var mikil uppgufun úr því og þokuslæðingur niður fyrir Moringsheiði.
Við vorum fjögur sem gengum saman, ég, Harpa, Clara og Ágúst. Við Harpa vorum að ganga þessa leið í annað sinn en Clara og Ágúst voru að fara í fyrsta sinn.
Eins og áður, skiptir ÖLLU að hafa góðan bílstjóra og grillara sem bíður eftir manni
Við tókum strax þá ágætu ákvörðun að stoppa og anda aðeins á 3ja km fresti. Okkur sóttist ferðin vel og margir á gönguleiðinni í báðar áttir.
Það var stórkostlegt að sjá hvernig heitt öskulagið hafði formað snjóbreiðurnar upp við jöklana.
Á nýja hrauninu fann maður fyrir hitanum enda brennandi hiti nokkrum sentimetrum undir yfirborðinu og rauk upp úr götum eftir göngustafina.
Það var eins og við værum í öðrum heimi. Talsverð uppgufun og þoka varnaði því að við fengjum gott útsýni yfir Þórsmörkina en við sáum ágætlega nýju fjöllin Magna og Móða og hraunið í kring.
Ég var með Garmin-úrið og mældi leiðina 23,7 km og við vorum 8 tíma og 24 mín. á leiðinni.
Þegar komið var í Bása var grillað í yndislegu veðri, logn og blíða. Ferðin til baka gekk vel - lítið í sprænunum sem þvera veginn uppeftir...
Vinir og fjölskylda | Breytt 12.8.2010 kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2010 | 13:24
Selvogsgata og Leggjarbrjótur
Ég tók Selvogsgötuna á laugardaginn... -kleppur hraðferð- 16 km á 2 tímum og 40 mín... hraðamet hjá mér.
Í gær sunnudag fór ég síðan ,,gæðaferð" á Leggjarbrjót með Hörpu, Svavari, Lovísu og Mílu. Ég mældi leiðina með Garmin-úrinu mínu og mældist leiðin 16,6 km. Við héldum vel áfram en stoppuðum smá stund á 2ja km fresti og tók ferðin 5 tíma og 35 mín
Veðrið var einu orði sagt frábært.
Við Berghildur gengum þessa leið með Ferðafélaginu fyrir nokkrum árum í þoku og mundi ég ekki eftir neinu nema Glym úr þeirri ferð... Þoku-ferð skilur sem sagt ekkert eftir sig - það er svipað og að skilja minniskortið eftir heima
PS. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá Berghildi, þá gengum við saman Leggjarbrjót í júlí 2001
Vinir og fjölskylda | Breytt 20.8.2010 kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2010 | 00:18
Göngum göngum...
GENGIÐ gengur af göflunum. Við Svavar eigum bara eftir að finna 2 spjöld í Ratleik Hafnarfjarðar... Svo við höfum gengið þó nokkuð í sumar. Stundum hafa Harpa og strákarnir verið með okkur.
Við höfum líka gengið á Helgafell og Esjuna... og Selvogsgatan hefur verið fastur liður hjá mér á sumrin. Hún verður farin á morgun og AMK Berghildur ætlar með mér - kannski fleiri
Veðrið á að vera gott svo þetta verður góður dagur
17.7.2010 | 22:35
35 ára brúðkaupsafmæli á toppi Helgafells :)
Við vorum svo blessuð með mætingu fjölskyldunnar og með yndislegu veðri. Næstum allir gátu komið.
Mæting var kl 12 hér heima og keyrt upp í Kaldársel þar sem fyrsta myndin var tekin. Það náðist ekki að hafa ,,fyrir og eftir" myndatöku því sumir fóru ansi hratt inn í bíl eftir fjallið
Afi var elstur, 64 ára eftir nokkra daga og Matthías Daði var yngstur 1 árs í maí.
Við skiptum á okkur birgðunum, það var ekki planið að missa gramm í þessari ferð. Við vorum með birgðir af vatni og gosdrykkjum enda 17 °c og kökur... í gær var bökuð sjónvarpskaka og tvöfaldur skammtur af smákökum
Við stoppuðum aðeins við rætur Helgafells og síðan á ca miðri leið til að skrifa nöfnin okkar í móbergið. Fjallið er ein allsherjar GESTABÓK.
Ferðin upp tók um klukkutíma... á toppnum var ráðist á nestið... enda átti ekki að bera það niður aftur... og svo var myndataka, Berghildur systir var með og tók myndirnar af hópnum. Að sjálfsögðu var skrifað í gestabókina - við fylltum heila síðu
Útsýnið var frábært, og það gerði ekkert til þó það kólnaði aðeins. Við æfðum fjölskylduöskrið - hvað er nú það -
Ég mismælti mig við samhæfinguna og tilkynnti að nú ætluðum við að öskra eins ,,hratt" og við gætum... átti að vera ,,hátt".
Við vorum með 3 hunda og þá kom annað mismæli út af vatnsskálunum... ,,þeir slefa ekki út úr hvor öðrum"
Við heimkomu biðu hægsteikt læri og jökulkalt gos ... og við fengum BIKAR frá Tinnu fyrir 35 árin, þó allir viti að það sé stranglega bannað að gefa okkur gjafir...
Dagurinn heppnaðist í alla staði frábærlega vel og erum við svo sannarlega blessuð að eiga þessa fjölskyldu
TAKK FYRIR OKKUR
12.7.2010 | 23:32
Mikið að gerast í júlí
Við hjónin eigum 35 ára brúðkaupsafmæli næsta laugardag 17.júlí og langar mig til að öll fjölskyldan gangi á Helgafellið upp úr hádegi og drekki með okkur afmæliskaffi á toppnum... Það verður ekki í fyrsta sinn sem við drekkum afmæliskaffi á toppnum því Adam hélt upp á afmæli sitt á toppnum fyrir nokkrum árum.
Þetta á eftir að vera frábært
Afmælisbörn mánaðarins eru:
Ísak Lúther Ólafsson verður 14 ára 24.júlí
afi sjóræningi..... verður 64 ára 25.júlí
Hamingjuóskir til ykkar nafnanna
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2010 | 19:39
Ratleikur Hafnarfjarðar
Undanfarinn mánuð hef ég tekið þátt í ratleiknum með börnum, barnabörnum og hundum. Þemað er hleðslur, skotvirki og fl. Við höfum plampað um hraun og annað ósléttlendi... Litlir fætur eru oft mjög þreyttir á kvöldin. Aðalmálið er að finna spjaldið og... nestið.
Okkur hefur gengið ágætlega að finna spjöldin...
... enn sem komið er höfum við aðeins einu sinni þurft að hætta leitinni... eða fresta þar til síðar.
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007