Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Humble Texas til Port Allen Louisiana

G  L E Ð I L E G T   Á R

Internetið var lagað eftir jólin á Áttunni í Humble og við vorum í betra sambandi við alla. Maraþonið á Nýjársdag (í gær) gekk vel og verðlaunapeningurin hreint ótrúlega flottur. Við vorum búin að pakka í tvær töskur og við hentum því síðasta niður í morgun. Við höfum verið hérna í tvær vikur. Nú förum við til Port Allen LA og þaðan til Jackson Mississippi.

Við vorum lögð af stað til Port Allen LA fyrir hálf átta í morgun, leiðin var 248 mílur og við stoppuðum tvisvar á leiðinni til að teygja úr okkur. Við vorum komin þangað um kl 2 eh. og þá nennti maður engu - bara slappað af.

Super 8 -Port Allen
821 Lobdell Highway, Port Allen, LA 70767
PH: 225-381-9134 room 155  


Denver Colorado

Við sitjum í betri stofu UNITED í Terminal B... á Denver International Airport... Við þurftum að skila bílnum snemma, upp úr hádegi og því höfðum við góðan tíma til að fara í betri stofuna... En fyrir þá sem hafa skamman tíma er betra að sleppa því. 

Stofan er svolítið útúr fyrir Icelandair farþega. Við þurfum að fara með lest yfir í Terminal A þaðan sem við förum um borð. Hér er enginn matur, bara snakk, kaffi og hægt að fá suma drykki frítt. Þeir sem ætla að stoppa hérna til að borða fyrir flugið... geta því líka sleppt að koma.

En hér er hægt að fara á netið :)


Guð minn góður...

Flugið til Las Vegas tók um 2 tíma, lent kl 23 og við vissum að Enterprise lokaði kl 23:30. ég hafði verið í tölvupóstsambandi við þá og þeir bentu mér á að hlaupa að lestinni sem flytur mann í töskusalinn og þaðan út í strætó til að komast á leiguna. Við ákváðum að Lúlli biði eftir töskunum og ég sækti bílinn á meðan.

Það var ómögulegt að reikna út hvað það var löng keyrsla að leigunni, en bílinn fékk ég og þá byrjaði ballið... Lúlli hafði endilega viljað að við færum með nýja Garmininn hennar Helgu (ég skipti á síðustu stundu áður en við fórum) en þegar ég stillti hann inn, var ekkert leitarkerfi í honum, aðalgöturnar komu upp og stundum var bílinn ekki á götunni. Það var engu líkara en Íslandskortið hafi ýtt því Ameríska út... Nú var úr vöndu að ráða.

Myrkrið er verst þegar maður veit ekkert hvar maður er... ég fór margar villur og spurði til vegar. Loks komst ég á flugvöllinn en kannaðist þá ekkert við þetta svæði sem var þó merkt Terminal 1... ég hringsólaði á ,,passenger pick up”... Allir virtust vera farnir og fólkið að fara út vinnunni. Loks lagði ég bílnum og fór inn að leita, búin að kalla um allt fyrir utan. Fann manninn sofandi inni, búinn að bjarga léttvíninu mínu.

 Þá var að finna hótelið... við rötuðum rétta leið út af flugvellinum fyrir Guðs hjálp (eins og þangað) og á Las Vegas Blvd... en hótelið var svo nýtt að það var varla merkt. Það endaði með að ég fékk hjálp lögreglu sem var að taka bensín.

Við skráðum okkur inn og kl var 3:20 á staðartíma þegar ég fór loks gersamlega uppgefin að sofa.

....................................
Ég var vöknuð um 6 en dormaði til kl 8... Þá fórum við út í morgunmat og fyrsta stoppustaður var síðan BEST BUY... og þar gat strákurinn bjargað okkur... Restore settings... og Ameríka var fundin í annað sinn... Guð minn góður hvað ég var fegin. 

Við heimsóttum Lilju og Joe, skoðuðum Hoover Dam og nýju brúna og sóittum gögnin fyrir halupið á morgun. Nú er ég að fara að hvíla mig, enda nær ósofin eftir allt þetta flug og stressið í kringum Garmin.

Continental Suites, (allt ný uppgert og mjög snyrtilegt)
1213 S. Las Vegas Blvd.,
Las Vegas  NV 89104
phone 702 331 0545


IN´N´OUT of America

Þetta var söguleg ferð. Í fyrsta lagi varð ég að kíkja á flugmiðann til að vita hvert ég var að fara.
Ég lenti í Boston og hélt áfram ferðinni til N-Carolina daginn eftir. Flugið með Delta til Raleigh var stutt sem betur fer ,,flugan" var svo lítil að flugvélatöskur voru teknar af manni við innganginn, maður þurfti að bakka, með allt niðri um sig inn á klósettið og var í algjöru krumpi þar inni.

Í Raleigh var þægilegt að vera, ekki flókið vegakerfi.. og stutt á hótelið, búðirnar í næstu götu og stutt í hlaupið.

Ég komst að því að þessi ferð var hámarkið í kæruleysi, því ég hafði gleymt að prenta út ferðaáætlunina... langt frá því að ég hafði pantað allt og mundi ekki neitt Blush

Það kórónaði svo vesenið að ég tímdi ekki að borga $8 á dag fyrir netið... enda var ferðin stutt og ég áætlaði að vera sem minnst á hótelinu. Eins og venjulega er Best Buy besti kosturinn til að komast á netið, senda sms á ja.is, blogga og fl, en þar er ekki hægt að senda email. Þar skrifaði ég niður heimilisfangið til að komast í maraþon-expoið.

Ferðin bar nafn með rentu IN´N´OUT of America... enda stysta ferð sem ég hef farið. Maraþonið gekk ágætlega og ég gat verslað eitthvað... svo var ég komin heim áður en ég vissi af.


Fyrsti skóladagurinn

Ég verð í 3 fögum í haust, Trúarlífssálarfræði, kirkjufræði og Spámönnum GT... aðallega Jesaja þ.e. köflum 40-66.

Það verður auðvelt fyrir mig að muna í hvaða stofu ég á að vera... sama stofan í öllum fögum - stofa 229 (V) Ég mætti í Spámennina í dag og ég var ekki búin að gleyma öllu !!! W00t... ég mundi meðal annars eftir að koma með millistykki svo maður dagi ekki uppi með rafmagnslausa tölvu. 
Grin... Ég á frí á fimmtudögum og ég ætla ekki að kvarta undan frídegi - hefði bara verið þægilegra að hann væri á föstudegi... þá er auðveldara að skreppa í helgarferð Wink


Tiltekt :)

Það er fljótt að vefja upp á sig þegar á að ,,hagræða hlutum" á heimilinu. Heimasætan flutti í apríl og þá var herbergið hennar málað og sonurinn flutti rúmið sitt yfir.

Nú þarf að flytja þá hluti yfir sem hann ætlar að hafa í nýja herberginu, restinni þarf að koma fyrir í geymslunum... sem eru yfirfullar.
Þegar það á að endurraða og hagræða þarf helst að taka allt út og raða aftur. Ég var í því í dag, reif nær allt út úr báðum geymslunum... tölvurnar hans voru teknar niður og við bárum rekkann inn í geymsluna og ég byrjaði að raða inn í báðar geymslurnar aftur... það gengur bara vel Joyful 

Ég skrapp í Ikea í dag og keypti bókahillu og lítinn fataskáp... það fylgir í hagræðingunni.


Verð að vera með netið

Hljóp maraþonið í morgun, gekk bara ágætlega. Þegar ég kom til baka ætlaði ég auðvitað á netið... en tengingin virkaði ekki... svo það var ekki annað að gera en að kvarta. Þegar ég kom með tölvuna niður í lobbý-ið virkaði það.

Kom þá upp úr kafinu að það hafði verið tómt vesen með netið á 6.hæð... Nú er ég á 2.hæð - herbergi 209... því ekki get ég netlaus verið Wink


Virginia Beach

Ég lagði af stað kl 8 í morgun og var 3 og 1/2 tíma á leiðinni (217 mílur), keyrði suður 95 mesta allan tímann, en svo 64 E... tveggja akgreina sveitaveg, með 65 hámarkshraða... það keyrðu allir samt á 80.

Hótelið er á besta stað fyrir mig, göngufæri ca hálf míla á startið og styttra í markið, þannig að ég þarf ekki að pæla í bílastæði á morgun, enda er gert ráð fyrir þeim lengra í burtu.  ég fór á expo-ið, það var glæsilegt hjá svona litlu hlaupi... nóg til sölu en mig vantaði ekkert. ég var í klst. brasi við netið, ætlaði aldrei að komast inn, ég hafði nefnilega asnast til að uppfæra msn-ið og ég verð að henda því út aftur, tölvan er skelfing á eftir... svo ég lét þetta eiga sig og fór út eh.

Ég skrapp í Target, og fékk mér að borða. Ætla að taka saman hlaupadótið og fara snemma að sofa.

Super 8 Virginia Beach/At The Ocean
2604 Atlantic Ave,  Virginia Beach, VA 23451 US
Phone: 757-425-5971  Room 608 


Athyglisvert!

Mér finnst þessi grein Bubba sérstaklega athyglisverð... þar sem það er lokað fyrir Istorrent.

Ekki veit ég hvaða tekjur Bubbi gefur upp til skatts... það væri fróðlegt að tékka á því hjá tónlistarmönnum almennt, hvaða tekjur þeir gáfu upp árin fyrir lokun Istorrent og svo árið sem hefur verið lokað...


mbl.is Bubbi hótar að hætta útgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband