Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Búin að skila :o)

Joyful  Joyful  Joyful
Kl. 11:25 að staðartíma afhenti ég Dr. Gunnlaugi A Jónssyni BA-ritgerðina mína.  Þetta er mikill áfangi fyrir mig.  Ritgerðin ber nafnið :

 

   Ísrael       


Hver er sagan og merkingin
bakvið nafnið í Biblíunni og hver er merkingin í hugum manna í dag?

Margra mánaða vinna er að baki og nú er bara að bíða og sjá.....  Halo

Slóðin að ritgerðinni: http://hdl.handle.net/1946/3340


Aðeins ein synd...

Hvað höfum oft heyrt að trúin er allt sem þarf? Við viljum trúa þessu - en trúum við því í raun og veru? Manneskjan á nefnilega frekar til að flækja málin en einfalda.... oft í góðri trú.

Kirkjuleiðtogar hafa í gegnum tíðina endalaust flækt líf fólks með því að gera bókstaflega allt að synd, jafnvel þó Jesús hafi komið og boðað lausn frá erfikenningunum sem þjáðu menn þá, þá lifir þessi hugsun enn...

Jesús sagði í Jóh 16:9 ,,syndin er, að þeir trúðu ekki á mig" ..... mjög einfalt ekki satt!

Það er trúin sem frelsar okkur... ekki verkin.

Móse fór tvisvar upp á fjallið til að sækja boðorðin. Fræðimenn sem rannsaka forna texta hafa oft furðað sig á hvers vegna hann fór með tvær steintöflur, þegar ein hefði auðveldlega dugað.
Hinar gömlu Misna-bækur gyðinga svara þessari spurningu... ástæðan var að önnur taflan varðaði sambandið við Guð en hin varðaði sambandið milli manna.
 
Brot á sambandinu við Guð - var synd... brot á sambandinu milli manna, voru afbrot sem var hegnt fyrir á staðnum eða í jarðlífinu... þessi afbrot eru ekki synd.

Siðbótamaðurinn Marteinn Lúther ávítaði kirkjuna fyrir að gera öll boðorðin að synd... hann skipti þeim í tvo flokka eins og Misna-bækur gyðinga.  Skiptingin er fyrir framan hvíldardagsboðorðið því hvíldardagurinn var gerður mannsins vegna.

Fyrri hluti boðorðanna varðar sambandið við Guð... sbr. orð Jesú : syndin er að þeir trúðu ekki á mig.... en seinni hlutinn varðar dagleg samskipti manna og brot á þeim varðar í flestum tilfellum landslög. Þau brot eru ekki synd. 
Biblían segir að við séum undir náð, ekkert sem við gerum -annað en að trúa á Jesú- getur bjargað okkur.

Nú vitum við öll að það er erfiðast af öllu að fá fólk til að skipta um skoðun.... Það var líka þannig á dögum Jesú, það varð að blinda Pál postula (post 9:8) svo hann fengi nýja sýn.... og gera Sakaría föður Jóhannesar skírara mállausan (Lúk 1:20) svo hann gæti sagt frá...

En það hlýtur að vera léttir fyrir okkur.... að trúa því að, allt sem þarf er að trúa...
allt annað sem við gerum af góðum verkum - fær okkur til að líða betur og vera sáttari við sjálf okkur.


Biblían bjargar!

Síðan ég varð nemi í guðfræði, breyttist skoðun mín þá því sem fólk kallar ,,öfgatrú" einhvers.... oftast hangir annað orð við sem tilgreinir hvaða trú, öfgarnar eiga við. 

Hver á meta hvað eru öfgar? 
Kristinn maður lætur ekki múslima rakka niður trú sína eða öfugt... við stöndum öll á okkar en af mismiklum eldmóði. Sá sem er trúlaus, vill fá að vera trúlaus, sá sem er heittrúaður, vill fá að vera heittrúaður. Það eru hinir hlutlausu og volgu sem sveiflast á milli, skipta oftar um skoðun en föt.

En óháð trúmálum.... allt sem við samþykkjum ekki sjálf eða fer upp fyrir þau mörk sem við höfum sett - köllum við öfgar... Svo reynum við að fara þennan gullna meðalveg....
En það er erfitt að vera á miðjunni - og má segja að við séum í raun aldrei á miðjunni, því við sveiflumst stöðugt til beggja hliða.

En hver skilgreinir hvað er á miðjunni... og eðlilegt á hverjum stað í heiminum ?
Eru það samfélagsaðstæður sem hafa verið þúsund ár í mótun eða er það ,,gests-augað"...  hinn óboðni gestur sem kemur og breytir einhverju .... eða er það einhver utanaðkomandi hagsmunaaðili?   Er þá hægt að færa þessa miðju til ? Og er þá það sem er eðlilegt - alltaf að breytast ?

Og á meðan ég var að skrifa þetta datt mér í hug þessi brandari.....

Á 19.öld komu menn á land í fjarlægri og frumstæðri ónefndri eyju. Eyjarskeggjar, fremur ófrýnilegir taka á móti þeim við ströndina og spyrja hvað þeir vilji.  Sæfararnir vildu selja þeim vopn fyrir gull, perlur og aðra dýrgripi og spyrja um leið hvort eyjan sé oft heimsótt af sæförum. 

Höfðinginn svarar: Það komu menn fyrir nokkrum árum og gáfu okkur þessa bók.... og hann rétti þeim Biblíuna..... Skipstjórinn fussaði og sveiaði.... og sagði að það væri bara bull og vitleysa sem stæði í henni... Þessi bók hefur ekki bjargað neinum sagði hann.....

Það er nú einmitt vegna þessarar bókar, sem við erum ekki búnir að éta ykkur.... sagði höfðinginn.


Little Rock, Arkansas

Það er svo margt sem við getum ekki útskýrt.  En það ótrúlega gerðist í dag. 

Ein af okkar föstu búðum í USA er The Family Christian Store.
Tveim vikum áður en við fórum að heiman sendi ég email til þeirra og pantaði hjá þeim sérstakar bækur, var mér mikið í mun að fá Gamla Testamentið á frummálinu... hebresku. 

Ég var búin að leita í öllum bókabúðum síðast þegar við vorum úti en enginn átti hana á lager.
Pöntunartími var yfirleitt 5-10 virkir dagar en allt upp í 3 vikur. 
Ég sem sagt pantaði hana í emailinu og bað um að bókin yrði í búðinni þeirra í Little Rock..... ég fékk aldrei svar frá þeim, en ákvað samt að fara þangað í dag.

Núna getum við ekki verið á ,,garmsins” svo nafnið á búðinni var stimplað inn og brennt af stað, það voru 11 mílur þangað og garmurinn leiðbeindi. 
Rétt áður en við áttum að koma að búðinni sáum við aðra kristilega búð LifeWay Christian Store.  Eins og stundum hefur komið fyrir áður, var okkar búð hætt, svo við fórum í hina. 
Okkur er strax boðin aðstoð og ég rétti manninum útprentaða auglýsingu fyrir bókina, Gt á hebresku og það datt af honum andlitið.  Honum hafði dottið í hugað panta eina bók fyrir einhverjum tíma og hafði sett hana í hilluna fyrir klst.

Og við vorum ekki einu sinni í réttri búð.   Halo

Regnboginn

Ég byrjaði að mála aftur á föstudaginn og þegar ég var að velja litina sem ég var að mála með, rifjaðist upp atvik úr síðustu utanlandsferð.  Edda sagði... þú verður að blogga þessu á netið...

Við vorum semsagt í Californíu og Arizona í 3 vikur núna eftir jólin. 
Að venju fórum við í the Crystal Cathedral en þar er alltaf glæsileg jóladagskrá og sviðið skreytt þannig að það er eins og maður færist 2000 ár aftur í tímann.

Við hittum líka Hafdísi frænku í hennar kirkju í Rolling Hills.  Samkomum Aðventista er skipt niður í Lexíu og samkomu sem innifelur barnasögu.
Konan sem sagði börnunum söguna, safnaði þeim upp að sviðinu, hún sjálf var með hátalara svo salurinn heyrði það sem hún sagði þeim.  Við sátum aftast og heyrðum lítið í börnunum.

Konan var að kenna þeim nauðsyn þess að borða allskonar grænmeti og ávexti til að fá öll vítamínin.  Litirnir voru þeim til leiðbeiningar um að ,,borða allan regnbogann" 
Þið verðið að borða alla liti á hverjum degi ..... sagði hún, svo kom smá þögn.....

Nei...... ég er ekki að meina ,,Skittles"

Skittles


« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband