Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Lúk 15:11-32... Týndi sonurinn

Það er orðið nokkuð langt síðan ég hef bloggað um trúmál en nú er það að gerast. Á laugardagsmorguninn síðasta hjóluðum við hjónin í bröns í Ikea og þaðan í Loftsalinn, á samkomu. Lexían, eftir samkomuna var um ,,týnda soninn" sem ég hef að mig minnir fjallað um oftar en einu sinni í prédikun. sjónarhorn allra var afar venjulegt... sem sagt faðirinn í hlutverki Guðs sem fyrirgaf týnda syninum allt er hann snéri heim... og án nokkurrar ásökunar eða spurninga og svo reiði sonarins sem var alltaf heima.

Mitt innlegg í umræðuna (sjónarhorn sem laust niður á staðnum) var að það mætti sjá föðurinn sem kirkjuna (stofnunina/söfnuðinn)... synirnir tveir eru þeir tveir vegir sem við höfum að velja - að ganga með Guði eða að hafna honum og fara út í heiminn. Kirkjan (söfnuðurinn) á að taka vel á móti þeim sem snýr til baka en þeir sem aldrei fóru burt eiga oft mjög erfitt með að meta þá sem jafningja sem snúa aftur.

Sálmur1:1 - Sæll er sá sem eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur götur syndara... og vers 4, óguðlegum farnast á annan veg, þeir hrekjast sem hismi í stormi... vers 6b, vegur óguðlegra endar í vegleysu.

Sé sagan túlkuð sem val um tvær leiðir, er arfurinn sem sonurinn sóaði, blessanir sem hann var aðnjótandi í lifandi orði en þær hurfu er hann hætti að treysta Guði og fjarlægðist hann. Önnur trúarbrögð svöluðu ekki hungri hans og þegar hann áttaði sig á því vildi hann, fullur iðrunar og með lágt sjálfsmat, snúa heim.

Sonurinn sem var heima, lifði í allsnægtum, át af alikálfinum alla daga án þess að taka eftir því eða vera þakklátur... fannst hann etv hafa unnið fyrir því sem hann naut og eiga það skilið, hann sá ekki að hann hafði allt. Hann taldi sig meiri en þann sem snéri heim... sem minnir mann eilítið á söguna um faríseann og tollheimtumanninn.


Æðruleysisbænin

Í haust var ég byrjuð að skrifa ritgerð um Niebuhr... en skipti honum svo út fyrir annan kall ;) Niebuhr samdi æðruleysisbænina sem flestir kunna bara helminginn af, öll er bænin svona:

Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli,
þolinmæði við hluti sem taka tíma,
Þakklæti fyrir það sem ég hef,
viðþol við ströggli annarra,
frelsi til að lifa án takmarkana fortíðar minnar,
hæfileika til að þekkja ást þína til mín og ást mína til annarra og
kraft til að standa upp og reyna aftur þó það virðist vonlaust.


Gleðilegt ár 2011

*★Gleðilegt ár kæra fjölskylda, ættingjar og vinir ★* 。 • ˚ ˚ ˛ ˚ ˛ •
。★Takk fyrir allt gamalt og gott ★ 。* 。° 。★° ˛˚˛ * *。★° 。*˚。★°  ° 。★° ˛˚˛ ˚ ★˛ •˛˚ ★*。˚• ˚ ˛˚ ★˛ •˛˚ ★*。˚• ˚*。 ˚  。★° ˛˚˛ ˚ ★˛*。˛ ˛• ˚˛• ˚ ˚ ˛* *。* ˛• ˚* *。* ˛ 。★° ˛˚˛ ˚ ★

*★* ★★★★ 2011 ★★★★*★* ˛.*.★*.˛* .˛。*.★.*˛.¨*.★.★.*˛.¨*.
˛  _██_*.。*./ \ .˛* .˛。.˛ ★GLEÐILEGT ÁR ★★ FELIZ AñO NUEVO ★
˛. (´• ̮•)*.。*/♫.♫\*˛.* ˛_Π_♥HAPPY NEW YEAR  GOTT NYTT ÅR
. ( . • . ) ˛./• '♫ ' \.˛*./______/~\*. ˛*.。˛*★* ˛.*.★*.˛* .*˛.★.*˛.¨*.
*(...'•'.. ) *˛╬╬╬╬╬˛ |田田 |門 ╬╬╬╬╬*˚.˛..★..*.*★*.★.★.*˛.¨*.


Gleðileg Jól

 *★Gleðileg jól ★* 。 • ˚ ˚ ˛ ˚ ˛ •
。★gott og farsælt komandi ár ★ 。* 。

° 。 ° ˛˚˛ * _Π_____*。*˚
˚ ˛ •˛•˚ */______/~
\。˚ ˚ ˛
˚ ˛ •˛• ˚
|田田|門| •˚ *★
Gleðileg jól kæru ættingjar og vinir, hafið það sem allra best um jólahátíðina *


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Síðasta vikan í skólanum

Tíminn flýgur... síðasta vikan í skólanum og allt á fullu. Pinch
Ég fékk heimapróf í Stefi í guðfræði Nt, opinberunarritum, á kl 5 á föstudag og er búin að vera límd við tölvuna til að svara því. Prófið er 5 spurningar. Sú fyrsta í 10 liðum, ca 100 orð á hvern lið. Hverri spurningu á að svara í uþb 1000 orðum. W00t  
Ég er búin með fyrstu og hálfnuð með aðra.
Hvílík vinna... en þetta verður að hafast eins og annað Whistling

Vorum að klára að pakka

Ég mætti í Ásvallakirkju kl 9 í kvöld til að klára að pakka niður í skókassana... þetta verkefni er yndislega gefandi. Í mörg ár erum við hjónin búin að horfa á dvd diskana okkar sem sýnir þegar Franklin Graham stofnandi þessa verkefnis sem heitir "Operation Christmas Child" á ensku, afhendir skókassa til munaðarlausra og veikra barna í Afríku...

Við höfum verið í Usa í okóber síðustu 10 ár og höfum alltaf misst af því að taka þátt og það verður að viðurkennast að verkefnið er ekki mikið auglýst... EN NÚ gerðist það. Við vorum með og það er góð tilfinning.

Í kassana fóru ýmsar hreinlætisvörur, einhverjar flíkur, smá nammi og Guðs blessun til viðtakandans. 


Jól í skókassa

Vil minna þá á sem ætla að taka þátt í verkefninu ,,Jól í skókassa" að síðasti móttökudagur hjá KFUM og KFUK við Holtaveg er laugardaginn 6.nóv. milli 11-16 

Allar upplýsingar um verkefnið er að finna á www.skokassar.net  


Endilega að banna trúboð...

Það verður kannski til þess að kristin trú vaxi. Tilhneiging manna er nefnilega að berjast fyrir því að fá að kynnast því sem er bannað. Allir vilja hafa frelsið og geta gengið að hlutunum en sumt verður aldrei eins spennandi og þegar því er haldið frá fólki.

Umræðan virðist snúast meira um hvað foreldrarnir vilja en hvað sé gott eða uppbyggjandi fyrir börnin þeirra. Ef skólarnir ætla að taka upp þessa stefnu, þá verða þeir að huga að fleiru. Nú nýlega frétti ég að því að farið var með barn í rútu án vitundar foreldra þess og ,,óperunni" troðið ofan í kok á barninu... en svona myndi lýsing margra vera á trúboði ,, að trúnni væri troðið ofan í kok" á barni þess. 

Foreldrar hljóta líka að hafa skoðanir á ,,menningar-og listaferðum" skólanna.


mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara gott að Jenis standi á sinni sannfæringu

Hverjum manni leyfist að hafa sína skoðun og fólk á að vita hvar stjórnmálaleiðtogar standa. Auðvitað er afstaða hans blásin út eins og hann hafi framið glæp með sinni afstöðu til samkynhneigðar en þetta er háttur blaðamennskunnar.

Biblían tekur skíra afstöðu til samkynhneigðar karlmanna.
Þetta kemur fram í lögmáli Gt, 3.Mós 18:22... Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð... og í Nt 1.Kor. 5 og 6 er talað um saurlífismenn og kynvillinga og menn eru hvattir til að sitja ekki til borðs með þeim (1.Kor 5:11).

Biblían er mjög karllæg og gerir ekki ráð fyrir að tvær konur hafi áhuga á að ,,liggja saman" eins og það er orðað, þó maður geri ráð fyrir að afstaðan sé sú sama og gagnvart karlmönnum.


mbl.is Danir blása Jenis-málið út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jesaja 40:8

Grasið visnar, blómin fölna en orð Guðs varir að eilífu.

Ég veit ekki hvað ég hef oft lesið eða hlustað á þetta vers og alltaf hefur merkingin ,,orð Guðs varir að eilífu" verið tengd fyrirmælum eða skilaboðum Guðs til okkar í gegnum Biblíuna.

Orðið ,,orð" er eins í eintölu og fleirtölu en sem fyrirmæli eða skilaboð verður versið að vera í fleirtölu - því ekki er eitthvað eitt orð, fyrirmæli eða skilaboð. Í frummálinu er ,,orð Guðs" í eintölu annars myndi versið vera ,,orð Guðs VARA að eilífu" ef orðið ,,orð" væri í fleirtölu. Að auki er ,,orð" þarna með ákv. greini og ætti að vera þýtt ,,orðið"

Jóh.1:1 Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. (2) Hann var í upphafi hjá Guði.

Orðið er Jesús og hann var upphaflega hjá Guði. Þess vegna fannst mér forvitnilegt að kanna notkun orðsins ,,orð" (í et m/ákv.gr.) í Gamla testamentinu.
Það birtist fyrst í 1.Mós 15:1... Eftir þessa atburði kom orð Drottins til Abrams í sýn:,, Óttast þú ekki, Abram, ég er skjöldur þinn, laun þín munu mjög mikil verða"
Orð Drottins kom aftur í sýn í 4 versi...

Hvernig getur ,,orð" komið í sýn... og hvers vegna talar Abram við ,,orð" í sýn... nema ,,orðið" sé Guð. Enda segir í 5.versi að ,,hann" sem getur ekki verið annar en ,,orðið" í sýninni, leiddi Abram út og sagði honum að telja stjörnurnar - svo margir yrðu niðjar hans.

Orð Guðs varir að eilífu - Drottinn er eilífur


Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband