Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.6.2015 | 01:35
Tusayan - Grand Canyon - Williams AZ
7.júní
Við tókum daginn snemma... Dagur 2 í Grand Canyon. Ég hélt í gær að ég hafi snúið kortinu öfugt... en NEI, mín snéri því rétt... Leiðin sem leit út fyrir að vera miklu lengri er í raun styttri. Hún hefur 3 viðkomustaði en það voru sýndar 20 mílur í viðbót sem maður verður að keyra sjálfur. Við ætlum ekki að gera það því við skildum bílinn eftir niðri í bæ.
Upphaflega, þegar ferðin var keypt í ágúst í fyrra, var ætlaði ég að ganga Kaibab trail, en ég er ekki búin að ná mér í fætinum og búin að ákveða að sleppa göngunni. Í dag ákvað ég að fara niður hluta af leiðinni og skoða sem flest í sambandi við gönguna sem ég er ákveðin í að fara í á næsta ári.
Ég gekk niður um 500metra lækkun á The Bright Angel trail sem er endirinn og skoðaði niðurgönguna Kaibab-megin. Þegar við vorum búin að stoppa og mynda á öllum stoppustöðum við gilið, tókum við rútuna í bæinn og keyrðum um 50 mílur til Williams þar sem við gistum í nótt. Williams er sögufrægur bær. Route 66 liggur í gegnum hann og í stórum boga yfir hann stendur Gateway to the Grand Canyon héðan er hægt að taka lest upp í Grand Canyon.
Motel 6 831 West Route 66, Williams (Arizona), AZ 86046, Williams West.
phone: 928-635-9000 room 118
7.6.2015 | 04:03
Las Vegas NV - Tusayan - Grand Canyon AZ
6.júní
Það var ekki morgunmatur á Mardi Gras svo við tékkuðum okkur út um kl.7 og skelltum okkur á buffetið á Palace Station - það er í uppáhaldi hjá okkur. Við vorum búin að borða og lögð af stað til Tusayan AZ kl 8:30. Þetta var löng keyrsla en umferðin var þokkaleg. Við stoppuðum ekkert á leiðinni og komin á hótelið rétt eftir hádegið.
Við gátum keypt okkur passa í þjóðgarðinn í lobby-inu. Við skoðuðum kortið og sáum ferðir í báðar áttir frá bílastæðunum við Grand Canyon og ákváðum að fara styttri leiðina (til vinstri) í dag. Passanum fylgdu fríar rútuferðir á staðinn svo við hoppuðum bara um borð. Þegar við komum upp eftir var okkur rétt nýtt kort og við tókum "vinstri leiðina" þessa styttri.
Kerfið er þannig að maður notar rúturnar á útsýnisstaðina og hoppar af og á eftir eigin vali... við gengum á milli tveggja staða þar sem var stutt. Við vorum mjög heppin með veður - glampandi sól og smá vindur sumstaðar.
Það er EKKI hægt að lýsa Grand Canyon... og myndirnar ná EKKI að segja helminginn. Við vorum hálfnuð með leiðina okkar í dag - þegar við áttuðum okkur á að við vorum að fara lengri hringinn... kortið snéri öfugt við fyrra kortið okkar. haha
Red Feather Lodge,
300 State Route 64, Tusayan (Arizona), AZ 86023,
phone: room:4134
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.6.2015 kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2015 | 04:41
Santa Barbara - Las Vegas
4.júní
Við höfum verið í dekri hjá Jonnu í 3 daga og um, hádegið kom að brottför. Það er alltaf erfitt að kveðja góða vini en hjá því var ekki komist. Takk innilega fyrir okkur Jonna okkar og Matti "bless í bili"
Það eru um 380 mílur til Vegas og við lentum í tveim tímafrekum umferðartöfum á leiðinni og komum ekki til Vegas fyrr en um kl 9 pm. og upp á herbergi hálftíma seinna. Hér verðum við í 2 daga áður en við förum í Grand Canyon.
Mardi Gras Hotel & Casino
3500 Paradise Road Las Vegas NV 89169
phone:702-731-2020 room 2120
http://www.mardigrasinn.com/
1.6.2015 | 15:13
San Diego - Santa Barbara
31.maí
Ég fór um miðja nótt og hljóp. Lúlli varð eftir á hótelinu enda er fyrirkomulagið á hlaupinu þannig að það er best fyrir hann. Síðast þegar ég hljóp hérna vorum við á öðru hóteli hérna í götunni og þá beið Lúlli líka á hótelinu á meðan ég hljóp.
Eftir R´N´R San Diego maraþonið sótti ég Lúlla á hótelið og við keyrðum beint til Jonnu okkar. Það er 4-5 tíma keyrsla til Santa Barbara og við komum um kl 8 um kvöldið.
Ó hvað það var gott að hitta Jonnu okkar og Matta sem á ógurlega bágt núna því hann er með húðkrabbamein grey kisan.... en þetta verða dásamlegir dagar hérna hjá kærum vinum okkar.
...............
1.júní
Við getum ekki heimsótt Santa Barbara án þess að kyssa ströndina. Við gengum upp að strönd í morgun. Það var skýjað og aðeins kalt ca 15°c
Eftir hádegið fórum við aðeins á rúntinn en annars er þetta bara afslöppun. Við fórum með Jonnu í Costco, versluðum vítamín og keyptum stóran, safaríkan steiktan kjúkling til að borða í kvöldmat. Eftir matinn gripum við aðeins í spil... UNO UNO
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.6.2015 kl. 02:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2015 | 15:08
Denver - Las Vegas - San Diego
30.maí 2015
Við gistum á flughóteli, sem þýðir að morgunmaturinn er frá kl 4:30 am... auðvitað kom það sér vel fyrir okkur því við erum á kolvitlausum tíma.
Við höfðum pantað skutlu á flugvöllinn kl 9:15 og það veitti ekkert af tímanum til að ná flugi kl 12 á hádegi. Nú innrita sig allir inn í vélum og það þýðir biðröð við vél... svo var mikið að gera í öryggisleitinni og þaðan fórum við í lest í okkar terminal.
Við flugum með Spirit... í fyrsta sinn (sem við ætlum að forðast í framtíðinni) Við flugum fyrst til Las Vegas, skiptum um vél og flugum svo til San Diego. Við fengum bílinn hjá Fox og þaðan lá leiðin til að sækja gögnin fyrir maraþonið.
Ég verð að viðurkenna að ég var orðin mjög stressuð... af því að fá ekki bílastæði og vera föst í bílaröð við Convention Center. Það endaði með því að þegar ég var búin að borga okkur inn í bílastæðahúsið þá tók Lúlli við bílnum og ég hljóp að ná í númerið. Það mátti varla tæpara standa ég náði inn korter fyrir lokun, fékk númerið, keypti mér bílastæði og rútumiða fyrir hlaupið og fór út án þess að geta skoðað mig neitt um.
Næsta skref var að koma sér á hótelið og græja sig fyrir nóttina.
Super 8, Sea World Zoo Aria,
445 Hotel Circle South, Mission Valley San Diego CA 92108
phone: 619-692-1288
30.5.2015 | 01:54
Keflavik - Denver
Saga Lounge var fyrsti viðkomustaður. Síðan flaug Surtsey með okkur til Denver. 7 tímar og 20 mín.
Við gistum hér eina nótt og höldum áfram á morgun.
Microtel Inn and Suites
18600 E 63rd Ave, Denver Co 80249
phone 303 371 8300
14.5.2015 | 11:41
Það er að koma sumar :)
Það sem af er ári hefur liðið ótrúlega hratt. Það hefur verið nóg að gera og stutt á milli ferða. Veðrið er ömurlegt úti... ég held það sé einn af stóru kostunum núna að hafa skammtíma-veður-minni...
Nú er vetrarstarfinu að ljúka og þá vaknar allt til lífsins aftur :)
27.4.2015 | 12:43
Detroit MI - Boston MA
Við vöknuðuðum hálf 5, fengum okkur morgunmat, pökkuðum endanlega og tékkuðum okkur út. Við erum alveg við flugvöllinn og stutt að skila bílnum. Við fljúgum með jetBlue til Boston kl 9:30. Allt hefur gengið vel og maður er alltaf þakklátur fyrir það
27.4.2015 | 00:32
Toledo OH - Detroit MI
Ég var skráð í maraþon hérna í dag en ég hætti við það. það gengur ekki að ætla að taka tvennu svona æfingalaus... svo við sváfum út, borðuðum morgunmat og keyrðum til Detroit.
Eftir að hafa tékkað okkur inn fórum við í smá búðarráp. Ég fann í hverju skrefi að það hafði verið rétt hjá mér að sleppa maraþoninu.
Við borðuðum á All American, enda erum við hálf amerísk... pökkuðum og slökuðum á.
Knights Inn, Romulus
9863 Middle Belt Rd. Romulus MI 48174
phone 734 946 8808 room 216
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2015 | 02:19
Louisville KY - Toledo Ohio
Það var grenjandi rigning þegar við vöknuðum, svo Lúlli ákvað að bíða á hótelinu. Ég fór því ein í maraþonið. Eftir maraþonið sótti ég Lúlla á hótelið og við keyrðum 300 milur norður til Toledo Ohio. Það rigndi megnið af leiðinni.
Við stoppuðum í Walmart um 5 leytið og fengum okkur kjúkling. Við komum á hótelið um kl hálf 10 um kvöldið. Vá hvað það verður gott að komast í sturtu og slaka á.
Days Inn, Toledo,
1800 Main Street, Ohio 43605
Phone: 419 666 5120 room 272
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007