Leita í fréttum mbl.is

Durham NC - Baltimore MD

Ég var með hugann heima á keyrslunni í dag... það er komið ár síðan pabbi dó... og mér finnst það enn svo ótrúlegt. Blessuð sé minning hans. 

Þá er heimferðin hafin, við keyrðum norður til Baltimore í dag. Veðrið var gott og ferðin gekk vel þangað til við fórum að nálgast Washington... þá fór allt að teppast um og gegnum borgirnar. Við stoppuðum í einu molli á miðri leið og teygðum úr okkur... og versluðum aðeins. 

Við keyrðum framhjá hinni risastóru og frægu byggingu Pentagon á leiðinni gegnum Washington DC. Þá eigum við bara eftir að sjá Hvíta húsið með eigin augum. Við sáum og gengum um nákvæma eftirlíkingu af forsetaskrifstofunni í Little Rock... í Clinton safninu fyrir nokkrum árum.

Það er algert KAOS í Baltimore núna... Ég fékk áríðandi skilaboð frá maraþoninu... 

BaltimoreIMPORTANT UPDATE: Due to the Orioles run to the American League Championship Series, all race day activities have been moved one hour earlier.
Additional changes may be necessary based on the results of the games.  Please read your Runners Handbook and Letter from the Race Director below. 

 

Ef liðið hérna kemst áfram... þá verður plan B sett í framkvæmd á meðan á hlaupinu stendur... því það byrjar og endar við The Stadium þar sem keppnin fer fram... 37 þús manns að hlaupa og annað eins að fylgjast með leiknum... maður minn hvað það verður mikil kássa á götunum. 

Quality Inn Downtown

110 Saint Paul Street
Baltimore, MD, US, 21202

  • Phone: (410) 637-3600    room 602

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband