Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Þett´ er lífið :o)

Við erum komin til Omaha Nebraska. Áttum pantaða áttu en afpöntuðum hana, okkur leist betur á Travelodge... þeir hafa sundlaug og heitan pott Joyful verðum hérna í 5 nætur.

Travelodge 7101 Grover Street, Omaha, NE 68106 US, sími 402-391-5757 herbergi 510.... ef einhver þarf að ná í okkur.

Við höfum allar búðirnar við hendina, í götunni... Joyful og Old Country Buffet í seilingarfjarlægð. Við borðuðum þar, fórum í heita pottinn og slöppuðum af á eftir... Þetta er lífið Kissing


Frá Sioux Falls S-Dakota til Omaha Nebraska

Við erum búin að vera hér 3 nætur og nú höldum við áfram suður. Næsti áfangastaður er Omaha í Nebraska. Nýtt fylki fyrir okkur. Við munum keyra framhjá eða gegnum Sioux City, þar sem ég hljóp Lewis & Clark Marathonið fyrir 3 árum. Við eigum góðar minningar þaðan. Þeim fannst svo merkilegt að ég kæmi alla leið frá Íslandi til að hlaupa þar að einhver blaðamaður tók viðtal við mig.

Það eru ca. 200 mílur til Omaha og ekkert annað að gera en að drífa sig af stað.


Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?

Ég var að vafra um á vefsvæði Háskóla Íslands í morgun... var að athuga hvort ég væri komin með einkunn fyrir ritgerðina mína og rakst þá á þetta skondna svar við spurningunni ,,Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?"

http://visindavefur.is/?id=14579  Þetta er vel þess virði að kíkja á... en fyrir þá sem nenna ekki að fletta greininni upp... kemur eftirfarandi úrklippa:

...kom í ljós að rifbeinin eru ekki öll eins heldur eru þau dregin í þrjá dilka. Sumir héldu því þá fram að í raun væru ráðin aðeins þrjú en það hefði þýtt að ráðin hefðu verið skorin mjög við trog miðað við fyrstu niðurstöður.

Svo ekkert sé dregið undan skal þess getið hér að allir limir anatómíudeildarinnar sættust á eftirfarandi lausn, enda ekki við hæfi Vísindavefsins að skera niðurstöðurnar við nögl: Ráðin eru alls 24 eins og fyrstu niðurstöður bentu til en þau skiptast í þrjá flokka, jafnmarga og dilkarnir eða trogin sem rifin raðast í:

  • Fyrstu sjö rifbeinapörin kallast heilrif á íslensku (e. true ribs). Af því er orðið heillaráð augljóslega dregið. Heillaráðin eru þess vegna fjórtán.
  • Næstu þrjú rif kallast skammrif (e. false rib) og ráðin undir þeim eru öllu lakari en hin fyrri, enda bara skammgóður vermir. Skammsýnir menn beita þessum ráðum skammlaust og þeim fylgir líka böggull.
  • Síðustu tvö pörin eru smærri en hin og kallast lausarif. Óráð er að taka þessum ráðum einhverjum lausatökum því að þá eiga menn á hættu að verða lauslátir, lausholda, og lausir í rásinni. Lausmælgi er einnig fylgifiskur ráða undan lausarifjunum og þau geta valdið því að mönnum verður laus höndin eins og nú tíðkast og er rifjað upp á hverjum degi í kaldrifjuðum fjölmiðlum.

Við erum bara að spá í rifjasteik í kvöld... Wink


Frá Bismarck til Sioux Falls

Lögðum af stað um 10 leytið. Keyrðum austur I-94, suður 281, austur 12 og suður I-29. Lúlli var nýtekinn við stýrinu aftur, þegar lögreglan stoppaði okkur. Hún hafði verið úti í kanti og hann sveigði ekki yfir á hina akgreinina þegar hann fór framhjá. Reglur eru reglur... en við sluppum við sekt Happy

Við ákváðum að keyra til Sioux Falls í Suður Dakóta, borið fram ,,Sú folls" ca 400 mílur þangað... við vorum hérna fyrir ca 2 árum og ég vildi fara á sömu áttuna... hún er æði. Mollið hérna á móti og svo var hérna geggjað Country Buffet... en það virðist vera hætt.

Við verðum hér í 3 nætur - kanski lengur Wink


Enn í Bismarck

Aumingjans ræfillinn min var svo slappur í gær að hann svaf mest allan daginn og neyddist svo líka til að fara semma að sofa því við þurftum að vakna snemma. Stundum tekur því ekki að aðlagast nýju tímabelti... Pinch 
við reyndum það ekki í síðustu ferð.

Ég hljóp 90. maraþonið mitt í morgun (allt um það á hlaupasíðunni) og eftir hlaupið héngum við á staðnum... það var svo gott veður... fórum með síðustu rútunni að bílastæðinu... Sturtan var himnesk  Kissing 
en það er svo heitt að ég sit hér og blogga sveitt... á handklæðinu Wink  
Við tökum því rólega í dag en á morgum keyrum við áleiðis til Nebraska.


Bloggvinalistar

Ég hef fengið nokkur tilboð um að vera bloggvinur, TAKK FYRIR ÞAÐ... en ég hef alltaf hafnað því, það hefur einhvern veginn ekki heillað mig að safna fólki á einhvern vinalista. Ég hef látið mér nægja að hafa tengingu yfir á hlaupasíðuna mína og á síður dætranna.

Aðeins einn þeirra sem ég hef hafnað, var með netfang á síðunni sinni svo ég gæti útskýrt málið, aðrir hafa enga hugmynd um hvers vegna þeim var hafnað.    
Þetta hefur mér þótt leitt, því ég vil ekki að höfnuninni sé tekið þannig að ég hafi eitthvað á móti viðkomandi... en hver veit nema ég breytist og byrji seinna að safna bloggvinum...  


Heppnari nakin...

Tveir starfsmenn spilavítis stóðu við spilaborð þegar ákaflega hugguleg ljóska kom aðsvífandi og kvaðst ætla að veðja 20.000 dollurum á eitt númer í borðinu. "Ég vona að ykkur sé sama" sagði ljóskan, "en ég er alltaf heppnari þegar ég er nakin" og þar með svipti hún sig klæðum, studdi á spilahnapp og skrækti "nú er lag, mig vantar ný föt!"

Síðan hoppaði hún hæð sína og hrópaði "Yes, yes, ég VANN, ÉG VANN!", þreif fötin sín ásamt öllum peningunum sem voru á borðinu og hvarf á braut.

Gjafararnir störðu undrandi hvor á annan, að endingu gat annar þeirra  stunið upp: "Á hvaða tölu veðjaði hún?" Hinn svaraði: "Það veit ég ekki, varst þú ekki að fylgjast með því?"

LÆRDÓMUR: Ljóskur eru ekki allar heimskar, EN karlmenn eru og verða KARLMENN!

Vinkona mín sendi mér þennan, spurning hvort við getum notað þetta bragð, þó við séum ekki ljóshærðar !


Náttúruvernd!

Það fylgir ekki fréttinni, en hún ber þess keim að þeir sem vilja að svörtu svanirnir séu skotnir... ætli með því að vernda náttúruna !!! Eru náttúruverndarmálin ekki að taka öfuga stefnu þegar menn ætla að stjórna náttúrunni.... eða hefur einhver séð svart/hvítt álftapar?
mbl.is Skjótum svarta svani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

11.sept. 2008

Dagur til að minnast Wink

Sá mikli og merki áfangi náðist í dag, að BA-ritgerðin mín var prentuð út, ljósrituð og bundin inn. Nú... til hvers þarf bæði að prenta hana út og ljósrita.... en það er nú saga að segja frá því.

Ég byrjaði f.h. á ljósritunarstofunni Lyng í Hafnarfirði. Kom með ritgerðina á lykli... og á pdf skjali... en Adope reader krefst þess nú að stafagerðin sé í tölvunni... sem var ekki... og textinn riðlaðist. 

Ég gerði aðra tilraun eh. en gerði þá þau stóru mistök að fara í Háskólafjölritun...
OMG...eftir 2ja klst. bið var búið að prenta út eitt eintak, þó ég bæði um tvö... og maðurinn sagðist ekki geta bundið hana inn nú, ég yrði að koma aftur á morgun.

Ég borgaði útprentaða eintakið, fór í Lyng, lét ljósrita eintakið og binda bæði eintökin inn, það tók 10 mín...
Ekki það að ég telji álög á deginum.... nú er bara að skila henni við hátíðlega athöfn á eftir Joyful

PS... var að tala við leiðbeinandann.... og ég á að skila 4 eintökum Blush


Hvalreki...

,,Rekið hvalkjöt getur verið varasamt og vissara að reyna kjötið. Þess vegna er soðinn biti af hvalnum og hann gefinn niðursetningi eða hent fyrir hundinn og athugað hvort honum yrði meint af. Sumum þótti það illt að eiga á hættu að missa hundinn sinn."

Bóndi einn í Þingeyjarsýslu fann rekinn hvalkálf á síðari hluta 18.aldar. Hann var ekki viss hvort hvalurinn væri ætur og sauð fyrst bita fyrir son sinn, því hann gat ekki hundlaus verið...
Sonurinn var svangur, át hvalinn og varð ekki meint af. 
 

Mér er svo minnistæð þessi klausa sem ég las í  Íslands-og Mannkynsögubók NB1. Frá Upphafi til upplýsingar, (bls.212-213) að ég ætla ákvað að láta hana fjúka aftur....


mbl.is Hvalur strandaður í Þernuvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband