Færsluflokkur: Bloggar
8.10.2008 | 12:06
Cloquet til Ashland
Ákváðum að vera hér í 2 nætur. Lúlli veiktist svo í gær, kvef og höfuðverkur, svaf lítið sem ekkert í nótt... en við verðum samt að halda áfram í dag. Hann verður að harka af sér.
Það er ekki langt til Ashland, það er í næsta fylki þ.e. Wisconsin. Við erum mjög norðarlega og það er kaldara hér en fyrir sunnan. Haustlitirnir eru ótrúlega flottir... Við erum búin að vera í Usa í október á hverju ári síðustu 10 ár, nema í fyrra og þetta er alltaf jafn fallegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 22:57
Hvers vegna kreppa?
Fyrir mörgum árum, þegar við hjónin fórum að ferðast til Bandaríkjanna... þá voru áberandi auglýsingar í sjónvarpi þar sem fólk var hvatt til þess sem við myndum kalla ,,ábyrgðarlausrar eyðslu"... eyðslu á peningum sem það átti ekki til...
Ekkert mál að endurnýja bílinn, gera upp húsið, kaupa húsgögn eða hvað sem fólki dytti í hug... fólk þurfti ekki að byrja að borga af herlegheitunum fyrr en eftir 1 til 1 og hálft ár.
Auðvitað er freistandi að láta drauminn rætast strax og borga einhverntíma seinna.
Sjúkt - þetta var byrjunin á þessari kreppu... þegar loksins átti að fara að borga fyrir ofneysluna - þá átti fólk ekki peninga og varð gjaldþrota í stórum stíl... Þó stjórnvöld reyndu að grípa inn í - þá dugði það ekki.
Þessi óráðsía hafði áhrif um allan heim fyrr á þessu ári - allt hækkaði heima á Íslandi og nú þegar bankarnir okkar hafa yfirtekið húsnæðislánin og eytt öllu í fjárfestingar erlendis - þá súpum við seyðið af því líka.
Bankar eru í vandræðum á öllum Norðurlöndunum, Þýskalandi, Ítalíu, Usa... og, og, og hverjir bætast við á næstu vikum... ekki er það Dabba eða ísl.krónunni að kenna.
Mín kynslóð byrjaði að búa áður en kredit-kortin komu, þegar fólk flutti inn í hálfkláruð hús og fékk gefins gömul húsgögn til að byrja með... og maður þurfti að spara endalaust... en það var ekki talin vera KREPPA. Þá komu gengisfellingar, fólk þurfti að gráta út lán í bönkum og gráta út launin sín á kontornum. Við höfum haldið hingað til... og vonað að þessi tími kæmi ekki aftur og erum enn að vona að við sleppum sem best út úr þessari kreppu.
En það er ekkert sem heitir.... við verðum að taka upp útsjónarsemina og sparnaðinn aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 20:44
Erum í Cloquet
Við keyrðum norður 35, þangað til okkur fannst nóg komið og fórum þá að leita að hóteli. Við lentum í litlum bæ sem heitir Cloquet og fengum okkur áttu. Það gæti verið að við yrðum meira en 1 nótt
Phone (218 ) 879 1250 room 105
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008 | 18:49
Komin til Minneapolis
Keyrðum frá Albert Lea til Minneapolis. Áttum pantaða áttu...
Prior Ave N. Roseville MN 55113, phone 651-636-8888 room 101
Við erum búin að koma okkur fyrir, veðurspáin er ekkert sérstök en það er gott veður úti núna. Herbergið (110) sem við fengum fyrst var ekki í netsambandi svo við vorum færð á betri stað. Hér verðum við fram á mánudag.
Næsta herbergi (140) var við hliðina á klakavélinni og herbergi með einhverri vél sem fór í gang öðru hverju.... svo við vorum færð í herbergi 101, þar sem er kyrrð og ró.
Bloggar | Breytt 4.10.2008 kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2008 | 14:18
Enn í Albert Lea
Við ákváðum að vera aðra nótt hér.
Ramada, 2306 East Main Street, Albert Lea, MN 56007 US
Phone: 507-373-6471... room 103
Við erum á löngu ferðalagi... 2 vikur búnar - 4 vikur eftir... og bæði hér og heima snúast allar fréttir um fjármálamarkaðinn.
Skrítið... heima halda margir að allt lagist ef við skiptum í evru, það er hvorki evra né króna í USA og allt í pati... Bush ætti kanski að skipta yfir í Ísl. krónu.
Dollarinn hefur heldur betur hækkað... sannast nú enn einu sinni að það borgar sig að vera með ferðatékka... það hefði verið laglegt að eiga eftir að borga alla gistinguna með vísa. Verslun gæti maður geymt þar til dollarinn stæði betur en ekki gistingu og mat.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 16:28
Færðum okkur á Ramada
Við erum enn í Albert Lea, en höfum fært okkur um set. Færðum okkur á Ramada í sömu götu... allt annað og snyrtilegra hótel.
Við erum ekki viss hvort við verðum 2 nætur eða hvort við höldum áfram á morgun til Minneapolis en við eigum pantaðar 3 nætur í St Paul frá föstudegi til mánudags.
Ramada, 2306 East Main Street, Albert Lea, MN 56007 US
Phone: 507-373-6471... room 103
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 02:24
Útskrifast í október
... Jibbý
Ég var að kíkja inn á Uglu Háskólans og ég er búin að fá einkunn fyrir BA-ritgerðina... 7,5 var einkunnin.
Meðaleinkunn er 7,59 og fjöldi eininga er 180,0
Svo það verður útskriftarveisla þegar við komum heim.
BA-gráðan í höfn....
Slóðin fyrir ritgerðina, http://skemman.is/handle/1946/3340
Bloggar | Breytt 29.10.2009 kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.9.2008 | 21:11
Komin til Albert Lea, Minnisota
Við keyrðum í gær frá Omah. Ætluðum bara til Des Moines, sem er höfuðborg Iowa. Keyrðum I-80 frá Omaha og þegar við komum að borginni lá þjóðvegurinn í kringum borgina... öll exit-in voru vinstra megin sem er óvenjulegt og umferðin svo mikil að við eiginlega misstum af þeim. Við fengum okkur sexu... og þar af leiðandi var ekkert internet
Hvernig fórum við að hérna einu sinni Tölvulaus og allt
Staðurinn og netleysið var ekki nógu spennandi til að vera þarna lengur. Þess vegna héldum við áfram áleiðis til Minneapolis.
Við erum núna á Countryside Inn Motel, 2102 Main Street, Albert Lea MN.
Síminn er 507 373-2446 ... room 36
Við erum ekki búin að ákveða hvort við höldum áfram ferðinni á morgun eða verðum lengur.
Það kólnar eftir því sem við förum norðar... við neyðumst til að fara í síðbuxur, sokka og peysu... amk á kvöldin...
Bloggar | Breytt 1.10.2008 kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2008 | 00:16
Ekkert nema dýrð og dásemd
Það er svo skrítið
Við ferðumst ekki án þess að ég hlaupi maraþon um leið... þannig að allar ferðir miðast við það... Markmiðið er maraþon - en svo er ég alltaf svo fegin þegar hvert hlaup er afstaðið
Í morgun hljóp ég mitt 91. maraþon, en ef ég teldi þau eins og kaninn gerir, þá hefði þetta maraþon verið mitt hundraðasta. Þeir telja hvert Ultra-maraþon sem eitt maraþon og ég er búin að hlaupa Laugaveginn 9 sinnum.
Reglurnar eru skýrar, ég gæti t.d. ekki talið Þingstaðahlaupið með... þ.e. frá Valhöll á þingvöllum í Alþingishúsið (50km) þar sem það er ekki eftir viðurkenndum stöðlum.
Tilgangi ferðarinnar til Omaha er sem sagt náð
Omaha er höfuðborg Nebraska, mikill hávaði frá umferðinni og NÁTTÚRUNNI... það er ótrúlegur hávaði frá náttúrunni.
Hávaðinn kemur frá engisprettum, sem eru vaðandi út um allt og Lúlli stóðst ekki að mynda eina og litla sæta íkornann sem var að hlaupa að bílnum okkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2008 | 11:43
Happdrættisvinningar
Undanfarinn mánuð hefur bókstaflega rignt inn á gmailið mitt tilkynningum um vinninga í Bretlandi. Fyrst vann ég 500.000 pund, síðan 1 milljón punda og nú síðast var upphæðin komin í 1,5 milljónir punda. Alltaf var það nýtt og nýtt fyrirtæki sem sendi póstinn.
Ég eyddi póstinum jafnóðum, því einhver var búinn að vara við að opna hann, því það eitt gæti þýtt undirskrift um greiðslu á einhverjum gjöldum.
Síðasta póstinum fylgdi viðvörun á íslensku að um svindl gæti verið að ræða.
Opnið athugasemdirnar og sjáið..... þar hef ég safnað saman þeim vinningum sem komu eftir bloggfærsluna.
Svindl á Netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 4.10.2008 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007