Leita í fréttum mbl.is

Alltaf á ferðalagi :)

Við erum svo sannarlega blessuð í bak og fyrir. Við erum búin að eiga yndisleg jól í faðmi fjölskyldunnar. 19.des fengum við litlu fjölskylduna okkar frá Noreg í heimsókn og við skildum hana eftir heima þegar við fórum út 29.des. Það er gott að einhver passar kofann :)

Við flugum fyrst til Boston og gistum á Doubletree by Hilton... rándýrt hótel en við fengum ekkert annað á sínum tíma... hótelið var með skuttlu en það fylgdi hvorki morgunmatur eða internet á herbergi. 

Doubletree by Hilton,
240 Mt Vernon Street 02125 MA
Phone: 617 822 3600 room 319

..................................................

Ég svaf mjög vel enda er Doubletree klassa-hótel... við tókum fyrstu skuttlu (kl 5) upp á flugvöll enda áttum við flug með jetBlue kl 7 am til Houston... tæplega 5 klst flug. 

Við lentum á Hobby... um hádegið, tókum bílinn okkar og drifum okkur á hótelið, kíktum í Walmart að kaupa vatn og fl... kíktum í Mollið, Dollar Tree og fengum okkur svo að borða á Golden Corral áður en við fórum aftur á hótelið okkar. Við gistum á Days Inn sem er með betri Days Inn sem við höfum nokkurn tíma gist á... Það er innan við einnar mílu radíus í allar búðir sem við höfum áhuga á... og nokkrar mílur í hlaupið á nýjársdag.

Days Inn Humble/Houston Intercontinental airport
9824 JM Hester Road Humble TX 77338 US
Phone: 281 570 4795  room 119


Orlando - heim í snjóinn og ófærðina

Space Coast Marathon 29.11.2015Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við okkur í Florida... en nú erum við komin heim í óveðrið.

Ég, Edda og Berghildur pöntuðum þessa ferð fyrir heilu ári... en svo ætluðu Lovísa og Gunnar að fara í krús og það varð úr að þau færu út á undan og ég kæmi með Indíu og Matthías 26.nóv og við færum öll saman heim 2.des. 

Ferðin út var erfið en gekk vel... erfitt 8 tíma flug plús 1 tíma seinkun útí vél, en krakkarnir í vélinni voru ótrúlega dugleg að hafa ofan af fyrir sér og Indía gat aðeins sofið. Lovísa og Gunnar tóku á móti okkur á vellinum. 

Beðið eftir flugi heim frá OrlandoVið systur vorum 2 daga í Orlando áður en við fórum til Cocoa Beach og hlupum í Space Coast Marathon-inu og vorum síðan 2 daga aftur í Orlando. Þá borðuðum við öll saman daginn áður en við fórum heim.

Flugið heim var 6 tímar... og Lúlli tók á móti okkur með skóflu til að moka Berghildar bíl út. Hrefna sótti Gunnar, Matthías og töskurnar en Lovísa og Indía komu með okkur til að taka þeirra bíl heima hjá okkur. 

Guði sé lof að allt gekk vel, allir eiga ljúfar minningar frá ferðinni.


Cocoa Beach - Orlando FL

Marathon tékk
Ströndin tékk
Sólbað   tékk
Tékka sig út af Days Inn og keyra til Orlando  tékk

Þetta er í þriðja sinn sem við förum í Space Coast maraþonið, annað sinn sem við hlaupum allar þrjár en í fyrsta sinn sem við förum allar hálft maraþon. Ég er hundslöpp af kvefi, alvöru hlaupari hefði verið heima en ég ákvað að láta mér nægja að fara hálft maraþon... og bara hugsa um að komast í gegnum það, klára. 

Eftir maraþonið fórum við á ströndina, slökuðum á og fengum okkur að borða á Irish Pub... það er svo margt lokað núna enda ferðamannatíminn liðinn... svo það var ekki um marga staði að velja. 

Við tékkuðum okkur út og keyrðum til Orlando, þar hófst búðarráp, enda þarf að landa síðustu hlutunum af listanum eða því sem komst aldrei á listann, eða er verið að setja á listann...

Við tékkuðum okkur aftur inn á Days Inn í Orlando.

Days Inn, 5858 International Drive
Orlando 32819
Phone: 407-351-2481, Room 178, 324, 208 


Orlando - Cocoa Beach FL

Það er ekki hægt að segja annað en að við systur höfum haft nóg að gera í versluninni... við höfum verið í sól og 33 stig hita í dag. Við tékkuðum okkur snemma út af hótelinu, borðuðum morgunmat á Golden Corral. Við skruppum í FLorida Mall og svo keyrðum við til Cocoa Beach.

Við sóttum gögnin á Radisson Sas, tékkuðum okkur inn á Days Inn og fórum í Walmart að kaupa morgunmat til að borða fyrir hlaupið og þar var ýmislegt annað í góðu færi frá innkaupakerrunni.

Við borðuðum kjúkling í kvöldmat og fórum svo að undirbúa hlaupadótið.

Days Inn Cocoa Beach,
5500 North Atlantic Ave, Cocoa Beach FL 32931
Phone 321-784-2550, room 135 


Keflavík - Orlando FL 26.11.2015

Það var heldur betur fjörug ferð sem við fórum í á fimmtudag. Hin árlega systraferð til Orlando í Space Coast Marathon yfir Thanksgiving hófst með aðeins öðrum hætti... Matthías og Indía fóru með okkur út. Lovísa og Gunni voru búin að vera úti í 10 daga, fara í krús og hvaðeina. Ekki slæmt að fara út því það snjóaði heima.

Flug til Orlando tekur 8 tíma og það tók klst í viðbót að af-ísa og undirbúa flugtak... þetta var svolitið langur tími fyrir Indíu en bara gaman hjá Matthíasi.

Flugið út gekk mjög vel, tók auðvitað á en það var ótrúlegt hvað krakkarnir í vélinni voru duglegir að hafa ofan af fyrir sér, tala saman og leika sér. 

Indía svaf fyrsta eina og hálfa tímann, svo tókum við hálft maraþon eftir flugvélinni í þrjá tíma og svo svaf hún síðustu þrjá og hálfa tímana, þar til við lentum. Matthías datt út af einhverntíma á síðustu tveim tímunum hjá útlendingum á comfort class...hann átti vini um alla vél eftir þetta flug eins og Indía sem vissi nákvæmlega í hvaða sætaröðum í vélinni voru börn. Flugfreyjurnar voru í uppáhaldi hjá henni, þær komu með mat :)

Við vorum nokkuð fljót út úr vélinni, fórum í gegnum eftirlitið og tollinn, tókum töskurnar, fórum í lestina og þaegar við komum út úr henni biðu Lovísa og Gunni eftir krúttunum sínum... þó þau væru mjög þreytt þá voru litlu skinnin mjög glöð að sjá pabba og mömmu.

Víkur nú sögu að systrum... sem fengu sinn bílaleigubíl hjá NU... leigu sem skal varast í framtíðinni... fóru beint á hótelið, hentu inn töskum og fóru í Outlet til að taka þátt í "the Midnight Madness" á Black Friday... við vorum úti til kl 4 am og sváfum til 7am...

Bara versla meira á eftir...

Days Inn, 5858 International Drive, Orlando FL,32819
Phone:407-351-4410      room : 132
PS.líka að forðast þetta hótel, enginn morgunmatur


Savannah GA - New York - heim

Laugardagur 7.nóv og einkasonurinn á afmæli í dag kiss 

Ég mætti auðvitað tímanlega í maraþonið... í hitamollu og eins og er hægt að lesa á http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2145930/ þá var maraþonið stoppað á ákveðnum tíma og öllum beint í mark af öryggisástæðum. Bömmer að ná bara að fara hálft maraþon en ég var heppin að hafa krossað við Georgíu í síðustu ferð þannig að þetta hefur ekki áhrif á að ég klári aðra umferð um USA í Helena Montana í júní.

Sunnudagur 8.nóv

ég  mætti í Daffin Park og tók þátt í 5km hlaupi... hafði svosem ekkert annað að gera en svo að pakka eftir það. Það gekk bara vel, hæfilega svalt og svo hellirigndi þegar hlaupið var búið.

Mánudagur 9.nóv

Það var hrikalegt að verða skila þessum æðislega bílaleigubíl - eðalvagn í alla staði... en ég varð...uhu
Ég átti flug 10:30 til New York og þurfti síðan að bíða þar í 8 tíma eftir flugi heim. Flugið heim var 5 tímar og ég lent um kl 6am. Bíðari nr 1 sótti mig, alltaf góð þjónusta hjá honum kiss

 


New York - Savannah GA

Ég fór hrikalega snemma að sofa í gær því ég varð að taka skuttluna upp á flugvöll kl 5:30 í morgun... Flugið var kl 7:30 og það veitti ekkert af tímanum. 

Ég flaug með jetBlue til Savannah og flugið tók um 2 tíma. Ég hef aldrei komið hingað áður. Bílaleigubíllinn er hvílík lúxus 8 sæta dekurdós... Dodge er bestur :D

Um hádegið var ég komin í expoið að sækja gögnin fyrir maraþonið og síðan lá leiðin í Walmart að kaupa morgunmat og fl. Fékk mér að borða...
Ég tékkaði mig inn á hótelið um kl 4... reyndi að hringja heim gegnum Viber en sambandið var mjög slæmt.

Days Inn Airport,
2500 Dean Forrest Rd, Savannah Georgia 31408,
Phone : 912 966 5000  room 116


Keflavík - New York

Mín er flogin út eina ferðina enn... Í dag flaug ég til New York og gisti þar... og flýg áfram eldsnemma í fyrramálið til Savannah GA.

Um miðnætti á okkar tíma (kl 19 hér) var ég að tékka mig inn á hótelinu og bara fegin að fara í rúmið.

Days Inn Airport, 
144-26 153rd Court Jamaica, NY 11434
Phone : 718 527 9025


Atlanta GA - DC - Heim

Sunnudagur 18.okt, heimferð... morgunmaturinn var tekinn snemma, pakkað og ég vildi fara tímalega að skila bílnum, þar sem vegakerfið er allt breytt... að vísu er betra að vera villtur í björtu en myrkri en samt. Ég átti í hvílíkum vandræðum í myrkrinu í gær... og mig langar ekki til að borga aukadag fyrir að skila bílnum of seint.

Allt saman gekk vel, ég skilaði bílnum, fór með lestinni, tékkaði mig inn í flugið, kom mér fyrir með símann eins og unglingarnir og vafraði um netið...

Ég átti flug með United kl 14, um 1:30 til DC en þar þurfti ég að bíða í 4 tíma eftir Icelandair.

Flugið heim var 5:10 og okkur var sagt að búast við töfum vegna verkfallsaðgerða eftirlitsmanna en biðröðin þar var styttri en í síðustu ferðum svo ég var heppin. Bíðari nr 1 beið fyrir utan og við vorum komin heim um kl 7am.


Guntersville Alabama - Atlanta Georgía

Ég tékkaði mig út af "Regal Inn" kl 6 am og flýtti mér í maraþonið. Það var meðfram ströndinni á Sun Set, mjög falleg leið.

Eftir maraþonið voru 150 mílur til Atlanta... Ég var komin til Atlanta eftir 4 tíma og var 2 tíma í viðbót að finna út hvernig ég kæmist á hótelið. Fyrst hringsólaði ég við flugvöllinn en vegakerfið var svo breytt að ég var í stórum vandræðum... en eftir aðstoð vegfarenda hafðist það loks.

Microtel Inn & Suites

4839 Massachusetts Blvd College Park GA 30337

phone 770 994 3003 room 136


Dalton GA - Guntersville Alabama

Ég tékkaði mig út kl 6 am og mætti í garðinn þar sem maraþonið var. Það var rosalega gaman að hitta svona mikið af fólki sem ég þekki.

Strax eftir maraþonið keyrði ég til Guntersville í Alabama (3 tímar) og vá hvað það er fallegt hérna... mikið af vötnum og fallegt umhverfi. Ég var búin að panta herbergi á Super 8 en það var búið að skipta um nafn á því. 

Eftir að hafa farið í sturtu fékk ég mér pizzu á Pizzahut hér við hliðina og kom mér í háttinn. Kannski verð ég í smá vandræðum með tímann, ég fór yfir á annað tímabelti en síminn minn breytti sér ekki og ég get ekki fengið wake-up call hérna.

Super 8 eða ???
14341 US Highway 431 South, Guntersville AL 35976
Phone: 256 582 8444 room 235


Atlanta - Dalton Georgia

Ég hafði sett klukkuna á 7am, morgunmaturinn byrjaði kl 6 og ég ætla að fara með hótelskuttlunni kl 9:30 upp á völl að sækja bílinn. 

Það var eins gott að ég hafði nógan tíma... afgreiðslumaðurinn sagði það reglu A-Z bílaleigunnar að fá staðfestingu erlendra tryggingafélaga um að tryggingin gilti í USA. HANN gat ekki hringt erlendis og ég ekki heldur með mitt frelsi. Ég fékk að fara á netið og hringja gegnum Viber... og ég náði sambandi við Hörpu og svo Lúlla.... OG það er öruggt að mitt fyrsta verk þegar ég kem heim, verður að kvarta yfir samskiptum mínum við starfsmann Kreditkorta...

Sem betur fer voru rétt innan við 100 mílur á næsta stað... ég fór þangað sem hlaupið á að byrja, verslaði smá, fékk mér að borða og tékkaði mig inn á hótelið.

DAYS INN
1518 Weast Walnut Ave, Dalton GA, 30720 US
phone 706 278 0850, room 103


Keflavík - DC - Atlanta GA

Ég hélt ég hefði mætt alltof snemma í Leifsstöð en svo var ekki. Vélin fór í loftið eitthvað rúmlega 5 og lenti í Washington DC hálf 12 eða hálf 8 á þeirra tíma... sjálfvirka tollaafgreiðslan lá niðri og ógurlegar raðir... 

Eins gott að hafa rúman tíma í næsta flug. Ég var lent í Atlanta rétt fyrir miðnætti á þeirra tíma og komin á hótelið um hálf 1am.

Microtel Inn and Suites Atlanta Airport.

4839 Massachusetts Blvd. College Park GA 30337

phone: 770 994 3003 room 235


Portland OR - Seattle WA - heim

Ég fór snemma að sofa í gær og vaknaði um hálf 5 í morgun. Borðaði kjúkling í morgunmat í fyrsta sinn á ævinni, held ég. Síðan pakkaði ég á meðan ég beið eftir að kaffið byrjaði. 

Það er svo ekki eftir neinu að bíða, ég legg af stað þegar birtir... og ætla að koma við í einhverjum búðum á leiðinni til Seattle.

Ég verð auðvitað allt of semma á ferðinni en það er betra en að vera í stressi. Það eru um 170 mílur til Seattle.


Keflavik - Seattle WA - Portland OR

Föstudagur 2.okt.
Ég var ekki búin að taka allt úr töskunum úr síðustu ferð svo sumt var tilbúið... en þetta er svolítið stutt á milli ferða þegar næsta flug er hátt í 9 tímar.

Flugið var um kl 5eh og við lentum í Seattle kl 2am (7eh á þeirra tíma) ég var komin í gegn um skoðun og búin að fá töskuna klst síðar og bílinn eftir enn annan tíma... og ég var 4 tíma með stoppi í Walmart á leiðinni, til Portland Oregon. 

Ég sendi Bíðaranum sms að ég væri komin og sofnaði á leiðinni á koddann.

Í dag laugardag, ætla ég að versla aðeins, sækja gögnin fyrir Portland Marathon og setja helstu staðina í garminn minn.

RODEWAY INN and Suites, 
10207 SW Park Way, Portland OR 97225
Phone: (503) 297-2211 room 273


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband