Leita í fréttum mbl.is

Fjúgum heim í kvöld :o)

Jæja, þá er ferðin okkar búin. Þetta hefur verið svo fljótt að líða. Ferðin hefur öll tekist frábærlega vel, að vísu setti fjármálakrísan heima strik í reikninginn... en okkur skorti ekkert svo við höfum ekki efni á að kvarta yfir neinu.

Við erum búin að afreka ýmislegt... búin að keyra þvers og kruss um Ameríku og ég búin að hlaupa í 7 fylkjum, 4 þeirra voru ný, þannig að 29 fylki eru fallin... 21 eftir.

Við erum í þriðja sinn á sama hótelinu hér í Minneapolis... hér er tekið brosandi á móti okkur eins og gömlum vinum og fólk ekkert nema elskulegheitin... við erum hreinlega dekruð hérna. Ég spurði hvort við gætum fengið að tékka okkur út kl 12 á hádegi og var boðið að vera til kl 2.

Við eigum flug kl 7:55 í kvöld.


Job 42:5 Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefir auga mitt litið þig!

Nú er ástandið þannig í þjóðfélaginu að hver ásakar hver annan og margir þurfa á styrk að halda. Allir vita eftirá hvað þurfti að gera, allir hafa réttu svörin og sjá núna hvaða viðbrögð hefðu verið rétt ... Eftirá er auðvelt að hafa réttu svörin - en var hlustað á þá sem sögðu eitthvað fyrir hrunið. Nei... þá hentaði ekki að hlusta, þá vildu allir græða.

Job var einn þeirra sem var vellauðugur í Gt og missti allt sitt... ekki aðeins búfénaðinn heldur öll börnin sín líka... Fyrir áfallið var Job vanur að vera hinum megin við borðið... hann var vanur að stappa stálinu í þá sem urðu fyrir ógæfu... nú þegar ógæfan hitti hann, þá lympaðist hann niður. Hann hefur kanski hugsað, hvernig getur þetta komið fyrir mig sem Guð hefur blessað ríkulega hingað til... Hann átti þetta ekki skilið, hann sem var réttlátur, ráðvandur og grandvar. Auðvitað var hann það allt fyrir sjálfan sig, öll verk framkvæmdi hann rétt, en kanski gleymdi hann því mikilvægasta... að rækta sambandið við Guð.

Við vitum að það er miklu auðveldara að reyna að vera sá sem styrkir, en að vera sá sem þolir.  Nú hafa margir þolað missi eigna og fjármuna, en vonin að nú haldi allt upp á við, heldur fólki á floti.
Missir Jobs færði hann aftur til Guðs, honum varð það ljóst að hann sem taldi sig þekkja Guð áður, kynntist honum raunverulega ekki fyrr en hann þoldi mótlætið. Mótlætið, sem vissulega var honum erfitt og reyndi á hann, gaf honum nýja sýn á samband sitt við Guð.

Job 42:5   Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefir auga mitt litið þig!


Næst síðasti dagurinn í USA

Við skiptum um áttu... strax við innskráningu á síðustu áttu byrjaði vesenið... Konan í afgreiðslunni sagðist ekki taka tékka og hún vildi ekki hafa vísakortið sem tryggingu þar til við færum. Eftir að hafa keyrt um og séð að við gætum hvergi skipt tékkunum seint á sunnudegi, fór ég til baka og krafðist þess að konan hringdi í yfirmanninn... auðvitað tóku þeir ferðatékka þeir eru eins öryggir og peningar.

Þegar við komum í herbergið þá var rúmstærðin ,,full" sem er minna en queen og ekki um það að tala að fá annað herbergi. Ég sagði konunni að við myndum þá fara næsta morgun... Ég svaf ekki hálfan svefn í svona litlu rúmi.  Þegar við fórum í morgunmat um morguninn voru nokkrir menn með einhver tæki í næsta herbergi við hliðina... og við sáum þegar við bárum okkur út, að það stóð PEST CONTROL á bílnum þeirra og slöngur inn um gluggann á herberginu við hliðina...Crying
Þess vegna er ótrúlegt að þau skuli hafa látið okkur vera í þessu herbergi.

En nú erum við komin í þriðja sinn á áttuna okkar í Roseville.

Super 8, Prior Ave N. Roseville MN 55113, phone 651-636-8888 room 148


Komin til Minneapolis...

Ég hljóp í stormi og stórhríð í Mason City í morgun... til heiðurs Rut vinkonu í Noregi, en hún er 50 ára í dag.  Strax eftir hlaupið keyrðum við til Minneapolis... ég var búin að panta á netinu, áttu í Brooklyn Center, en þegar til kom líkar okkur ekki hér og ætlum að færa okkur á morgun... á áttuna sem við vorum á síðast... í Roseville.

skálaðNúna erum við að skála fyrir velheppnaðri ferð. Við erum búin að ferðast í nær 6 vikur hér í USA... 2 dagar eftir... Keyra u.þ.b. 4 þús. mílur (ca 6.500 km)... hlaupa 7 maraþon sem eru samtals 183,4 mílur eða 295,4 km... og Bíðari nr. 1 hefur beðið í 38 klst. og 8 og hálfa mínútu meðan ég hljóp... fyrir utan hvað hann hefur beðið aukalega, ef ég hef farið snemma með rútu og það sem hann hefur beðið fyrir utan SUMAR búðir Wink 

Nú tökum við það bara rólega... KissingKissing


Persónuleg ábyrgð...

Við höldum í vonina að ástandið muni ekki versna meira og vari ekki lengi... Er það bara óskhyggja og hvað er ,,lengi" í alheimstímanum? Í gegnum söguna hafa ríki risið, orðið að heimsveldum og fallið... Ríki Davíðs reis, klofnaði síðan og hvort ríki um sig féll fyrir grannríkjum, þá risu upp spámenn til að stappa stálinu í fólk og leiða það á rétta braut.

Esekíel færði hinum rislágu útlögum fyrirheit um að betri dagar væru í vændum því Guð myndi leiða Ísraelsmenn heim og sameina Júda og Ísraels í eina þjóð. Guð myndi safna  Ísraelsmönnum saman úr öllum áttum (Es 37.15-22) og að hann myndi grundvalla alheimsríki sitt í gegnum afkomanda Davíðs (24v). Esekíel einn spámannanna talaði um mannssoninn í spámannstextum sínum. 
Þetta er sá texti sem gyðingar nútímans tengja við Ísraelsríki dagsins í dag. 


Gyðingar höfðu sterka hóptilfinningu og hneigðust til að strika yfir persónulegar syndir. Stærsta framlag Esekíels til þeirra, var skilgreining hans á persónulegri ábyrgð einstaklingsins, að hver einstaklingur innan Ísrael verði að standa reikningsskil gerða sinna (18.kafli) skilaboð sem gilda enn í dag. Má segja að þar hafi verið byggð brú yfir í Nýja testamentið... þar sem hver og einn ber ábyrgð á sinni sáluhjálp... og gerðum.

En þarf bara trú til þess að hver beri ábyrgð á sér... er það ekki í sambandi við alla hluti? Sá sem skuldar, þarf að borga skuld sína, sá sem brýtur lög, sætir dómi og svo framv. 
Nú eru skuldadagar því við höfum öll tekið þátt í eyðslunni. 

Allir tapa einhverju... ekki tapa trúnni og vitinu - það kemur betri tíð. 


Ég get stofnað alþjóðlegan gjaldeyrissjóð bráðum

Komin með milljónir dollara og punda en vantar evrur. Það verður að segjast eins og er að ég er hreinlega að drukkna í vinningum erlendis frá eins og sjá má í athugasemdum þessara færslna. Ég held það sé vandfundin heppnari manneskja á Íslandi. 

Hvað klikkaði að ég fékk ekki þennan vinning?

mbl.is Einn stærsti lottóvinningur sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til Hamingju :)

útskrift2Óska öllum kandidötunum til hamingju, vildi að ég væri viðstödd afhendingu skírteinanna og gæti tekið á móti mínu Crying en það æxlaðist þannig að ég er stödd í Bandaríkjunum.
Það er kostur á þessum tíma að vera stödd í vinveittu landi og vera ekki vísað út úr verslunum vegna þjóðernis, en aftur á móti er verra að vegna gjaldeyrismála á maður engan pening og get því ekkert verslað.

skálaðEftir þriggja ára nám og barning við þessa blessuðu BA-ritgerð... þá er kærkomin tilbreyting að taka á móti áfangaskírteini og halda smá teiti... en það verður að bíða þangað til ég kem heim... en þá verður glaðst yfir skírteininu og áfanganum.


mbl.is Hartnær 500 kandídatar brautskráðir frá HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mason City, Iowa

Kamrar Iowa 24.10.2008Við keyrðum í ausandi rigningu á köflum... eða í grennd, til Mason City.  Stundum rekumst við á skrítin bæjarnöfn.  Á leiðinni keyrðum við fram hjá Kömrum... 
8 mílur þangað... eins gott að geta haldið í sér.

Það er að síga í endirinn á ferðinni. Mason City er síðasta stoppustöðin áður en við höldum til Minneapolis og heim aftur.

Kóngur og drottning 24.10.2008 Við verðum hér í 2 nætur... eða fram á sunnudag.

Super 8, Mason City
3010 4th Street SW, Mason City, IA 50401 US
Phone: 641-423-8855, Room 322


Ekki spurning að við eigum að lögsækja Breta

Hvílík frekja og yfirgangur. Það er ekki spurning að við eigum að lögsækja Bretana fyrir þessa óréttlátu framkomu í okkar garð. Það er greinilegt að hjá ,,þeim Brúna og Elskunni hans" er nú hafið kapphlaup við tímann til að líta sem best út í augum almennings.

Eins og við vitum og sjáum á fótboltabullum Breta - þá eru þeir vandræðalýður... sem mörg lönd vilja ekki sjá að fá í heimsókn. Hvar sem þeir koma er slóð eyðileggingar eftir þá... eins og eftir skordýrafaraldur.  Hugsið ykkur... eldri menn hata okkur enn síðan að þorskastríðið var og það hlakkar í þeim núna. Lögsækjum þá og þegar niðurstaða er fengin - slítum öllu sambandi við þá.
mbl.is Bretar selja eignir Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mórallinn á erfiðum tímum...

Mér finnst ég sjá það á blogginu að fólk er að skotra augunum í allar áttir... til að finna eitthvað miður um náungann. Hvernig hefur þessi efni á þessu flotta húsi... efni á að ferðast... hvernig hefur þessi efni á að vera á rándýrum jeppa... hvernig hefur þessi efni á þessum flottu fötum og svo framv. 

Allar þessar framhliðar geta verið blöff... það getur verið að manneskjan eigi varla fötin utan á sig - allt í þvílíkri SKULD. 
Þeim sem keypti jeppann svíður nú skuldin, fyrir utan að hann er rándýr í rekstri, húsið er minna virði en skuldin á því... og það versta er að það hleðst sífellt utaná... Sá sem virðist ríkur - getur verið bláfátækur.

Ég held útlitið segi ekkert til um ástand mála hjá hverjum og einum... en nú er nauðsynlegra en nokkurn tíma að standa saman svo við komumst í gegnum þetta.


Liberty, Missouri

Keyrðum frá Wichita til Liberty rétt norðan við Kansas City, Missouri. Erum ca hálfnuð á leiðinni til Mason City, Iowa. Verðum eina nótt hérna.

Super 8,  Liberty NE Kansas City Area
115 N Stewart Rd.  Liberty, MO 64068-1052 US
Phone: 816-781-9400    Room 108


Frábært að vera hérna

Verðum eina nótt enn í Wichita, en á morgun höldum við áfram, keyrum áleiðis til Mason City í Iowa.

Super 8, Wichita/West/Airport
6245 West Kellogg, Wichita, KS 67209 US,
Phone: 316-945-5261   Room 315


Stjórntæki til kúgunar...

Ég tók þetta að hluta til úr ritgerð sem ég skrifaði í ,,Siðfræði stríðs og friðar” þar sem við lásum m.a. bók Kimballs, When Religinon Become Evil.   

Ekkert samfélag í heiminum er án trúar á æðri mátt.  Trúarbrögð heimsins eiga það sameiginlegt að leitast við að draga fram það göfuga í manninum og flest þeirra stóru, eiga og nota helgirit til leiðbeiningar, uppbyggingar sálarinnar þ.e. á jákvæðan hátt, en einnig á neikvæðan hátt, sem stjórntæki til kúgunar. 

Bók Kimballs When Religion Becomes Evil fjallar um fimm viðvörunarmerki um spillingu innan trúarbragða. Ég er sammála Kimball þegar hann segir að trúin sé öflugasti krafturinn í samfélagi manna en einnig sá kraftur sem oftast tengist átökum.   Hann teflir fram fimm hættumerkjum um spillingu og tengir það við Islam....


Þó kristnir og múslimar eigi margt sameiginlegt, rekji sig til sömu ættfeðra Biblíunnar, dýrki sama Guð, bíði dómsdags og trúi á eilíft líf í Paradís, þá er trúariðkunin og trúarhitinn gerólíkur.  Þar sem trúfrelsi ríkir getur fólk valið sér átrúnað án þess að það hafi áhrif á veru þess í samfélaginu og þjónustu innan þess, en annars staðar er fólk neytt til ákveðins átrúnaðar á einn eða annan hátt.  Fyrir múslima, er trúin ekki aðeins trú á hinn eina sanna Guð, heldur lífstíll.  Guð er miðja alls og trúarleiðtogarnir valdamiklir í stjórnun samfélagsins.
 Menningarlegt og kerfislægt ofbeldi skapar ófrið innan samfélagsins, sem verður síðan að halda í skefjum með beinu ofbeldi af stjórnvöldum. 

Innan Islam sér Kimball öll fimm viðvörunarmerkin um spillingu og kúgun með andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þar er krafist,
1) skilyrðislauss trúnaðar
2) blindrar hlýðni
3) þar er beðið hins rétta tíma
4) þar helgar tilgangurinn meðalið og
5) þeir lýsa yfir heilögu stríði. 
 
Oftast setjum við kúgun í sambandi við trú en nú er spurning hvort þetta eigi ekki við í dag varðandi fjármál heimsins... þar sem eitt ríki kúgar annað. 


Hvernig lítur dæmið út ef við skiptum út nokkrum áhrifamiklum orðum.
Öll lönd hafa stjórnir (trú) og stjórnarskrá (trúarrit)... stjórnin gefur út yfirlýsingar, á réttum tíma... sem lýðurinn þarf að treysta að séu réttar... rangar upplýsingar eru gefnar til að stjórna skoðun þeirra... og til að öðlast hylli almúgans þá lýsa þeir yfir ,,stríði” með hryðjuverkalögum... 


Það mætti svo bæta við... 6) birtast síðan sem bjargvættir... svo allur heimurinn sjái hver sé nú hver sé góði gæjinn...    


mbl.is Ekkert gefið upp um gang viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úlfar í sauðagæru...

Ég vona að íslenska ríkisstjórnin bíti ekki á agnið. Þvílíkur aumingjaskapur hjá þeim sem átti að vera ,,vinaþjóð okkar"...  að hnésetja okkur, útmála okkur sem aumingja, setja á okkur hryðjuverkalög... og til að kóróna allt þykjast þeir ætla bjarga okkur með því að lána okkur peninga.

Sendum nefndina öfuga til baka, tippexum yfir Bretland á landakortum, hættum viðskiptum við þá, hættum að ferðast til Bretlands og hættum að kaupa breskar vörur. Enda höfum við ekkert að gera til Bretlands þegar Íslendingar eru reknir út úr verslunum þar vegna þjóðernis.
Maður hélt fyrst að það væri bara ,,Sá Brúni" sem væri að snapa atkvæði... en almenningur hefur innbyrt það með bjórnum undanfarið að við séum óvinir þeirra...


mbl.is 580 milljarða lán frá Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú.... ég hélt þeir ætluðu að fjölga í hópnum...

Skáti ávalt reiðubúinn... humm... verður þá væntanlega ekki lengur kjörorð breskra skáta eða hvað?  Þetta orð ,,kynlífsráðgjöf"... gæti vakið misskilning. Svona getur maður misskilið grein á fyrirsögninni einni.  Ég hélt fyrst að þeir teldu ,,kynlífsráðgjöf" einu vonina til að fjölga í hópnum.. en svo var greinin með þveröfugan tilgang... ,,ráðgjöfin" á að forvörn.
mbl.is Skátar fá kynlífsráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband