13.10.2013 | 20:20
Hartford CT - Newport RI
Eftir maraþonið í Hartford CT, fór ég strax að leita að bílnum... og leiðin lá til Rhode Island. Ákveðin í að hlaupa EKKI í dag (sunnudag), ég fékk herbergið á Quality Inn og HVÍLÍKUR LÚXUS... ég var með stórt rúm, stórt baðherbergi og auka baðherbergi með heitum potti með nuddi... Mín naut sín eins og drottning :)
Ég dúllaði mér og tilbúin í rúmið uppgötvaði ég að ég hafði gleymt vekjaraklukkunni úti í bæ... Nohh, ég átti að sofa á mínu græna á meðan hinir Maniac-arnir og 50 State-ararnir myndu streða þetta maraþon.
Quality Inn & Suites (RI032)
936 W. Main Road , Middletown, RI, US, 02842
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2013 | 03:21
Kefl - Boston MA - Hartford CT
Gullið keyrði mig upp á flugvöll eh... Aldrei þessu vant þá ætlaði ég að sofa á leiðinni út, bjóst við að ég væri búin að sjá allar bíómyndirnar og líka að það væri rigning í Boston og leiðinlegt að keyra og þá er betra að hafa athyglina í lagi.
Ekki gat ég sofnað svo ég byrjaði á tveimur nýjum myndum og hætti (þær voru leiðinlegar) svo við þær og horfði á I robot einu sinni enn :/

Man ekki hvenær ég flaug síðast til Boston og nú er búið að breyta, allar bílaleigurnar eru komnar í eitt þjónustuhús... Það var ágætt því ég gleymdi mér fyrst og beið hjá Hertz en varð að færa mig til Budget. Ég fékk hvílíka LÚXUSKERRU, VÁ og ég naut mín í botn þegar ég keyrði þessar rúmar 100 mílur til Hartford í þessu bjarta og fína veðri... þó það væri kolniða-myrkur ;)
Við Lúlli höfum örugglega verið áður á þessari áttu. Ég man svo vel eftir henni frá því síðast. Ég hljóp þetta maraþon 2010
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/1105178/
1.6 miles from destination
57 W Service Rd, Hartford, CT, US , 06120-150
Phone: 1-860-246-8888 room 147
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2013 | 19:31
Denver Colorado - Halló Hafnarfjörður
Flugið tók 6:45 mín (7:40 út) og það var óvenju mikil ókyrrð og hrisstingur á vélinni. Við vorum í glæ-nýrri vél með nýjum skjám á sætisbakinu fyrir framan okkur... en sömu bíómyndunum. Ég er búin að horfa á sumar myndirnar mörgum sinnum - bara í flugi.
Þegar við komum heim var veðrið ágætt. Lovísa sótti okkur og keyrði heim. Lubbi heilsaði varla en var greinilega feginn að komast inn. Harpa kom með Venus og þegar hann fór að urra var allt komið í eðlilegt horf.
Það var strax byrjað að ganga frá - til að geta lánað syninum tösku en hann fer til Ungverjalands á morgun.
Ég lagði mig fyrst en skrapp svo til Reykjavíkur með töskurnar.
Back to Normal :)
22.9.2013 | 22:36
Cheynne WY - Denver CO
Við vöknuðum snemma og keyrðum til Fort Collins, þar fengum við okkur morgunmat á Home Town Country Buffet.
MAÐUR hvað það var gott að fá ommilettu og allt sem maður gat hugsað sér.
Vegur I-25 suður var ekki lokaður, kanski fór hann aldrei í sundur heldur var bara á floti þegar við komum.
Eftir morgunmatinn keyrðum við niður í Denver og gerðum síðustu tilraunir til að klára innkaupalistann. Það tókst ekki... sumt er ekki komið í búðir þó það sé komið á netið hjá verslunum.
Við ákváðum að fara bara upp á flugvöll þó við værum snemma í því og fara á BETRI-STOFUNA... skömminni skárra að hanga þar. Við skiluðum "innkaupakerrunni okkar" öðru nafni bílaleigubílnum... hehe og fórum með rútunni upp á völl. Við höfðum keyrt nærri 1300 mílur.
Betri-stofan var síðan LOKUÐ fyrir okkur... AMEX búnir að skera niður fríðindin... kostaði 50 usd á mann að fara þar inn. Við fórum á barinn og fengum okkur bjór og MARGARÍTU. SKÁL
Nú bíðum við eftir flugi heim
22.9.2013 | 00:16
Chadron NE - Scottsbluff NE - Cheyenne WY
Við pökkuðum sem mestu endanlega fyrir heimferðina og keyrðum til Scottsbluff. Við vorum frekar snemma í því og áttum ekki að fá herbergið fyrr en eftir 2-3 tíma. Við skruppum í mollið og eitthvað fleira og reyndum að finna einhverja matsölustaði. Síðan fengum við þá hugmynd að halda áfram svo við hefðum styttri keyrslu á flugvöllinn á morgun því við vitum í raun ekki hvort það verða tafir eða ófærur vegna flóðanna í Boulder og Ft Collins.
Við fengum að fara á netið í Lobbýinu og panta hótel áður en við afpöntuðum þetta og lögðum síðan af stað til Cheyenne sem er höfuðborgin í Wyoming.
Við höfum leitað að ákveðnum hlutum L E N G I en ekki fengið... við gerðum heiðarlega tilraun í Cheyenne en á morgun er síðasti séns.
Motel 6 - Cheyenne #2911735 Westland Road Cheyenne, WY 82001 (307) 635-6806 room 128 |
20.9.2013 | 00:50
Belle Fourche SD - Chadron NE
Mikið var rosalega gott að hafa fengið að sofa lengur í dag og sleppa því að hlaupa... Ég þvoði allan óhreina þvottinn m.a. þrenna hlaupagalla. Ég hitti tvær hlaupakonur við þvottavélina sem höfðu líka sleppt þessum degi úr seríunni... og þær vissu um að hjólastólastrákarnir ætluðu líka að sleppa þessum degi úr vegna þess að leiðin á að vera grýtt og erfið.

Við keyrðum til Chadron Nebraska eh, með góðu stoppi í Rapit City... við tókum Walmart, Target og Dollar Tree fram yfir Forsetana í fjöllunum - enda búin að heimsækja þá tvisvar áður.
Við náðum að versla flest af listanum okkar góða sem lengist í hvert skipti sem ég fer í tölvuna :)
Fengum okkur að borða á Golden Corrall, við höfum verið í heldur aumu fæði - þannig lagað. Þegar við komum á Áttuna okkar voru hlauparnir að skríða inn. Það voru víst rosalega afföll í hlaupinu í dag, margir slepptu og margir hættu á miðri leið.
Við verðum hér í 2 nætur :)
Super 8 Chadron NE
840 W. HWY 20
Chadron, NE 69337 US
Phone: 1-308-432-4471 room 145
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2013 | 00:17
Bowman ND - Belle Fourche SD

Strax eftir maraþonið í Bowman N-Dakota, keyrðum við 120 mílur suður til Belle Fourche S-Dakota. Vegurinn var teiknaður eftir langri reglustriku, beinn, beinn og meira beinn.
Í Belle Fourche reyndum við að finna hamborgarastað - eini staðurinn var Hardee´s http://www.hardees.com/ og þar fengum við okkur borgara áður en við tékkuðum okkur inn á sexuna. Það er ekki um marga gististaði að velja í þessum bæ. Við verðum hér næstu 3 nætur.

Maraþonið í Belle Fourche var í garði rétt hjá hótelinu okkar. Þar var þjónustuhús sem þessi hlaupasería heitir eftir - Center of The Nation - og í garðinum er landfræðlega miðja Norður Ameríku. Ég var ekkert að lesa á þetta merki fyrr en ég tók eftir að það er eins og efsti verðlaunapeningurinn og sá að fólk var að mynda sig í gríð og erg ofan á miðpunktinum.
Annars er þessi sexa ágæt, með innisundlaug, frítt net og gesta-þvottaherbergi.
Motel 6 Belle Fourche
1815 5th Avenue
Belle Fourche, SD 57717
phone : (605) 892-6663 room 122
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.9.2013 kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2013 | 20:00
Spearfish SD - Bowman ND
Hótelið okkar í Spearfish var frábært... Við keyrðum 130 mílur hingað norður til Bowman eftir beinasta vegi ever, við hefðum getað fest stýrið og lagt okkur.
Bowman er lítill bær með ENGU. Þegar við spurðum um búðir sagðist kona keyra til Spearfish til að versla... vá, 130 mílur hvora leið.
Það góða er að hótelið er að þau ætla að hafa morgunmatinn kl 4:30 svo við fáum að borða fyrir hlaupið
SUPER 8 BOWMAN
408 3rd Ave SW, Bowman, ND 58623-0675 US
phone: 1-701-523-5613 room 28
15.9.2013 | 00:22
Denver CO - Spearfish SD
Við vorum ótrúlega blessuð. Við lögðum af stað um hálf 9 upp á von og óvon að komast í kringum þetta flóð, sem var verst í Boulder og Ft Collins. Það er ekki nóg að hafa Garmin, því ef maður þarf að fara langt úr leið, vill hann stanslaust láta mann snúa við eða vill fara stystu leið inn í leiðina aftur.
En þetta gekk allt vel því við vissum hvaða götur við áttum að fara... Ástandið leit svo illa út í gær, allir vegir lokaðir, hættulegt að vera á ferðinni í myrkri og við óviss hvort við kæmumst í hlaupin... Þetta blessaðist allt saman og við keyrðum um 450 mílur í dag í glaða-sólskini og upp í 30 stiga hita. Síðasta hálftímann fór að rigna.
Við fórum í Walmart að versla og keyptum okkur nýsteiktan kjúkling að borða :P Komum á hótelið okkar rétt rúmlega 6.
Quality Inn
2725 1st Ave, Spearfish 57783 S-Dakota
http://www.qualityinn.com/hotel-spearfish-south_dakota-SD023
14.9.2013 | 13:21
Keflavík - Denver CO
Við lentum í Denver eftir 7 tíma og 35 mín flug. Denver er ekki skemmtilegur flugvöllur, það er hrikalega langt í útlendinga-eftirlitið og þar eru raðir af fólki úr mörgum flugvélum og alltaf löng bið.
Það versta var að í röðinni fengum við að vita að vegur 25 norður til Wyoming var í sundur vegna flóða. Við vorum með gamalt kort af fylkinu og áætluðum þá að fara 76 vestur en það svæði var allt á floti. Við og þúsundir annarra voru föst og fyrsta hótelið okkar var í Cheyenne WY.
Það var ekkert annað að gera en að keyra á milli hótela og reyna að fá gistinu. Mörg þeirra voru þegar full enda klukkan orðin 10 pm á þeirra tíma... en við fengum loks svítu á Led Lion...
Eins og útlitið er, þá lítur út fyrir margra daga töf áður en það verður gert við vegina... þá höfum við verið að fylgjast með fréttum og sýnist að það rigni enn fyrir norðan þangað sem við ætlum að fara og þá er spurning hvort hlaupunum verði aflýst.
Við höfum leitað leiða til að komast áfram og vorum að frétta af krókaleið kringum flóðasvæðið. Ef það tekst þá keyrum við yfir 400 mílur í dag.
(303) 373-5900
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2013 | 20:56
Sumarið sem rataði ekki til okkar.
Sumarið hefur í sjálfu sér verið ágætt - þ.e.a.s. maður verður að gera gott úr því, ekki ræður mannlegur máttur við veðrið.
Við systurnar höfum verið í ratleiknum og svo fórum við Matthías saman í ratleikinn þannig að hann hefur fundið 18 spjöld og hefur titilinn Göngugarpur. Við gerðum síðan videó og settum á Youtube.com.
Það var rosa gaman hjá okkur en við reyndum að nota góða veðrið þegar það gafst.

Arionbanki er núna með Götusýningu í Reykjavík. Um 600 listamenn fengu hver eina mynd setta upp og ég fékk að vera með.
Ég tók mynd af prjónaðri dúkku og myndaði hana fyrir framan eitt af málverkunum mínum... þannig að ég sló eiginlega 2 flugur í einu höggi.
Myndin er í Arionbanka við Hlemm.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2013 | 01:16
Sumarfrí :)
Lokahátíð æskulýðsstarfs Ástjarnarkirkju var 12.maí en ég ákvað að vera með starf út maí. Kirkjuprakkararnir fóru í hetju-ferð á Helgafell 28.maí og Þristurinn fór í Paintball síðasta þriðjudag, 11.júní.
Nú má sumarið koma - takk fyrir. Nú er kominn tími til að undirbúa sig fyrir haustmaraþonin. Ég hef ekki planað ferð til USA í sumar, á ekki ferð fyrr en um miðjan sept.
Mig langar að fara í nokkrar göngur, hjóla, hlaupa og taka ratleikinn. Þú er bara að biðja Almættið um gott veður í sumar.
27.5.2013 | 10:18
Komin heim í rokið og kuldann...
Komum snemma til Boston og borðuðum á Old Country Buffetinu okkar í Meadow Glen Mall. Þar var löng biðröð inn enda er hátíðarhelgi - Memorial Day. Við erum búin að versla svo það var ekki eftir neinu að bíða, bara skila bílnum og koma sér á völlinn.
Við vorum mætt mjög snemma út á völl - eigum flug 21:30, en það er líka ágætt að vera ekki í þyngstu umferðinni. Við gerðum ráð fyrir að þurfa að vigta töskurnar og færa á milli...
Biðin eftir fluginu var svolítið löng og ég varð sífellt syfjaðri... þegar við komum inn í vélina og ég var búin að athuga hvort það væri einhver ný bíómynd (NEI) þá ákvað ég að reyna að sofa á leiðinni heim. það gekk brösuglega því við vorum aftasta sæti fyrir framan neyðarútgang og ekki hægt að halla sætunum aftur.
Mamma og pabbi sóttu okkur út á völl - og við yfir-fylltum bílinn þeirra af dótinu... svo þegar maður kemur heim þá eru þetta mest umbúðir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.6.2013 kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2013 | 13:14
Springfield - Boston MA - Keflavik Ísland

Við fórum í æðislegt moll í gær.
http://www.holyokemall.com/
Þar var allt og allar verslanirnar undir einu þaki, allar sem við gætum hugsað okkur og þurftum að fara í. Við molluðumst hálfan dag og ég fann hluti sem ég hef verið með augun opin fyrir í nokkrum síðustu ferðum.
Eftir mollið borðuðum við og fórum aftur á hótelið og pökkuðum í eina tösku.
Nú er komið að heimferð. Að baki eru 4 maraþon í 4 fylkjum (VT, NH, RI og MA) keyrsla og ómælt búðarráp.
Við keyrum til Boston þegar ég hef lokað tölvunni og fljúgum heim í kvöld.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Áramóta-annáll fyrir árið 2024
- Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024
- Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024
- Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024
- Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007