3.12.2013 | 15:45
Dagur 7, Cocoa Beach - Orlando - heim
Vá hvað tíminn er fljótur að líða... við vorum að koma hingað og erum á leiðinni heim.
Við fengum okkur morgunmat, kláruðum að pakka og skruppum á ströndina. Þessar amerísku viðar-staura-bryggjur eru alltaf jafn sjarmerandi.
Við gengum á ströndinni, Berghildur hékk aðeins á barnum á bryggjunni ég sannað það með mynd seinna því millisnúran er komin ofaní tösku.
Við þurfum grafískan hönnuð með þrívíddarhugsun til að raða töskunum í bílinn en ég held að Edda komist líka með ef hún situr undir tösku - annars verður hún að fara heim með næsta flugi
Þá er það bara að tékka sig út
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.12.2013 kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2013 | 00:39
Dagur 6 á Cocoa Beach Florida
Við reyndum aðeins að ná okkur aftur á strik í versluninni. Annars var planið að fara á ströndina en það breyttist snarlega þegar við fórum að tala um búðir.
Við eyddum góðum tíma í Best Buy en keyptum ekkert þar... fórum í JoAnn en lítið keypt... svo endar maður í Walmart og þar finnur maður flest af því sem manni vantar ekki. Ég setti þi þvottavél og þurrkara.
Við fórum heim aftur, Berghildur og Edda pökkuðu niður, ég hafði gert það jafn óðum.
Nú er heimferð á morgun
2.12.2013 | 14:37
Dagur 5, Space Coast Marathon, Cocoa Village
Eftir maraþonið fórum við í Walmart og keyptum kjúkling og kartöflusalat til að borða... Síðan var bara slakað á og farið snemma að sofa.
1.12.2013 | 00:42
Dagur 4, Orlando - Cocoa Beach
Við tékkuðum okkur út á mínútunni 11 í morgun. Við gátum troðið töskunum í bílinn... ótrúlegt en satt. Við gátum samt ekki still okkur um að koma við í búðum á leiðinni til Cocoa Beach.
Þar tékkuðum við okkur inn á Days Inn og fórum að sækja gögnin fyrir maraþonið á morgun. Expo-ið var í Kennedy Space Center á Canaveral höfða... það voru geim-skutlur sem skoðuðu geim-skutlur.
Margt skemmtilegt að sjá á staðnum.
Við vorum ekki lengi í expo-inu, fórum þangað sem hlaupið byrjar, keyptum morgunmat og borðuðum kvöldmat.
Þá er bara að skáskjóta sér framhjá töskunum inn í herbergið ;)
Days Inn
5500 North Atlantic Ave,
Cocoa Beach FL 32931
Phone: (321) 784-2550 Room 133
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.12.2013 kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2013 | 02:25
Dagur 3 í Orlando - Black Friday
Við héldum að við yrðum frekar rólegar í dag EN það var misskilningur...
við vöknuðum kl 5 í stað 3 í nótt og skelltum okkur af stað... beint upp í útsöluþorp og byrjuðum að hala inn pokana... enda BLACK FRIDAY ;)
Berghildur og Edda voru miklu duglegri en ég... áður en við vissum af vorum við búnað að fylla skottið á bílnum.
Við tókum okkur smá pásu í hádeginu, borðuðum morgunmat á Golden Corall... æðislegar ommilettur, hars browns og allar kúnstir. Við hreinlega ultum út og hefðum ekki þurft að borða meira í dag... Síðan fórum við í nokkur moll... Við versluðum stanslaust í 14 tíma... geri aðrir betur.
Það þýðir auðvitað að við þurfum ekki að fara SVO snemma af stað á morgun.
29.11.2013 | 03:50
Dagur 2 í Orlando - Thanksgiving
Við vorum komnar út eldsnemma... svo snemma að það var ekki búið að opna í Útsöluþorpinu... sem opnaði kl 10 am.
Við tókum því eina ferðamanna-keyrslu niður International Drive. Sáum húsið sem er á hvolfi og eitthvað fleira var þarna að skoða.
Eftir að það opnaði var dagurinn FLJÓTUR að líða. Við versluðum MIKIÐ og spöruðum ÓGEÐSLEGA MIKIÐ.
Við fengum okkur að borða á DENNY´s og renndum svo í WAL-MART... Þetta er í eina skiptið sem við höfum bakkað út þaðan.
Það var brjálað að gera, hundraðmetra röð að öllum kössum og hreinasta geðveiki að ætla að "skreppa" inn.
Við ákváðum því að fara frekar í TARGET... en maður minn það var biðröð í kringum húsið... Við fórum heim í BILI ;)
Þegar pokarnir voru komnir á rúmið sáum við að við höfðum getað verslað þó nokkuð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2013 | 01:31
Dagur 1 í Orlando
Við sváfum ágætlega... borðuðum ágætis morgunmat og gerðum smá teygjur fyrir búðarrápið... við ætluðum að taka vel á því í dag.
Það var byrjað í Dollar Tree, síðan Walmart, Target, annað Dollar Tree, og annað Walmart og borðað á Golden Corrall.
Berghildur tekur myndir af öllu en snúran til að færa á milli er heima... svo minn gamli Sony Ericsson bjargar málinu til sanna fyrir fólkinu heima að það er hörku vinna að versla.
27.11.2013 | 12:58
Keflavík - Orlando Florida
Þetta er í fyrsta sinn sem við systurnar förum erlendis saman. Það var ekki upphaflega planað, því ég ætlaði ein... en í ratleiknum í sumar ákváðu þær að koma með :D
Þetta er kannski bara byrjunin á einhverju meiru :)
Flugið hingað var óvenju langt, tók 8 og hálfan tíma... og ég búin að sjá allar bíómyndirnar mörgum sinnu í flugvélinni. Við vorum ekki komnar í bælið fyrr en tólf á staðartíma, kl 5 um morguninn heima...
Það var ekkert mál að vera 3 í herbergi... kostar ekkert meira... en við fengum síðasta herbergið með 2 rúmum.
Super 8
5900 American Way, International Drive
Orlando 32819
room 256
15.10.2013 | 11:52
Boston MA - Keflavík
Ég stoppaði M Ö R G U M sinnum á leiðinni til Boston og bætti í töskurnar... Ég fór á Meadow Glen Mall og borðið á buffetinu... var eiginlega að bíða eftir að tíminn liði.
Sem betur fer fór ég snemma af stað út á flugvöll því ég lenti í umferðar-sultu (traffic-jam) og var um klst að fara rúmar 6 mílur. Þessi ferð er búin að vera hreinn LÚXUS... æðislegur bíll og dekur-hótel. þegar ég skilaði bílnum sagði strákurinn að það kæmi ekki til greina að ég færi að dröslast með rútunni með allt þetta dót og fékk mér einkabílstjóra. Engin smá þjónusta.
Það var bráðnauðsynlegt að smella í sig einni Möggu á flugstöðvarbarnum ;) og hún var ekki af verri endanum. Stærsta staup sem ég hef fengið.
Vélin fór á loft kl 21 og ég var svo heppin að miðjusætið í minni röð var autt... lúxus ALLA leið heim... því Bíðari nr 1 sótti mig á völlinn.
Ég ferðaðist um 3 fylki, komst í gegnum 2 maraþon og keyrði 351 mílu á 4 dögum... fyrir utan að versla... það er bara ágætt :)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2013 | 11:42
Middletown/Newport RI - Boston MA
Ég er gráti næst að þurfa að yfirgefa þennan lúxus... en nú er komið að heimferð... ég er búin að fá mér dýrindis morgunmat, sem ég gat auðvitað ekki nýtt mér í gær þegar ég fór eldsnemma af stað í maraþonið og maulaði þurra beyglu á leiðinni.
Það eru bara rúmar 70 mílur til Boston... og flugið heim er kl 21:00 svo ég hef nógan tíma til að bæta einhverju í töskurnar. Svo ég dríf mig af stað þegar ég hef klárað að pakka niður.
13.10.2013 | 20:20
Hartford CT - Newport RI
Eftir maraþonið í Hartford CT, fór ég strax að leita að bílnum... og leiðin lá til Rhode Island. Ákveðin í að hlaupa EKKI í dag (sunnudag), ég fékk herbergið á Quality Inn og HVÍLÍKUR LÚXUS... ég var með stórt rúm, stórt baðherbergi og auka baðherbergi með heitum potti með nuddi... Mín naut sín eins og drottning :)
Ég dúllaði mér og tilbúin í rúmið uppgötvaði ég að ég hafði gleymt vekjaraklukkunni úti í bæ... Nohh, ég átti að sofa á mínu græna á meðan hinir Maniac-arnir og 50 State-ararnir myndu streða þetta maraþon.
Quality Inn & Suites (RI032)
936 W. Main Road , Middletown, RI, US, 02842
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2013 | 03:21
Kefl - Boston MA - Hartford CT
Gullið keyrði mig upp á flugvöll eh... Aldrei þessu vant þá ætlaði ég að sofa á leiðinni út, bjóst við að ég væri búin að sjá allar bíómyndirnar og líka að það væri rigning í Boston og leiðinlegt að keyra og þá er betra að hafa athyglina í lagi.
Ekki gat ég sofnað svo ég byrjaði á tveimur nýjum myndum og hætti (þær voru leiðinlegar) svo við þær og horfði á I robot einu sinni enn :/
Man ekki hvenær ég flaug síðast til Boston og nú er búið að breyta, allar bílaleigurnar eru komnar í eitt þjónustuhús... Það var ágætt því ég gleymdi mér fyrst og beið hjá Hertz en varð að færa mig til Budget. Ég fékk hvílíka LÚXUSKERRU, VÁ og ég naut mín í botn þegar ég keyrði þessar rúmar 100 mílur til Hartford í þessu bjarta og fína veðri... þó það væri kolniða-myrkur ;)
Við Lúlli höfum örugglega verið áður á þessari áttu. Ég man svo vel eftir henni frá því síðast. Ég hljóp þetta maraþon 2010
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/1105178/
1.6 miles from destination
57 W Service Rd, Hartford, CT, US , 06120-150
Phone: 1-860-246-8888 room 147
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2013 | 19:31
Denver Colorado - Halló Hafnarfjörður
Flugið tók 6:45 mín (7:40 út) og það var óvenju mikil ókyrrð og hrisstingur á vélinni. Við vorum í glæ-nýrri vél með nýjum skjám á sætisbakinu fyrir framan okkur... en sömu bíómyndunum. Ég er búin að horfa á sumar myndirnar mörgum sinnum - bara í flugi.
Þegar við komum heim var veðrið ágætt. Lovísa sótti okkur og keyrði heim. Lubbi heilsaði varla en var greinilega feginn að komast inn. Harpa kom með Venus og þegar hann fór að urra var allt komið í eðlilegt horf.
Það var strax byrjað að ganga frá - til að geta lánað syninum tösku en hann fer til Ungverjalands á morgun.
Ég lagði mig fyrst en skrapp svo til Reykjavíkur með töskurnar.
Back to Normal :)
22.9.2013 | 22:36
Cheynne WY - Denver CO
Við vöknuðum snemma og keyrðum til Fort Collins, þar fengum við okkur morgunmat á Home Town Country Buffet.
MAÐUR hvað það var gott að fá ommilettu og allt sem maður gat hugsað sér.
Vegur I-25 suður var ekki lokaður, kanski fór hann aldrei í sundur heldur var bara á floti þegar við komum.
Eftir morgunmatinn keyrðum við niður í Denver og gerðum síðustu tilraunir til að klára innkaupalistann. Það tókst ekki... sumt er ekki komið í búðir þó það sé komið á netið hjá verslunum.
Við ákváðum að fara bara upp á flugvöll þó við værum snemma í því og fara á BETRI-STOFUNA... skömminni skárra að hanga þar. Við skiluðum "innkaupakerrunni okkar" öðru nafni bílaleigubílnum... hehe og fórum með rútunni upp á völl. Við höfðum keyrt nærri 1300 mílur.
Betri-stofan var síðan LOKUÐ fyrir okkur... AMEX búnir að skera niður fríðindin... kostaði 50 usd á mann að fara þar inn. Við fórum á barinn og fengum okkur bjór og MARGARÍTU. SKÁL
Nú bíðum við eftir flugi heim
22.9.2013 | 00:16
Chadron NE - Scottsbluff NE - Cheyenne WY
Við pökkuðum sem mestu endanlega fyrir heimferðina og keyrðum til Scottsbluff. Við vorum frekar snemma í því og áttum ekki að fá herbergið fyrr en eftir 2-3 tíma. Við skruppum í mollið og eitthvað fleira og reyndum að finna einhverja matsölustaði. Síðan fengum við þá hugmynd að halda áfram svo við hefðum styttri keyrslu á flugvöllinn á morgun því við vitum í raun ekki hvort það verða tafir eða ófærur vegna flóðanna í Boulder og Ft Collins.
Við fengum að fara á netið í Lobbýinu og panta hótel áður en við afpöntuðum þetta og lögðum síðan af stað til Cheyenne sem er höfuðborgin í Wyoming.
Við höfum leitað að ákveðnum hlutum L E N G I en ekki fengið... við gerðum heiðarlega tilraun í Cheyenne en á morgun er síðasti séns.
Motel 6 - Cheyenne #2911735 Westland Road Cheyenne, WY 82001 (307) 635-6806 room 128 |
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007