Leita í fréttum mbl.is

Komin til Albert Lea, Minnisota

Við keyrðum í gær frá Omah. Ætluðum bara til Des Moines, sem er höfuðborg Iowa. Keyrðum I-80 frá Omaha og þegar við komum að borginni lá þjóðvegurinn í kringum borgina... öll exit-in voru vinstra megin sem er óvenjulegt og umferðin svo mikil að við eiginlega misstum af þeim. Við fengum okkur sexu... og þar af leiðandi var ekkert internet Woundering 
Hvernig fórum við að hérna einu sinni  Gasp  Tölvulaus og allt Crying

Staðurinn og netleysið var ekki nógu spennandi til að vera þarna lengur. Þess vegna héldum við áfram áleiðis til Minneapolis.

Við erum núna á Countryside Inn Motel, 2102 Main Street, Albert Lea  MN.
Síminn er 507 373-2446 ... room 36

Við erum ekki búin að ákveða hvort við höldum áfram ferðinni á morgun eða verðum lengur.

Það kólnar eftir því sem við förum norðar... við neyðumst til að fara í síðbuxur, sokka og peysu... amk á kvöldin...


Ekkert nema dýrð og dásemd

Það er svo skrítið  Woundering
Við ferðumst ekki án þess að ég hlaupi maraþon um leið... þannig að allar ferðir miðast við það... Markmiðið er maraþon - en svo er ég alltaf svo fegin þegar hvert hlaup er afstaðið  Woundering

íkorni á hlaupumÍ morgun hljóp ég mitt 91. maraþon, en ef ég teldi þau eins og kaninn gerir, þá hefði þetta maraþon verið mitt hundraðasta.  Þeir telja hvert Ultra-maraþon sem eitt maraþon og ég er búin að hlaupa Laugaveginn 9 sinnum. 

Reglurnar eru skýrar, ég gæti t.d. ekki talið Þingstaðahlaupið með... þ.e. frá Valhöll á þingvöllum í Alþingishúsið (50km) þar sem það er ekki eftir viðurkenndum stöðlum.

Engispretta í OmahaTilgangi ferðarinnar til Omaha er sem sagt náð Wink 
Omaha er höfuðborg Nebraska, mikill hávaði frá umferðinni og NÁTTÚRUNNI... það er ótrúlegur hávaði frá náttúrunni. 
Hávaðinn kemur frá engisprettum, sem eru vaðandi út um allt og Lúlli stóðst ekki að mynda eina og litla sæta íkornann sem var að hlaupa að bílnum okkar. 


Týri tengdasonur fertugur

Týri tengdasonurKissing  Kissing  Kissing  Kissing  X 10 = 40

Týri tengdasonur er fertugur í dag 27.sept. rós     








Innilegar hamingju óskir með daginn kæri tengdasonur.
Megi Guð og gæfan vera með þér og þínum.

Vonum að dagurinn verði þér góður í minningunni, sendum þér bestu kveðjur frá Omaha í Nebraska.
Kossar og knús þegar við komum heim aftur. 

Tengdó

Vondur heimur!

Við segjum svo oft að við lifum í vondum heimi... gæðum hans sé misskipt og margir lifi ,,í helvíti" á jörðu. Vissulega er það rétt... meiripartur jarðarbúa býr við afar léleg kjör - því miður... en spurningin er..... er þá heimurinn vondur... Heimurinn var góð sköpun. 
Fimm sinnum í sköpunarferlinu segir Guð að sköpunarverk hans sé gott og að síðustu er það harla gott.

1Mós 1:31a   Og Guð leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott.

Heimurinn sjálfur er enn góður, af honum höfum við allt sem við þurfum, gæði jarðarinnar halda lífinu í okkur... aftur á móti eru ill öfl í heiminum sem aftra því að allir geti lifað af þessum gæðum. Þessi öfl er ekki heimurinn sjálfur - heldur eru þau í heiminum. Sköpunin var og er góð, maðurinn er vondur sbr. orð Jesú:

Mark 10:18 og Lúk 18:19   Jesús sagði við hann: Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn.


Hvaðan kemur nafnið Lúsífer?

Jes. 14:12 segir: Hversu ert þú hröpuð af himni árborna morgunstjarna.
Jesaja er að spá fyrir falli Babýlon þegar hann segir þetta og af þessum orðum er farið að kalla þennan fallna engil Lúsifer eða ljósengilinn

Í Vulgötu (latnesk þýðing Biblíunnar) þýðir nafnið Lúsífer morgunstjarna og menn lásu þessa vers hjá Jesaja í samhengi við orð Jesú er hann sagði í Lúk 10:18 ,,ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu." Af þessu fóru menn að trúa því að nafn Satans fyrir fallið hafi verið Lúsífer og að hann hafi verið hæstur engla. (námsefni Fimmbókaritið hjá GAJ) 

Oft erum við að lesa hitt og þetta inn í texta... úr verða tilgátur sem síðar er farið með sem heilagan sannleika. Nafnið Satan kemur einungis fyrir í 3 ritum Gt... í 1.Kronikubók, Job og Sakaría.  Í Jobsbók og Sakaría er hann ákærandi og egnandi til illinda í 1.Kron.

Sá texti sem oftast er litið til, þó nafn engilsins komi hvergi fram, þegar talað er um fall Satans af himni er Esekíel 28:12-15

-12- Mannsson, hef upp harmljóð yfir konunginum í Týrus og seg við hann: Svo segir Drottinn Guð: Þú varst ímynd innsiglishrings, fullur af speki og fullkominn að fegurð! -13- Þú varst í Eden, aldingarði Guðs, þú varst þakinn alls konar dýrum steinum: karneól, tópas, jaspis, krýsolít, sjóam, onýx, safír, karbunkul, smaragð, og umgjörðir þínar og útflúr var gjört af gulli. Daginn, sem þú varst skapaður, var það búið til. -14- Ég hafði skipað þig verndar-kerúb, þú varst á hinu heilaga goðafjalli, þú gekkst innan um glóandi steina.  -15- Þú varst óaðfinnanlegur í breytni þinni frá þeim degi, er þú varst skapaður, þar til er yfirsjón fannst hjá þér. 

-17- Hjarta þitt varð hrokafullt af fegurð þinni, þú gjörðir speki þína að engu vegna viðhafnarljóma þíns. Ég varpaði þér til jarðar, ofurseldi þig konungum, svo að þeir mættu horfa nægju sína á þig.

Textinn gefur ekki til kynna að Ljósengillinn Lúsífer hafi verið skapaður fremri öðrum englum, þ.e. með meira vit... en hann hafði verið settur framar, sem verndar-kerúb og hann ofmiklaðist af því, hrokaðist upp við upphefðina... við segjum það oft um fræga fólkið... það höndlaði ekki frægðina, kanski var það þannig með hinn fallna engil.


Paradís

Síðasta vor var ég í Fimmbókaritinu hjá Dr. Gunnlaugi A Jónssyni sem hefur gríðarlega þekkingu á efninu og deildi með nemendum miklum fróðleik. Var þar margt sem kom manni gersamlega á óvart. Eitt af því var orðið Paradís.
Orðið Paradís kemur ekki fyrir í fyrstu köflum 1. Mós.... það kemur reyndar aðeins 3svar fyrir í hvoru testamenti,  í Nt.  Lúk 23:43, 2.Kor 12:4, Op 2:7 og Neh. 2:8, Préd. 2:5, Ljóðalj. 4:43 í Gt.

Sjötíumannaritið, LXX (grísk þýðing Gt)
 notaði hugtakið paradeisos  í þýðingu sinni... og er það talin ástæða þess að vissir hópar gyðinga (t.d. Fíló) fóru að telja nafnið vera hið rétta nafn Eden-garðsins.

Gyðingar trúðu ekki á líf eftir dauðann, en eftir að þeir tóku að trúa á að til væri dvalarstaður fyrir réttláta eftir dauðann töldu þeir Eden vera þann stað og notuðu síðar nafnið paradeisos yfir hann. Uppruna orðsins má rekja til persneska orðsins pariridaeza, í hebreskri orðmynd kemur það eins og áður hefur komið fram, 3svar í Gt.  Í öllum tilefllum er orðið notað í hlutlausri merkingu yfir garð. 

Þessi breyting hjá gyðingum átti sér stað eftir Krist og samræmist merkingunni hjá kristnum, þ.e. að Paradís sé dvalarstaður réttlátra eftir dauðann.


Happdrættisvinningar

Undanfarinn mánuð hefur bókstaflega rignt inn á gmailið mitt tilkynningum um vinninga í Bretlandi. Fyrst vann ég 500.000 pund, síðan 1 milljón punda og nú síðast var upphæðin komin í 1,5 milljónir punda.  Alltaf var það nýtt og nýtt fyrirtæki sem sendi póstinn.
Ég eyddi póstinum jafnóðum, því einhver var búinn að vara við að opna hann, því það eitt gæti þýtt undirskrift um greiðslu á einhverjum gjöldum. 

Síðasta póstinum fylgdi viðvörun á íslensku að um svindl gæti verið að ræða.

Opnið athugasemdirnar og sjáið..... þar hef ég safnað saman þeim vinningum sem komu eftir bloggfærsluna.


mbl.is Svindl á Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þett´ er lífið :o)

Við erum komin til Omaha Nebraska. Áttum pantaða áttu en afpöntuðum hana, okkur leist betur á Travelodge... þeir hafa sundlaug og heitan pott Joyful verðum hérna í 5 nætur.

Travelodge 7101 Grover Street, Omaha, NE 68106 US, sími 402-391-5757 herbergi 510.... ef einhver þarf að ná í okkur.

Við höfum allar búðirnar við hendina, í götunni... Joyful og Old Country Buffet í seilingarfjarlægð. Við borðuðum þar, fórum í heita pottinn og slöppuðum af á eftir... Þetta er lífið Kissing


Frá Sioux Falls S-Dakota til Omaha Nebraska

Við erum búin að vera hér 3 nætur og nú höldum við áfram suður. Næsti áfangastaður er Omaha í Nebraska. Nýtt fylki fyrir okkur. Við munum keyra framhjá eða gegnum Sioux City, þar sem ég hljóp Lewis & Clark Marathonið fyrir 3 árum. Við eigum góðar minningar þaðan. Þeim fannst svo merkilegt að ég kæmi alla leið frá Íslandi til að hlaupa þar að einhver blaðamaður tók viðtal við mig.

Það eru ca. 200 mílur til Omaha og ekkert annað að gera en að drífa sig af stað.


Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?

Ég var að vafra um á vefsvæði Háskóla Íslands í morgun... var að athuga hvort ég væri komin með einkunn fyrir ritgerðina mína og rakst þá á þetta skondna svar við spurningunni ,,Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?"

http://visindavefur.is/?id=14579  Þetta er vel þess virði að kíkja á... en fyrir þá sem nenna ekki að fletta greininni upp... kemur eftirfarandi úrklippa:

...kom í ljós að rifbeinin eru ekki öll eins heldur eru þau dregin í þrjá dilka. Sumir héldu því þá fram að í raun væru ráðin aðeins þrjú en það hefði þýtt að ráðin hefðu verið skorin mjög við trog miðað við fyrstu niðurstöður.

Svo ekkert sé dregið undan skal þess getið hér að allir limir anatómíudeildarinnar sættust á eftirfarandi lausn, enda ekki við hæfi Vísindavefsins að skera niðurstöðurnar við nögl: Ráðin eru alls 24 eins og fyrstu niðurstöður bentu til en þau skiptast í þrjá flokka, jafnmarga og dilkarnir eða trogin sem rifin raðast í:

  • Fyrstu sjö rifbeinapörin kallast heilrif á íslensku (e. true ribs). Af því er orðið heillaráð augljóslega dregið. Heillaráðin eru þess vegna fjórtán.
  • Næstu þrjú rif kallast skammrif (e. false rib) og ráðin undir þeim eru öllu lakari en hin fyrri, enda bara skammgóður vermir. Skammsýnir menn beita þessum ráðum skammlaust og þeim fylgir líka böggull.
  • Síðustu tvö pörin eru smærri en hin og kallast lausarif. Óráð er að taka þessum ráðum einhverjum lausatökum því að þá eiga menn á hættu að verða lauslátir, lausholda, og lausir í rásinni. Lausmælgi er einnig fylgifiskur ráða undan lausarifjunum og þau geta valdið því að mönnum verður laus höndin eins og nú tíðkast og er rifjað upp á hverjum degi í kaldrifjuðum fjölmiðlum.

Við erum bara að spá í rifjasteik í kvöld... Wink


Þýðingarvandamál, gömul saga og ný

Þýðingar hafa alltaf verið vandamál, raunar sagði einhver spekingur að nákvæm þýðing væri ekki til, einungis væri hægt að túlka texta og reyna þannig að koma merkingunni til skila.

Nýja Biblíuþýðingin olli heldur en ekki fjaðrafoki, þar sem ýmsir fóru stórum orðum um að með þýðingunni væri verið að breyta frumtextanum... ég hélt nú fyrst að mér hefði misheyrst... frumtextinn er alltaf eins, það er hebreskan í GT og grískan í NT. Þýðing er aldrei frumtexti.

Apókrýfu bækurnar komu inn aftur eftir nokkur hundruð ára fjarveru. Ein þeirra er Síraksbók.
Hún var rituð á hebresku 180 f. Krist en var 50 árum síðar þýdd yfir á grísku.  Hún hefur nokkra sérstöðu því þýðandi hennar, sem er barnabarn skrifarans setur formála fyrir framan textann, en þar segir:

Jesús, afi minn hafði lengi sökkt sér niður í rannsókn lögmálsins, spámannanna og annarra rita feðra okkar. Var hann orðinn þeim einkar handgenginn.  Það varð honum köllun að leggja sjálfur sitt að mörkum til menntunar og spekiritunar. Það gerði hann til þess að þeir sem lærdómi unna og kynntu sér rit hans gætu tekið framförum með því að breyta eftir lögmálinu.
Ég bið ykkur nú að lesa bókina af velvilja og eftirtekt og taka ekki hart á því þó misbrestur kunni að virðast á þýðingunni á stöku stað en allan lagði ég mig fram við verkið. 
En það sem upphaflega var samið á hebresku fær að einhverju leyti aðra merkingu þegar því er snúið á aðra tungu.
Það á ekki aðeins við um þessa bók. Sjálft lögmálið, spámennirnir og hinar bækurnar víkja um merkingu þónokkuð frá því sem er á frummálinu.

Svo þýðingar hafa alltaf staðið í mönnum. Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um hvernig eigi að þýða upphafsvers Biblíunnar... Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Jörðin var þá auð og tóm.
Textinn leyfir málfræðilega að setningin sé tíðarsetning... og myndi útleggjast þannig... Í upphafi þegar Guð skapaði himinn og jörð, var jörðin auð og tóm. Þetta myndi þýða að hnötturinn Jörð og alheimurinn hafi verið til áður en önnur sköpun hófst.  Kletturinn Jörð gæti þess vegna verið billjarða ára gamall... ef það er til eitthvað sem mælir tíma himingeimnum. 

Málið er að hvor þýðingin sem er, rýrir ekki Biblíuna sjálfa og boðskapinn, hún breytir einungis okkar hugsun eða pælingum.  En hvað sem við spáum fram og til baka, þá er Guð alltaf sá hinn sami.


Er Biblían heilög - er Jesús kominn?

Margir nota hugtakið ,,heilög ritning" yfir Biblíuna. Kanski ruglar það fólk.  Biblían sjálf, þ.e. bókin sjálf, er ekkert heilagri en aðrar bækur, það er boðskapurinn sem hún flytur... fagnaðarerindið  sem er heilagur boðskapur. 

Fagnaðarerindið finnum við í Jóh 3:16   Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. 

Vegna trúar okkar er Biblían okkur hjartfólgin og við lítum öðruvísi á hana en aðrar bækur. Í Nýja testamentinu eru 4 guðspjöll... ég ætla ekki að fara út í samstofnakenninguna. Það sem ég vil benda á, er að þó guðspjöllin séu að mestu leiti sammála, þá segja þau ekki eins frá í sumum tilvikum þó greinilegt sé verið að segja frá sama atburði eins og t.d. hér...

Mark 6:8   Hann bauð þeim að taka ekkert til ferðarinnar annað en staf, ekki brauð, mal né peninga í belti.
Lúk 9:3   og sagði við þá: Takið ekkert til ferðarinnar, hvorki staf né mal, brauð né silfur, og enginn hafi tvo kyrtla.

Nú segja sumir að Guð hafi passað að Orðið væri skrifað rétt niður. Því er ég sammála þ.e. ég tel að það sem skipti mestur máli sé rétt sagt frá.  Fagnaðarerindið er það sem skiptir máli - það sem er sáluhjálp skiptir máli. Annað er okkur til fræðslu, huggunar, uppörvunar og leiðbeiningar.

Ef 4 menn sjá árekstur, segir enginn eins frá honum, eins er með frásagnirnar í Bibíunni. Í raun og veru verður frásögnin ríkari þegar ritarinn auðgar hana með atriðum sem hann tók eftir en kanski enginn annar. Miðja frásagnarinnar er alltaf fagnaðarerindið. 

Það þýðir ekki að ætla að hengja sig á einhver atriði sem varða ekki einu sinni sáluhjálp okkar, og telja Biblíuna og þá fagnaðarerindið merkingarlaust ef það er hægt að finna mótsögn. 

Kristnir menn bíða endurkomu Jesú, menn eru búnir að bíða í 2000 ár og á hverjum mannsaldri í kirkjusögunni hafa menn séð táknin sem segja að séu síðustu tímar... endalokin. Á hverjum tíma var ástandið svo slæmt að menn töldu það ekki geta versnað.
Postularnir seldu allt sitt og biðu endurkomunnar...  Hverjum mætti Páll á leiðinni til Damaskus?

Post 9:4   Hann [Páll] féll til jarðar og heyrði rödd segja við sig: Sál, Sál, hví ofsækir þú mig? Post 9:5   En hann sagði: Hver ert þú, herra? Þá var svarað: Ég er Jesús, sem þú ofsækir.

Samkvæmt Biblíunni hefur Jesús komið aftur - er það ekki ?  


Frá Bismarck til Sioux Falls

Lögðum af stað um 10 leytið. Keyrðum austur I-94, suður 281, austur 12 og suður I-29. Lúlli var nýtekinn við stýrinu aftur, þegar lögreglan stoppaði okkur. Hún hafði verið úti í kanti og hann sveigði ekki yfir á hina akgreinina þegar hann fór framhjá. Reglur eru reglur... en við sluppum við sekt Happy

Við ákváðum að keyra til Sioux Falls í Suður Dakóta, borið fram ,,Sú folls" ca 400 mílur þangað... við vorum hérna fyrir ca 2 árum og ég vildi fara á sömu áttuna... hún er æði. Mollið hérna á móti og svo var hérna geggjað Country Buffet... en það virðist vera hætt.

Við verðum hér í 3 nætur - kanski lengur Wink


Hið sanna fagnaðarerindi

Í Rómverjabréfinu skrifar Páll postuli að Gyðingar eigi að leggja frá sér lögmálið... því þaðan í frá verði menn réttlættir fyrir trú... aðeins fyrir trú..... en alls ekki verk.
Fagnaðarerindið var og er fagnaðarerindi vegna þess að það er trúin sem frelsar þig en ekki hlýðni við lögmál. Ef við værum dæmd eftir verkum ... myndi enginn fara til Guðs.
Fyrir Gyðinga sem höfðu lifað eftir ströngum reglum lögmálsins og verk skipuðu stóran sess í lífi þeirra ss hreinleikalögin, umskurnin, hvíldardagurinn og hátíðir... fyrir þá var þetta stór biti að kyngja.


Í Galatabréfinu 1.6 segir Páll...  

-6- Mig furðar, að þér svo fljótt látið snúast frá honum, sem kallaði yður í náð Krists, til annars konar fagnaðarerindis, -7- sem þó er ekki til; heldur eru einhverjir að trufla yður og vilja umhverfa fagnaðarerindinu um Krist. -8- En þótt jafnvel vér eða engill frá himni færi að boða yður annað fagnaðarerindi en það, sem vér höfum boðað yður, þá sé hann bölvaður. -9- Eins og vér höfum áður sagt, eins segi ég nú aftur: Ef nokkur boðar yður annað fagnaðarerindi en það, sem þér hafið veitt viðtöku, þá sé hann bölvaður. 

Margir taka þessum orðum Páls þannig... að Galatamenn  hafi verið farnir að snúa sér aftur til heiðni, en það er ekki málið... flestir þeirra voru áður gyðingar, eftir að menn taka trú á Krist eru þeir kristnir.

Páll er að ávíta þá fyrir að snúa sér aftur að lögmálinu – verkunum. Páll var að ávíta þá fyrir að treysta ekki orðum Jesú þegar hann segir – fylg þú mér, trú þú á mig og þú munt hólpinn verða.  Páll segir í 6v. að þeir séu að snúa sér til annars konar fagnaðarerindis... og við sjáum á bréfum hans að hann er að setja út á menn sem vildu halda inni ýmsum ákvæðum lögmálsins eins og t.d. umskurninni.

Páll segir að annars konar fagnaðarerindi sé ekki til, einfaldlega vegna þess að um leið og menn blanda verkum við, hættir fagnaðarerindið að vera fagnaðarerindi. Fögnuðurinn liggur í því að þú gefur sjálfan þig, þ.e. sál þína.

Og öfugt við þann frasa sem við þekkjum... að selja sál sína fyrir eitthvað... þá getum við það ekki... við verðum að gefa hana af fúsum og frjálsum vilja.

-11- Það læt ég yður vita, bræður, að fagnaðarerindið, sem ég hef boðað, er ekki mannaverk. -12- Ekki hef ég tekið við því af manni né látið kenna mér það, heldur fengið það fyrir opinberun Jesú Krists. -13- Þér hafið heyrt um háttsemi mína áður fyrri í Gyðingdóminum, hversu ákaflega ég ofsótti söfnuð Guðs og vildi eyða honum. -14- Ég fór lengra í Gyðingdóminum en margir jafnaldrar mínir meðal þjóðar minnar og var miklu vandlætingasamari um erfikenningu forfeðra minna.


Í versum 11 - 14 er Páll að segja að hann gyðingurinn, þekki gyðingdóminn og fagnaðarerindið finni menn ekki þar. Gyðingdómurinn var fullur af verkum í formi erfikenninga og menn vildu halda í verkin.  Páll segist ekki hafa látið kenna sér það honum opinberaðist þetta fagnaðarerindi... Hann fann það ekki upp, hann var að uppgötva það sem ritningarnar sögðu fyrir en menn höfðu rangtúlkað.

Hvað sögðu lærisveinarnir þegar þeir gengu með Jesú á veginum til Emmaus... það brann í þeim hjartað því hann lauk upp fyrir þeim ritningunum... Jesús gaf þeim skilning á því sem var alltaf fyrir augunum á þeim í ritningunni.

Hið sanna fagnaðarerindi eru orð Jesú: fylg þú mér... trú þú á mig og þú munt hólpinn verða. 


Enn í Bismarck

Aumingjans ræfillinn min var svo slappur í gær að hann svaf mest allan daginn og neyddist svo líka til að fara semma að sofa því við þurftum að vakna snemma. Stundum tekur því ekki að aðlagast nýju tímabelti... Pinch 
við reyndum það ekki í síðustu ferð.

Ég hljóp 90. maraþonið mitt í morgun (allt um það á hlaupasíðunni) og eftir hlaupið héngum við á staðnum... það var svo gott veður... fórum með síðustu rútunni að bílastæðinu... Sturtan var himnesk  Kissing 
en það er svo heitt að ég sit hér og blogga sveitt... á handklæðinu Wink  
Við tökum því rólega í dag en á morgum keyrum við áleiðis til Nebraska.


Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Sept. 2008
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband