Leita í fréttum mbl.is

Hlunnindi - reki

Nú hefur fimmta andarnefjan rekið á land.
Reki hefur alltaf talist til hlunninda fyrir jarðir sem liggja að sjó, amk nýtanlegur reki.  Sé dýrið nýdautt er kjötið af því mikil búbót en úldnuð hvalhræ hafa ekki verið fagnaðarefni, enda eru dýrin engin smá stykki eins og lýsingin á andarnefjunni ber með sér, þó smáhveli sé.

http://nat.is/Hvalir/andarnefja.htm
ANDARNEFJA
(Hyperoodon ampullatus)

Stærð fullvaxinna karldýra í hafinu umhverfis landið er að meðaltali 8,4 m og 7½-8½ tonn og kvendýra 6-7 tonn.  Lífslíkur eru 40-60 ár.  Trýnið er mjótt og ennið hátt og hvelft.  Í því er mjög feitt lýsi, líkt og í búrhvalnum, sem notað var m.a. í hægðatregðulyf og húðkrem.  Tvær 2-4 sm langar tennur eru fremst í neðra skolti.  Sporðurinn er ekki klofinn og liturinn er dökkgrár, en neðra borðið nokkru ljósara.

----------------------------------------------------------------

Við þessa frétt af andarnefjunni minntist ég klausu úr Íslands-og Mannkynsögubók NB1. Frá Upphafi til upplýsingar, (bls.212-213) en þar segir:,,Rekið hvalkjöt getur verið varasamt og vissara að reyna kjötið. Þess vegna er soðinn biti af hvalnum og hann gefinn niðursetningi eða hent fyrir hundinn og athugað hvort honum yrði meint af. Sumum þótti það illt að eiga á hættu að missa hundinn sinn."
Bóndi einn í Þingeyjarsýslu fann rekinn hvalkálf á síðari hluta 18.aldar. Hann var ekki viss hvort hvalurinn væri ætur og sauð fyrst bita fyrir son sinn.... því hann gat ekki hundlaus verið...

Sonurinn var svangur, át hvalinn og varð ekki meint af. 

Já, það er misjafnt hvað er verðmætast í augum manna.


mbl.is Fimmta andarnefjan finnst dauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarsæla við Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn 30.7.2008
Það er sjaldan sem maður upplifir slíka skaðræðisblíðu og var í dag. Við plöntuðum okkur niður við Hvaleyrarvatn, 3 ættliðir, amma, dætur, 2 barnabörn og 2 hundar og við nutum veðursins.

Hvað við erum heppin að hafa svona útivistarsvæði við bæjardyrnar. Þarna var múgur og margmenni og þegar ég gekk hringinn í kringum vatnið með Mílu, mættum við 8 hundum. Allir nutu þessarar himins blíðu.

Hvaleyrarvatn 30.7.2008Krakkarnir óðu í vatninu, voru með báta og háfa og reyndu að fangi síli og hundarnir notuðu vatnið til að kæla sig.

Helmingurinn af allri ánægjunni er svo að vera með nesti......

Það er ekki spurning hvar við verðum á morgun, heldur klukkan hvað við förum þangað.


Kerið, náttúruauðlind

Nú ætlar einhver ferðafrömuður að semja um skoðunargjald fyrir Kerið í Grímsnesinu. Sjálfsagt verða útlendingarnir dauðfegnir.... ef þeir þurfa að borga fyrir að sjá perluna, hljóta þeir að geta farið í skaðabótamál ef þeir slasa sig á staðnum. Við Íslendingar ættum líka að verða glaðir... eigandinn hlýtur að borga eignarskatt af þessu verðmikla landi og núna bætast við skattar af ,,skoðunargjaldinu." Sannkölluð náttúruauðlind fyrir okkur.
mbl.is Greiða eftir á fyrir komur að Kerinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Esjan í dag

Selvogur-Þorlákshöfn, Esjan        Smile  Smile  Smile

,,Gengið" var óstöðugt í dag..... Fór upp og niður.... amk 3 gjaldmiðlar, því Dollarinn, Líran og ferðatékkinn drifu sig á Esjuna. Veðrið var frábært, við héldum að það yrði meiri vindur.
Við lögðum af stað upp fjallið kl. 12:30.... Við fórum mýrina upp, styttri en brattari leið.... á miðri leið settumst við niður og fengum okkur kaffi og nutum útsýnisins.  Við vorum rétt fyrir neðan Stein.... við skrifuðum í gestabókina við Stein.... Hver les þessar gestabækur ?

Það var rosalega mikið af útlendingum í fjallinu. Við hljótum að hafa verið eitthvað annars hugar rétt fyrir neðan klettabeltið.... því við eltum einhverjar útlenskar stelpur, fórum vitlausa leið.... og urðum nánast að bjarga útlensku stelpunum upp....

Esjan 27.7.2008Eftir á sáum við að leiðin sem allir aðrir fóru var merkt og með keðjum til að halda í .... og við bara í lífshættu, því við nánast skriðum upp og héngum á litlum nibbum... þangað til við skriðum upp að keðjunum.  Vorum 2:20 mín. upp.  Önnur gestabók á toppnum...

Uppi var útsýnið frábært, en smá saman kom þokuslæðingur.... við náðum að taka myndir og komast niður... alltaf elti þokan okkur.  Við fórum lengri leiðina niður og vorum sléttan klst að bílnum.

Ferðin var frábær.... alltaf erum við svo blessaðar með veður... það helli-rigndi á leiðinni heim.

 


Selvogur-Þorlákshöfn


Gengið ætlaði að ganga á Esjuna í gær. Ég hringdi í lögregluna og hún sagði að við yrðum sennilega stoppaðar af vegna leitarinnar af nakta manninum. 
Gullinu langaði í Selvoginn og þar sem hann átti afmæli varð nú að leyfa honum að ráða....Kissing en þó hann ætti afmæli slapp hann ekki við að þjónusta mig og Berghildi.... hann stakk upp á að við gengjum frá Selvoginum til Þorlákshafnar. 

Við afleggjarann að hjólhýsinu er skilti.... stikuð gönguleið til Þorlákshafnar, 15 km.

Við lögðum af stað kl 1 frá hjólhýsinu, gegnum fyrst eftir vegslóðanum og stikum.... fundum hvergi gönguslóða.  Ferðin sóttist seint í sandinum og ekkert að sjá nema netakúlur í öllum litum.... þær voru mikið myndefni fyrir Berghildi.  Veðrið var dásamlegt, skýjað en um 20°C.

Þegar við sáum stóran klett standa upp fyrir sjávarkambinn eftir ca 2 tíma, ákvað Berghildur að fara niður í fjöru,... eftir það gengum við á klöppunum við sjóinn... þar var öll fegurðin og úrvalið hvílíkt af steinagerðum og hraunmyndunum, hellar og hvaðeina.  Við komumst varla áfram fyrir myndefni. Ég var ekki með myndavél svo ég verð að fá afrit hjá Berghildi.
Leiðin var öll seinfarin og tók nokkuð á þó hún væri slétt! þ.e. engin fjöll.

Lúlli keyrði 4 km á móti okkur og tók okkur upp í skammt frá gömlum fiskeldistönkum, þá vorum við búnar að ganga tæpa 14 km á 5 og hálfum tíma með stoppum.... klukkan orðin hálf 7. 

Rétt eftir að hann tók okkur upp fór að rigna, tímasetningin var því frábær. Það var brennt í hjólhýsið, Lúlli fór að grilla, en við Berghildur fórum í sturtu hjá Sigfríði í T-bæ.

Við vorum öll orðin glorhungruð.... Ummm... hvað maturinn var góður. Við spiluðum nokkur spil, þægilegt að vera inni í svona beljandi rigningu og hífandi roki.

Tókum saman dótið og fórum heim fyrir hádegi í dag...... hreint frábær ferð.


Gullið og Donna Jonna eiga afmæli

Lúlli í Colorado sept.2007
Hann á afmæli í dag.... Kissing
Innilega til hamingju með afmælið Gullið mitt.

Hann gengur undir mörgum nöfnum hjá mér....
Hann er í fyrsta lagi Gullið...
Hann er ferðamálaráðherra... þegar hann skipuleggur hlaupaferðir...
Hann er Bíðari nr. 1.... þegar hann þarf að bíða óheyrilega lengi eftir mér...
Hann er bílstjóri í hlaupa- og gönguferðum....  
Hann á það til að vera Ljónið... þegar hann rís upp á afturlappirnar og er konungur frumskógarins.... urr...

Lúlli 62 áraHann er auðvitað maðurinn, pabbinn, afinn og langafinn... það er ekki spurningin... og hann er sjómaðurinn, kokkurinn og dundarinn.... og nýlega hljóp á snærið hjá honum Wink þegar hann varð þjónustufulltrúi og bankastjóri Gengisins
                                          
Smile .... heppinn 


  Skálað fyrir Jonnu í Santa Barbara í júní 2008   .... Kissing .... Kissing ....

Donna Jonna heiðursfrænka mín í Santa Barbara og öðlingur fram í fingurgóma... á líka afmæli í dag.

Við óskum Þér Jonna mín innlega til hamingju með daginn...


við skálum fyrir afmælisdeginum... Skál fyrir Jonnu

Megir þú eiga góðan og gleðilegan afmælisdag.
Kveðja frá okkur öllum.


Ísak Lúther 12 ára

Ísak Lúther
24.júlí
Innilega til hamingju með daginn Ísak Lúther InLove

Hetjurnar Ísak Lúther og Adam Dagur.... sem gengu Selvogsgötuna með okkur, eiga báðir afmæli um svipað leyti.

Í dag á Ísak afmæli.... orðinn unglingur Wink
Vá hvað þetta er fljótt að líða!

Við afi óskum þér innilega til hamingju með daginn.

happy

 

 

 

                                           


Þjónustufulltrúarnir óendanlega mikilvægir :)

Cool Cool Cool

Gönguferðir sumarsins hafa tekist með eindæmum vel og er það ekki síst að þakka þjónustufulltrúa Gengisins. Bókstaflega allt hefði verið erfiðara umfangs ef ekki væri hægt að treysta á þennan frábæra þjónustufulltrúa Kissing .... og Bankastjóra.

Hans starf hefur verið að fylgjast með veðri og velja góða göngudaga..... en auk þess að sendast með Gengið á upphafsstaði og sækja Gengið á endastöðvar...... og bíða óendanlega mikið þar á milli..... þá fylgir starfinu að grilla ofaní liðið og sjá um að allar brosi út að eyrum.

Þegar hópurinn fékk nafnið Gengið, varð hann auðvitað Þjónustufulltrúi og Bankastjóri, en hvort embætti er hálft starf.... nauðsynlegt að hafa bankastjóra - allt kostar þetta. 
Engin okkar er gjaldmiðillinn Pund, því engin vill ávaxta pundin.... enda reynir fólk yfirleitt að losa sig við aukapundin og þá er ég ekki bara að tala um í verslunarferðum í London....

Í Selvoginum, meðan Gengið var á Selvogsgötunni, var haldið námskeið fyrir tengdasynina. Þeir vissu ekkert af því en þetta var fyrsta bíðara og þjónustunámskeiðið..... Við vorum nefnilega lengur á leiðinni en áætlað var í fyrstu, stoppuðum oftar. En þeir stóðu sig einstaklega vel, held þeir hafi bara nánast útskrifast sem fullgildir bíðarar. Wink  Húrra fyrir þeim.

Undirstaðan að góðri ferð hjá Genginu eru nefnilega góðir og fórnfúsir aðstoðarmenn....  InLove


Selvogsgata, seinni hluti

Selvogsgata s.hl. 20.7.200819.júlí
Það var heilmikið púsl að koma þessu öllu saman, því það fjölgaði í hópnum. Berghildur systir bættist við og Ísak Lúther og Adam Dagur. Við vorum 7 sem gengum seinni hluta Selvogsgötunnar.... og við sáum engan ísbjörn.

Veðrið var frábært... sól og aðeins andvari.  Við vorum með nesti fyrir marga daga.... ef við þyrftum skyndilega að gista á heiðinni.... bara grín Wink
Ég hef ekki nokkra hugmynd um hve oft ég er búin að ganga þessa leið.... Berghildur og Harpa hafa gengið Selvogsgötuna áður en Helga, Lovísa og strákarnir voru að fara í fyrsta sinn.... og þeir voru sannkallaðar hetjur.

Undanfarið hafa verið miklar umræður um hvað hópurinn ætti að heita.... enda algjört möst að gott nafn á liðinu. Stelpurnar stungu upp á ,,Gengið" og fékk hver okkar gjaldmiðilsnafn samkvæmt áhugasviði...... ég er Dollar, Helga er Líra, Harpa er Evra, Lovísa er Dönsk króna, strákarnir voru skiptimynd og smáaurar og Berghildur (margfætla) sem var gestur... gilti sem ferðatékki.

Gengið reis í upphafi ferðar en hélt sér nokkuð stöðugu á há-heiðinni þó sumir gjaldmiðlar ættu góða spretti, þá féllu þeir allir nokkuð jafnt í lok dags... á leiðinni niður að Hlíðarvatni eftir 5 og 1/2 tíma og 16 km göngu. Þar beið þjónustufulltrúinn... bankastjórinn... hann rakaði saman peningunum og keyrði með þá í bankahólfið (hjólhýsið).

Þegar við skrifuðum í gestabókina var þetta orðið heljar ævintýri þar sem allir voru komnir með bankatengd gælunöfn.
Við grilluðum og ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið sannkallað fjölskyldugrill...  Vantaði bara Svavar og Bryndísi Líf.  Týri kom með Ástþór son sinn og Tinnu, Gunni kom og Óli með Gabríel. 
Veðrið var frábært um kvöldið, það var sofið í hjólhýsinu og 3 tjöldum.

20.júlí
Við skoðuðum Strandakirkju og heimsóttum leiði afa og ömmu bankastjórans, síðan var farið í ævintýraferð í vitann.... eftir að hafa fengið sér næringu, var dótið tekið saman, gengið frá hjólhýsinu og allir keyrðu heim eftir velheppnaða ævintýraferð.


Selvogsgata, fyrri hluti

lagt af stað, Selvogsgata, f.hl. 18.7.2008


Þjónustumaður nr 1, öðru nafni Bíðari nr.1 keyrði mig og dæturnar 3 í 10-11 í Setbergi. Þar hittum við Clöru systurdóttur, en hún hefur áður gengið með okkur.

Selvogsgatan var málið, fyrri hluti. Til að taka þetta með trompi og vegna hin dásamlega veðurs.... ákváðum við að ganga þaðan..... segið svo að það sé ekki sjoppa á leiðinni í gönguferðum.

Það er sko ekki sama í hvora áttina maður gengur, leiðin er miklu skemmtilegri, fallegri og auðveldari ef maður gengur frá Bláfjallaafleggjaranum til Hafnarfjarðar en öfugt eins og við gerðum núna. Þessi leið er öll á fótinn og annað útsýni en þegar maður hefur hafið og bæinn fyrir augunum.

Á leiðinni var ýmislegt rætt, nafnið á hópnum, Fimmvörðuháls.... sem hefur strax fengið glansmyndarstimpil á sig.... komandi göngur, útbúnaður og fleira.

Við stoppuðum tvisvar á leiðinni fyrir utan að við komum við í Valabóli og skrifuðum okkur í gestabókina.
Í þetta sinn klikkaði engin okkar á nestinu.... með nesti fyrir marga daga Smile

Þjónustumaður nr. 1 og Venus biðu síðan eftir okkur á Bláfjallaveginum, með ískalt kók og sjóðheitt kaffi í brúsa.  Hann fær 5 stjörnur..... ekki spurning InLove

Við lögðum af stað um hádegið og vorum 4 klst að ganga 14,5 km. Á morgun verður seinni hlutinn genginn.... skiltið við veginn segir að sá spotti sé 18 km.... en við látum okkur nægja 16 km, verðum sóttar að fjallsrótum við Hlíðarvatn.


Sjúkdómur að ganga...


Hálfa leiðina yfir Fimmvörðuháls hugsuðu dæturnar mér þeygjandi þörfina.... hvað voru þær eiginlega búnar að láta hafa sig út í. Woundering

Ferðin hafði alvarlegar afleiðingar.... nú eru þær göngusjúkar. Það er keyptur gönguútbúnaður hægri/vinstri..... þær tala um gönguferðir og ábyggilega dreyma þær líka. InLove

Um næstu helgi er því verið að plana Selvogsötuna alla.... fara hana í 2 áföngum og bera meira en síðast..... þetta er orðinn sjúkdómur.... þær eru komnar með gönguvírus Cool


Fimmvörðuháls

IMG_2616
Mig hefur lengi langað til að ganga Fimmvörðuháls. Í fyrra var ég komin að Skógum og ætlaði að ganga ein yfir en hætti við, það var alltof mikil þoka og ég þekkti ekki leiðina.
Sem betur fer hætti ég við í það sinnið.
Dætrunum langar að ganga Laugaveginn og ég taldi Fimmvörðuháls vera ágætis undirbúning fyrir það. Veðurspáin fyrir fimmtudag lofaði góðu og við ákváðum að kýla á það.

Á vef ferðafélagsins... http://www.fi.is/gonguleidir/fimmvorduhals/
er lýsing gönguleiðarinnar svona:  Fimmvörðuháls
Skógar-Þórsmörk (Fimmvörðuháls á milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls)

Vegalengd 22 km, áætlaður göngutími um 9 klst., lóðrétt hækkun/lækkun 1000m. Leiðin liggur frá Skógum undir Eyjafjöllum, milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls, yfir til Þórsmerkur. Hér er um að ræða eina allra vinsælustu gönguleið á Íslandi en e.t.v. þá viðsjárverðustu sakir snöggra breytinga sem geta orðið á veðri á hvaða árstíma sem er. Það getur verið blítt og stillt veður á láglendi en þegar komið er upp á háhálsinn getur skollið á svarta þoka svo að ekki sér handa skil. Á leiðinni eru tveir skálar, annar í eigu Eyfellinga og hinn í eigu Útivistar.
------------------------------------------------------------------------

Við lögðum af stað héðan um 8 leytið. Keyrðum austur að Skógum. Lúlli tók mynd af okkur áður en við lögðum á fjallið 10:45. Við vorum allar brosandi... stelpurnar að fara á fjallið, hann, Gabríel og Venus... strákarnir urðu eftir.

IMG_2628Ég er sammála þeim sem segja að það sé fallegra að ganga í Þórsmörk en öfugt. Við gengum á móti hverjum fossinum af öðrum. Vorum með brauðfætur þegar við litum fram af gilbrúnunum. Eftir að við höfðum farið yfir göngubrúna, var landslagið aftur á móti .. the same shit all over again" eins og Harpa sagði..... hrjúfur vegaslóði sem var ekkert fyrir augað og svolítil þoka.... annars fengum við himins blíðu alla leið.

Um það bil km. áður en við komum að neyðarskýlinu... Baldvinsskála, .?.?. (sem var svo ógeðslegur að það er varla hægt að nota skálann í neyð) hélt Helga að bakið á henni væri að gefa sig og hægri fóturinn var að hætta að hlýða fullkomlega... 
Harpa og Lovísa voru farnar að þakka Guði fyrir að fá nú ástæðu til að hringja í sjúkraþyrlu. En eftir skammt af Ibufeni og hitaplástra harkaði Helga af sér... og þá varð Lovísa stíf framan í lærunum... svo að við fórum mjög hægt í ca 2 tíma.  Harpa var orðin fremst.

IMG_2659Við vorum á milli jöklanna, Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Nú fór að síga á seinni hlutann og betra að ganga. Helga var með göngumæli. Þegar við komum á efsta punkt fyrir ofan Þórsmörk vorum við búnar að ganga rúma 24 km. og héldum að við ættum stutt eftir, héldum jafnvel að við færum leiðina á 8 tímum.
Útsýnið var eins og klippt úr auglýsingu fyrir Gand Canyon. Veðrið óborganlegt, varla ský á lofti, stafa logn og sól... og við ....  On the top of the world.

IMG_2667

Stelpurnar mynduðu útsýnið og ég tók myndir af þeim við minningarstein þar sem 3 höfðu orðið úti í júní 1970.

Við vorum tæpa 3 tíma að komast niður, hverja snarbratta fjallshlíðina á fætur annarri, einstigi og ófærur með öryggiskeðjum eða böndum til að hanga í.

Hættulegasti og seinfarnasti hluti leiðarinnar var að komast niður í Þórsmörk.  
Grillað í Básum 10.6.2008Neðst biðu strákarnir, Lúlli með myndavélina og tók mynd af hverri og einni þegar við komum dauðþreyttar niður af fjallinu eftir 9 tíma og 45 mín og samkvæmt göngumælinum eftir tæpa 32 km.

Lúlli grillaði ofaní okkur dauðþreyttar en ánægðar með daginn.... við vorum svo blessaðar með veður.
5vörðuháls 10.7.2008Gabríel var hinn ánægðasti með daginn, hann passaði afa sem keyrði lengi, lengi í vatninu..... og mér sýnist á myndunum að Gabríel sé sá eini sem sé í glasi !!!

Við rétt náðum að kaupa kók og súkkulaði fyrir lokun kl 11 á Hlíðarenda og renndum í hlað heima kl. 12:45 eftir miðnætti. Þá vorum við Lovísa búnar að vera 16 tíma en Helga og Harpa 17-18 tíma á ferðinni. 

 


Þegar allt klikkar...

Þegar ég var í gönguferðinni, þá stóðust allar tímaáætlanir svo vel.... allt var svo vel skipulagt, enda sérfræðingar að verki, Berghildur og Magnea.

En stundum er eins og ekkert standist áætlun..... og þá datt mér í hug þessi brandari.

Íslendingur reyndi lengi að pranga fallhlífarstökki inn á tvo útlendinga. Þeir höfðu aldrei prófað fallhlífarstökk svo tilboðið var mjög freistandi.  Ferðin átti að vera gulltryggð, Þeir áttu að fara á loft í lítilli flugvél á Reykjavíkurflugvelli sem sleppti þeim út yfir Bláfjöllum, þeir áttu að svífa um og lenda á svifflugvellinum, þar átti að bíða rúta, sem keyrði þá í bæinn.

En þeir voru hálf ragir, enda aldrei farið í fallhlífarstökk áður.  Þetta er ekkert mál sagði Íslendingurinn..... þú kippir bara í langa spottann, ef fallhlífin fer ekki út, þá kippir þú í þann stutta.

Þeir létu tilleiðast, voru klæddir upp og flogið með þá á loft og þeim sleppt út.  Þeir kippa í langa spottann - ekkert gerist.... þeir kippa í stutta spottann - og það gerist enn ekkert.... þá kallar annar þeirra til hins : Ætli það sé ekki líka lýgi með rútuna!


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Júlí 2008
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband