Leita í fréttum mbl.is

Hlunnindi - reki

Nú hefur fimmta andarnefjan rekið á land.
Reki hefur alltaf talist til hlunninda fyrir jarðir sem liggja að sjó, amk nýtanlegur reki.  Sé dýrið nýdautt er kjötið af því mikil búbót en úldnuð hvalhræ hafa ekki verið fagnaðarefni, enda eru dýrin engin smá stykki eins og lýsingin á andarnefjunni ber með sér, þó smáhveli sé.

http://nat.is/Hvalir/andarnefja.htm
ANDARNEFJA
(Hyperoodon ampullatus)

Stærð fullvaxinna karldýra í hafinu umhverfis landið er að meðaltali 8,4 m og 7½-8½ tonn og kvendýra 6-7 tonn.  Lífslíkur eru 40-60 ár.  Trýnið er mjótt og ennið hátt og hvelft.  Í því er mjög feitt lýsi, líkt og í búrhvalnum, sem notað var m.a. í hægðatregðulyf og húðkrem.  Tvær 2-4 sm langar tennur eru fremst í neðra skolti.  Sporðurinn er ekki klofinn og liturinn er dökkgrár, en neðra borðið nokkru ljósara.

----------------------------------------------------------------

Við þessa frétt af andarnefjunni minntist ég klausu úr Íslands-og Mannkynsögubók NB1. Frá Upphafi til upplýsingar, (bls.212-213) en þar segir:,,Rekið hvalkjöt getur verið varasamt og vissara að reyna kjötið. Þess vegna er soðinn biti af hvalnum og hann gefinn niðursetningi eða hent fyrir hundinn og athugað hvort honum yrði meint af. Sumum þótti það illt að eiga á hættu að missa hundinn sinn."
Bóndi einn í Þingeyjarsýslu fann rekinn hvalkálf á síðari hluta 18.aldar. Hann var ekki viss hvort hvalurinn væri ætur og sauð fyrst bita fyrir son sinn.... því hann gat ekki hundlaus verið...

Sonurinn var svangur, át hvalinn og varð ekki meint af. 

Já, það er misjafnt hvað er verðmætast í augum manna.


mbl.is Fimmta andarnefjan finnst dauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband