Leita í fréttum mbl.is

Þegar allt klikkar...

Þegar ég var í gönguferðinni, þá stóðust allar tímaáætlanir svo vel.... allt var svo vel skipulagt, enda sérfræðingar að verki, Berghildur og Magnea.

En stundum er eins og ekkert standist áætlun..... og þá datt mér í hug þessi brandari.

Íslendingur reyndi lengi að pranga fallhlífarstökki inn á tvo útlendinga. Þeir höfðu aldrei prófað fallhlífarstökk svo tilboðið var mjög freistandi.  Ferðin átti að vera gulltryggð, Þeir áttu að fara á loft í lítilli flugvél á Reykjavíkurflugvelli sem sleppti þeim út yfir Bláfjöllum, þeir áttu að svífa um og lenda á svifflugvellinum, þar átti að bíða rúta, sem keyrði þá í bæinn.

En þeir voru hálf ragir, enda aldrei farið í fallhlífarstökk áður.  Þetta er ekkert mál sagði Íslendingurinn..... þú kippir bara í langa spottann, ef fallhlífin fer ekki út, þá kippir þú í þann stutta.

Þeir létu tilleiðast, voru klæddir upp og flogið með þá á loft og þeim sleppt út.  Þeir kippa í langa spottann - ekkert gerist.... þeir kippa í stutta spottann - og það gerist enn ekkert.... þá kallar annar þeirra til hins : Ætli það sé ekki líka lýgi með rútuna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband