Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016

Orlando 28 nóv 2016

Það er ótrúlegt hvað við höfum náð að versla. Þessi ferð er degi styttri en áður, bíllinn stærri en allt er samt orðið fullt.

Við keyrðum frá Cocoa Beach til Orlando... auðvitað var verslað, skilað og skipt á leiðinni. Við tékkuðum okkur inn á áttunni, bárum inn dótið og fórum út að borða.Það allra síðasta verður að bíða til morguns.

Super 8 International Drive

5900 American Way, FL 32819

tel: 1-407-313-888   room 239


Cocoa Beach Florida 26-28 nóv 2016

Við komum til Cocoa Beach rétt eftir hádegi og byrjuðum á að sækja númerin okkar fyrir hlaupið á morgun. Síðan héldum við áfram að versla, fórum í Walmart á Merrit Island því við ætluðum að fá okkur grillaðan kjúkling í kvöldmat... en þeir höfðu ekki mætt í búðina... svo við fengum okkur Pizzu.

Við fórum nokkuð snemma að sofa enda þurfum við að vakna kl 3 am og mæta í rútuna ekki seinna en kl 4:30. 
Allt um Space Coast Marathon á byltur.blog.is en allt gekk vel í hlaupinu. Við tókum rútuna til baka, fórum í sturtu og út að borða...

Síðan fór tíminn fór í að pakka því við keyrum aftur til Orlando daginn eftir hlaup.

Days Inn Cocoa Beach, 
5500 North Atlantic Ave, Cocoa Beach 32921
Tel: 1-321-784-2550  room 138


Keflavik - Orlando 24-26.nóv 2016

Við fórum um 13:30 til Keflavíkur því við vildum eiga góðan tíma í betri stofunni. Þar vorum við í vellystingum og fórum glaðar um borð í flugvélina. brottför dróst örugglega hátt í klst.... en ég náði samt bara þrem bíómyndum. Á vellinum í Orlando var hvílíkur seinagangur í eftirlitinu að maður vorkenndi barnafólki. Við vorum samt mjög heppnar, stóðum á hárréttum stað til að vera teknar framfyrir, þó við værum í fremstu röð.

Töskurnar mínar voru rennandi blautar, hafa sennilega staðið lengi í rigningunni í Keflavík, þær voru rakar að innan.

Við vorum mjög heppnar með bíl, fengum Dodge Caravan. Olga kom rétt á eftir okkur að sækja dótið sitt og við fórum bara að sofa.

Super 8
5900 American Way,
Orlando Fl 32819
Phone: 1-407-313-8888  room 250


Aþena Grikkland 10-15 nóv 2016

FIMMTUDAGUR 10.NÓV
Eftir langan dag erum við komin til Aþenu. Dagurinn byrjaði kl 4am því við áttum flug til London kl 8:10. Auðvitað borðuðum við morgunmatinn á betri stofunni. Við höfum ekki verið í London í amk áratug og allt var mjög breytt... og ótrúlegir snúningar þó við ættum flug til Aþenu frá sama terminal og Icelandair notar (2). 

Við þurftum að bíða þar í nokkra klukkutíma. Flugið til Aþenu var með Aegean og við bjuggumst ekki við neinni þjónustu um borð... en þeir komu okkur verulega á óvart... fyrst með því að bjóða drykki og svo komu þeir með heitan mat... og við upplifðum gleðilega gamla tímann þegar við fengum svona matarbakka hjá Icelandair... heitur matur, salat, kex, ostur og kaka og FRÍTT hvítvín og rauðvín...  Við brostum hringinn :)

Við tókum leigubíl á hótelið og á leiðinni þakkaði ég Guði fyrir að hafa ákveðið að taka ekki bílaleigubíl, hvílík örtröð og hvílíkur bílastæðavandi. Við hefðum þurft að taka bílinn inn í herbergi :/

FÖSTUDAGUR 11.NÓV
Við fengum okkur morgunmat, ég fékk að vita að við þyrftum að fara "út af kortinu" til að sækja gögnin fyrir maraþonið... svo við lærðum á kerfið og lögðum af stað. Þetta er ein leið til að kynnast umhverfinu - að taka strætó/lest eða sporvagn... við tókum sporvagn. Gögnin voru sótt og við fórum til baka í rólegheitunum. Það var heitt í dag, við svitnuðum þó við værum bara á bolunum.

LAUGARDAGUR 12.NÓV
Við sóttum númerið mitt fyrir maraþonið... og þurftum að fara út af kortinu til þess. Á leiðinni ákváðum við að æfa leiðina að endamarkinu/leikvanginum fyrir Lúlla og skoða rústir sem voru þar í götunni. Þar hittum við leigubílstjóra sem keyrði okkur að hæstu hæð Aþenu þar sem við nutum útsýnis yfir alla borgina - ómissandi að hafa gert það.

SUNNUDAGUR 13.NÓV
Allt um maraþonið á byltur.blog.is/byltur/entry/2184382/

MÁNUDAGUR 14.NÓV
Leigubílstjórinn okkar sótti okkur kl 10 og var allan daginn með okkur. Við byrjuðum á Akrapolis hæð, síðan í leikhúsinu fyrir neðan. Þá keyrðum við með ströndinni alla leið niður að musteri Poseidon. Á leiðinni þangað stoppuðum við á nokkrum stöðum, á bátabryggju, við ASTIR PALACE, hótelið sem Obama verður á á morgun en hann er að koma í opinbera heimsókn. Lögreglan var þar um allt að undirbúa heimsóknina. Georgio leigubílstjóri var svo mikill höfðingi að hann gaf Lúlla eina eyju sem enginn býr á. Við keyrðum framhjá sumarhúsum eiganda Easy Jet og Onassis fjölskyldunnar. Við snérum við eftir að hafa skoðað musteri Poseidon. Þetta var langur og góður dagur. Á morgun er heimferð.

ÞRIÐJUDAGUR 15.NÓV.
Flug til London með Aegean kl 13:35 og Icelandair kl 20:35

Hótel Ilissos,
72 Kallirois Ave / Sygrou Ave Koukaki Zif 117 
41 Athens Greece
Tel: +30 210 92 02 000   room 101


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband