Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

New Orleans LA - New York - heim

Við gistum aðeins 2 nætur á Midtown motel... og það var meira en nóg fyrir okkur. Við erum ýmsu vön en þetta mjög óþægilegt. Ég held að SÍMI á herbergi sé með fyrstu atriðum sem maður óskar eftir... ömurlegt að þurfa stanslaust að fara niður ef eitthvað var að eða spurning vaknaði.

Morgunmatur er ekkert MUST þegar ég er að fara í hlaup - því ég verð að borða minn mat um miðja nótt og Lúlli getur alltaf fengið sér eitthvað... Við komum seint á laugardegi, ég hljóp á sunnudeginum og fórum snemma á mánudagsmorgni...(26.jan)

Lúlli var búinn að sjá óveðursspá fyrir New York-svæðið á mánudag og hafði áhyggjur af því hvort við kæmumst heim... en við fórum með stórri vél frá Delta til New York og Icelandair hélt sinni áætlun. Þó mörg flug hafi verið felld niður þennan dag, þá komumst við heim... lentum klst seinna en áætlað var.

Við ætluðum að prófa strætó frá Keflavík, en Harpa sótti okkur upp á völl og keyrði heim. Takk fyrir góða þjónustu :D 


Baton Rouge - New Orleans LA

Við tékkuðum okkur út snemma því við ætluðum að fara á Golden Corral í morgunverðarhlaðborð. Það er æðislegt að byrja daginn á baconi, eggjum, ommilettu, vöfflu og öllu mögulegu… Ummm, namm

Það voru svo um 80 mílur niður til New Orleans. Við byrjuðum á því að ná í gögnin fyrir hlaupið, fórum svo á startið og síðast á hótelið. Ég held ég myndi forðast í lengstu lög að velja þetta hótel aftur þó það sé ágætlega staðsett… Annars er kannski ekki sanngjarnt að dæma eftir útlitinu og starfsfólkið getur ekki gert að því að næstum allt er bilað og þjónusta eiginlega ENGIN. Síðast þegar við vorum í New Orleans var það stuttu eftir eyðilegginguna eftir fellibylinn Katrínu og allt í rúst… en nú er allt að byggjast upp.

Hverfið er ekki það besta, herbergið er svosem ágætt en það er ekki einu sinni sími á herbergjunum. Við vorum á þriðju hæð, fyrst virkuðu lyklarnir ekki, svo áttum í vandræðum með internetið og sjónvarpsfjarstýringin var batteríislaus… allt kostaði sér ferð niður fyrir mig… við reyndum að fá betra herbergi – sem var svo verra og við fórum til baka. 
En hér er þvottavél fyrir gesti – það er plús… að þvo eftir hlaupið á morgun... en þegar ég ætlaði að nota hana var peningaskiptirinn bilaður og konan í afgreiðslunni yppti bara öxlum.

The Midtown Motel
3900 Tulane Avenue, New Orleans (Louisiana), LA 70119, USA

Phone   +15042185984


New York - Louisiana

Hótelið í New York var ágætt, snyrtilegt og með góðan morgunmat... Ein nótt í New York nægir okkur - borgin er ekki í uppáhaldi hjá okkur... Það er mjög þægilegt að flugvallar-hótelin eru með skuttlur til og frá JFK.
Við áttum flug með 
JetBlue til Louisiana um kl 3 eh. Flugið var tæpa 4 tíma svo það var komið myrkur þegar við fengum bílinn hjá Budget í New Orleans. Þá áttum við eftir að keyra til Baton Rouge. Hér verðum við í rúma viku.

Knights Inn Baton Rouge,
9919 Gwenadele Ave, Baton Rouge, LA 70816 US
Phone Number  :  1-866-460-7456, room 123


Keflavík - New York

Við höfum haft gesti í viku, Bryndísi Líf og fjölskyldu og það var svolítið skrítið að skilja gestina eftir heima og fara sjálf erlendis.

Planið hjá okkur var að prófa strætó en Símon þurfti að fara í Keflavík og hann skuttlaði okkur í leiðinni... og skaphundinum í Vogana í bakaleiðinni.

Við vorum snemma á ferðinni og fengum okkur að borða í betri-stofunni. Við gistum eina nótt í Jamaica í Queens nálægt JFK... á leiðinni til New Orleans...

Howard Johnson 
15395 Rockaway Boulevard
Jamaica (New York), NY 11434
Sími: +17187236700


Gleðilegt ár 2015

 

GLEÐILEGT OG GÆFURÍKT KOMANDI ÁR 2015

Ég hef þegar fært inn hlaupa-annálinn fyrir 2014 á http://byltur.blog.is og er að reyna að muna hvað gerðist eiginlega á þessu ári. Nú þýtur tíminn svo hratt framhjá að það er erfitt að muna hvað gerðist og hvenær. Ég man að Lúlli átti að fara í hnjáliðaskipti daginn fyrir Reykjavíkurmaraþon (þetta er eins og í LAX, LAX, LAX)... en því var svo frestað. Við hjónin vorum bæði, allt árið í hremmingum með tennurnar, en það fer sem betur fer að taka enda. 

Emilía Líf og Eva Karen 2014Afmælisbarn dagsins...
Ótrúlegt en satt... í dag er Emilía Líf lang-ömmu-dúllan mín 3ja ára. Litla fjölskyldan í Noregi stækkaði 5.mars þegar Helga-amma fékk stærstu afmælisgjöf lífsins, Evu Karen. Nú eru allir svo spenntir því eftir nokkra daga kemur fjölskyldan til landsins í heimsókn.

Stórafmæli...
Mamma varð 85 ára 19.apríl sl. og komum við systkinin saman af því tilefni.  Þá gerðist sá merkis atburður að ég fór erlendis ÁN ÞESS AÐ HLAUPA... Það hefur ekki gerst í 18 ár... Erlingur eini eftirlifandi af bræðrum pabba varð 90 ára 8.nóv og við Edda, Berghildur og mamma skelltum okkur til Danmerkur í veisluna.

Langamma með nýjasta langa-lang-ömmu-barnið 19.6.2014Fjölgun á árinu...
Ég fékk annað langömmu-barn 5.mars þegar Bryndís Líf og Símon Már eignuðust Evu Karen í Noregi. Þá kom sjöunda barnabarnið í heiminn 6.júní þegar Lovísa og Gunnar eignuðust Indíu Carmen. Ég var í miðju maraþoni í Illinois í USA þegar sms-ið kom. Barnabörnin eru orðin 7 og 2 lang-ömmu-börn.

Hreyfing...
Ætli það hafi ekki verið meiri hreyfing á bankareikningnum en mér... ég var frameftir öllu sumri að jafna mig eftir hálku-byltur og reyndi að halda mér aðeins við með því að hjóla, ganga og synda í bland, en við systurnar höfum synt á föstudögum frá því í mars. Stundum fór ég oft í viku á Helgafell og svo var það ratleikurinn en ég leitaði öll 27 spjöldin uppi...  

Ég fór fjórar ferðir til USA að hlaupa og í síðustu ferðinni hlupu Edda og Berghildur hálft maraþon í fyrsta sinn. Sonurinn fór líka hálft maraþon í fyrsta sinn síðasta sumar í Reykjavík.

Einhverntíma kemur að því að börnin koma með mér í maraþon í USA. 


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband