Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014

Komin heim

Við áttum flug heim 16.júní kl 14:35 en vegna verkfalls flugvirkja var fluginu aflýst og við fengum flug daginn eftir... og ótrúlegt nokk, þeir settu okkur ekki á fyrra flug þá (14:35) heldur þriðja og síðasta flug dagsins. Ég veit ekki hvort það var vegna kvörtunar frá Eddu systir eða hvað, en þeir settu okkur á Saga Class, sætaröð nr 1. Það var mjög skemmtilegt að prófa það, dekrað við okkur alla leið.

Ferðin var um 3 vikur, við flugum fyrst til Minneapolis, keyrðum til Michigan, Indiana og Illionis, alls 1.062 mílur. Þá flugum við frá Chicago til Boston og keyrðum til Lake Placid NY, gegnum Vermont til Manchester NH og þaðan til Lubec Maine og yfir til Kanada áður en við flugum heim frá Boston en þessi partur var keyrsla upp á 1.742 mílur.

Í ferðinni duttu inn 5 maraþon í 5 fylkjum í öðrum hring um USA.

Manchester NH - Boston MA

Það líður að heimferð. Við keyrðum frá Manchester fyrir hádegið til Boston. Edda og Emil voru búin að bóka herbergi fyrir okkur öll á meðan við fórum til Lubec Maine, á Hampton Inn í Boston... Veðrið var yndislegt í dag, yfir 20 stiga hiti og sól. Við Edda tókum bekk traustataki til að fá nokkra sólageisla á okkur. 

Það er alltaf hægt að versla AÐEINS MEIRA... í Target sem var rétt hjá... og svo borðuðum við í HomeTownBuffet í Glen Meddow Mall. Edda og Emil voru búin að skila sínum bíl en við skiluðum okkar um kvöldmat. Flug heim annað kvöld.

Hampton Inn, Boston Logan Airport
230 Lee Burbank Highway
Revere, Massachusetts  02151


Machias - Lubec ME - Manchester NH

Keyrðum strax eftir hlaupið til Manchester. 6 tíma keyrsla fyrir utan stopp. Við áttum pantað á sama hótelinu þessa nótt sem átti að vera sú síðasta fyrir heimferð... en verkfallið breytir því.

Super 8

Brown Ave, Manchester 


Manchester NH - Machias ME

Næsta maraþon er frá Lubec í Maine til nyrsta odda næstu eyju en hún fylgir Kanada. Keyrslan frá Manchester til Lubec var 7 tímar með 2 stuttum stoppum. Við lögðum af stað kl 6 am og komum til Lubec um kl 2 eh. 

Á meðan stóðu Edda og Emil í ströngu við að breyta heimferðinni hjá okkur og panta hótel fyrir okkur öll í Boston, þessa nótt sem við verðum að vera auka vegna verkfalls flugvirkja.

Ég fékk bolinn í Lubec en varð að fara yfir til Kanada til að sækja númerið mitt og láta skrá mig á landamærunum sem hlaupara fyrir morgundaginn. Við borðuðum í garðinum þar sem við sóttum númerið.... og drifum okkur til baka.

Ég hafði verið svo ljón-heppin að fá hótel í Lubec en fékk email frá konunni að hún gæti ekki opnað B & B vegna veikinda og hún bókaði okkur á hótel í Machias, 30 mín í burtu.

Eftir hlaupið á morgun keyrum við aftur til Manchester.

Machias Motor Inn, 103 Main Street, Machias 


Albany NY - Manchester NH

Við tékkuðum okkur snemma út, fórum til Eddu og Emils og brenndum svo í vestur... að skoða Howe Caverns. Þetta var stór og mikill hellir en búið að sverfa alla kanta af honum og gera 2ja metra göngubraut inn eftir honum öllum... við fórum í bátsferð í hellinum en það sem heillaði mig mest var hring-spiral-sorfin göng sem við fórum í lokin... Þau voru sprungu einstigi fyrir meðal-grannt fólk og virkilega skemmtileg. 

Eftir hellaferðina keyrðum við í tæpa 5 klst til New Hamshire.... tékkuðum okkur inn á hótelið og skruppum í Walmart.

Super  8
2301 Brown Avenue, Manchester NH 03103
Phone : (603) 623-0883 room 318 


Lake Placid - Albany NY

8.júní...Lúlli tékkaði okkur út meðan ég var í hlaupinu... og við keyrðum til Albany. Það var um tveggja tíma keyrsla. Við vorum bæði frekar þreytt og nenntum ekki út að borða. Við komum okkur fyrir á Áttunni sem við áttum pantaða og biðum eftir að heyra frá Eddu og Emil... en þau og Inga Bjartey fljúga til Boston á morgun og keyra hingað sama dag. 

9.júní... við kíktum í nokkrar búðir... sendi Eddu sms... Þau komu svo rúmlega kl 5 og við borðuðum saman á Golden Corrall. Síðan var framhaldið ákveðið.

10.júní... Ég fór á búðarráp með Eddu og Emil fh en eftir hádegið keyrðum við til Woodstock og heimsóttum Harriett og Steven, skoðuðum búðir og borðuðum kvöldmat hjá þeim. Keyrðum til baka um kl 20:30... þá er það hellaferðin á morgun.

Super 8,

1579 Central Avenue, Albany NY, 12205, phone: 518-464-4010 room 109


Shrewsbury MA - Lake Placid NY

Það voru um 250 mílur hingað upp eftir... sem er nokkurra stunda keyrsla. Úti er glampandi sól, hitinn 87 F... Við komum til Lake Placid um hálf 4 og tékkuðum okkur inn a hótelið og sóttum svo gögnin fyrir hlaupið á morgun. 

Ég hringdi í Lovísu og Hörpu á Viber og Eddu á Skype... allt góðar fréttir að heiman. Matthías glaður með litlu systir og allt gekk vel hjá þeim öllum... held að þau fái sérstakt dekur hjá Hrefnu. Venus að jafna sig eftir aðgerðina sem hann þurfti að fara í. Við verðum aðeins eina nótt hérna, keyrum strax eftir hlaup til Albany.

Econo Lodge Lake Placid,

5828 Casacade Road, Lake Placid NY, 12946 


Bloomington IL - Boston MA

Lúlli var svo bjartsýnn að hann hélt að við hefðum nógan tíma til að keyra til Chicago (309 mílur) og við gætum jafnvel komist með fyrra flugi til Boston... við brunuðum af stað strax eftir maraþonið en máttum bara þakka fyrir að ná okkar vél. Það voru þrengingar vegna vegavinnu, mikil umferð og tollvega greiðslur... allt tekur tíma. Svo vorum við ofrukkuð fyrir bílinn þegar við skiluðum honum hjá Thrifty.... og það tók líka tíma.

Flugið til Boston (American Airlines) tók um 2 klst, taskan kom nokkuð fljótt til okkar og við fengum mjög góðan bíl, Cervolet Malibu hjá Budget. Við vorum bara klst að keyra á hótelið.

Days Inn Shrewsbury Worcester

889 Boston turnpike, Screwsbury MA 01545


South Bend IN - Bloomington IL

Jonna sagði okkur að Bloomington væri höfuðborg Illinois... við héldum að það væri Chicago. En hingað keyrðum við i dag... komum aðeins við i La Porte hjá Steinþóri og Fjólu og fengum kaffi.

Veðrið er yndislegt, eitthvað annað en í hlaupinu í gærmorgun. Við keyrðum 200 mílur í dag og fundum strax startið fyrir morgundaginn... það er innan við 2 mílur frá hótelinu okkar.

Þegar við höfðum tékkað okkur inn, keyptum við okkur mat og morgunmat (hlaupið byrjar kl 5 am), ég setti í eina þvottavél og þurrkara á hótelinu og svo var talað heim bæði i gegnum Skype og Viber.

Super 8 Bloomington,

818 IAA Drive, Bloomington, IL 61701


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband