Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Újé....

Ég breytti stundatöflunni minni í morgun, sagði ég við manninn þegar ég kom heim. Ó, ertu þá í fríi alla vikuna? spurði hann...

Haha... nei, það er nú ekki svo... en mánudagarnir styttast verulega.

Ég man þegar ég var með hlaðna stundatöflu, brjálaða dagskrá, lestur og verkefni í 2 ár í Hraðbraut. Alla virka daga var skóli frá 8-5 og ekkert gefið eftir... svo kom ég stolt heim úr HÍ eftir fyrsta daginn með stundatöflu sem var eins og slitið gatasigti... og maðurinn sagði: Kallarðu þetta að vera í skóla!!!


Nægjusemi

Eitthvað er maður orðinn gamall þegar maður stelur svona brandara af facebook hjá barnabarninu...
Hvernig á að heilla konu? Ö..... Hrósaðu henni, faðmaðu hana, kysstu hana, haltu utan um hana, elskaðu hana, strjúktu henni, stríddu henni, huggaðu hana, verndaðu hana, eyddu peningum í hana, bjóddu henni út að borða, kauptu gjafir handa henni, hlustaðu á hana, stattu við hlið hennar, styddu hana, farðu hvert sem er fyrir hana.

En hvernig á þá að heilla karlmennina? Mættu nakin… með bjór...

og sé maðurinn nægjusamur... þá er nóg að koma með bjórinn.


Tökum hann á orðinu

Ég er ansi hrædd um að það renni á hann tvær STEIN-GRÍMUR... Það er löngu tímabært að koma þessari stjórn frá... 1) Hún hugsar ekki um hag fólksins... vinnur frekar á móti... 2) hún gerir allt sem hún sagðist EKKI ætla að gera... og gerir ekki það sem hún ætlaði að gera - nema hækka skatta... 3) Ráðherrastólarnir eru þeim meira virði en nokkuð annað... og hatur til fyrri stjórnar blindar þau gjörsamlega...

Kjósum um nýja stjórn samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni og falli þessi stjórn - komum þá á þjóðstjórn og ekkert kjaftæði... við getum ekki eytt meiri tíma í þessa vitleysu.


mbl.is Ekki of flókið árið 2003
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikin af sjónvarpinu...

Ég hef ekki fylgst með virkilegum framhaldsþætti í áraraðir, nema þeim sem eru sjálfstæðir þættir, fyrr en ég horfði á Framtíðarleiftur á fimmtudagskvöldum... þættirnir eru öðruvísi og mér finnst þeir spennandi...
Um jól og áramót leyfði sjónvarpið sér að sleppa tveim þáttum í röð vegna hátíðisdaganna. Síðasta fimmtudag kom þáttur sem var svo endursýndur á mánudagskvöld...

Í kvöld bíð ég spennt eftir framhaldinu... en viti menn... þátturinn er ekki á dagskrá ?


Skólinn byrjaður

Síðasta einkunnin kom á föstudag og nú er skólinn byrjaður aftur með bókakaupum og fleiru. Stundum veit maður ekki hvað kennarar eru að pæla, hvílíkir staflar af bókum... og álagið á veskið W00t 

Þessa önn ætlaði ég að taka 3 fög en skipti einu fagi út fyrir 2 minni. Svo er bara að takast á við þetta.
Ég hafði vonast til að eiga frí á mánudögum eða föstudögum... til að geta skroppið til Ameríku... EN ég er einmitt í skólanum þá daga...


Afleiðingar af notkun nútíma lyfja verður að hugsa til enda...

Nældi mér í þetta hjá Björgu vinkonu:

Undanfarin ár hefur meira fé verið eytt í brjósta-stækkanir og Viagra en í rannsóknir á Alzheimer...
er því trúað að árið 2030 muni fjöldi fólks ráfa um með stór brjóst og standpínu án þess að muna til hvers....


We are ICE-SAFE

Við blásum köldu yfir Evrópu... Veðrið hefur verið milt við okkur en Evrópubúar hafa fengið að kenna á KÁRA... Þetta setti Guðbjörg frænka á fésið sitt...

People of Europe:
Send us some money and we will take our freezing weather back.
Best regards, Iceland


Allir vilja borða brauðið...

Við þekkjum öll söguna um litlu gulu hænuna sem bað alla að hjálpa sér við baksturinn en fékk enga hjálp. Þegar brauðið var tilbúið vildu allir borða brauðið. Þannig er ríkisstjórnin núna. Þau nenntu varla að vera við umræður í þinginu, ekkert komst að annað en að samþykkja þessa samninga sem hefðu endanlega mokað yfir okkur. Núna er stjórnin á fullu við að eigna sér heiðurinn af því að allar hrakspárnar þeirra rættust ekki.
mbl.is Bretar beita sér ekki gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Völvuspá í ölæði

Ég setti völvuspá í ,,ölæði" á facebook síðuna mína... rétt eftir miðnætti á nýjársnótt... huhumm, hafði drukkið 2-3 hvítvínsglös. Völvuspáin var aðeins öðruvísi en sú sem ég setti alsgáð á bloggið um hádegi á nýjársdag. Í fyrsta lið spáði ég að IceSave færi í atkvæðagreiðslu en spárnar eru annars mjög líkar, báðar í 12 liðum og nú er bara að bera saman hvort maður sé sannspárri í ölæði en alsgáður.

Ef ,,ölæðis-"spáin kemur fram... þá er varla annað í stöðunni en að leggja það á sig að fá sér aftur hvítvín um næstu áramót Wizard


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband