Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Hann er ekki með fulla fimm þessi maður!

Ég trúi því ekki að Bretar sjái ekki í gegnum yfirlýsingar Brown. Hvernig er hægt að segja að almenningur borgi ekki. VIÐ BORGUM ALLTAF, ÞVÍ VIÐ ERUM ÞJÓÐFÉLAGIÐ.

Ef fyrirtæki fær auknar álögur og skiptir þá engu máli hvort þær eru aukin skattheimta, sekt fyrir samráð eða hvað... fyrirtækið veltir álögunni alltaf út í verðlagið og þannig lendir það á neytendum.

Pakkinn endar alltaf hjá almenningi.


mbl.is Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SPARI-blogg

Nú er bara bloggað SPARI... og sést greinilega að skólinn er byrjaður. Nóg af verkefnunum bæði smá og langar ritgerðir... og liggur fyrir að fólk og fénaður verður eitthvað vanræktur :( 
Ég hélt að ég væri að byrja rólega, bara í 20 einingum, en nei takk, það eru verkefni og ritgerðir í öllum fögum og 7 kennslubækur í Kirkjufræði... góðan daginn og komdu sæll.


Alþingissparnaður

Eftir því sem mér skilst var amk 63 áskriftum af Mogganum sagt upp hjá Alþingi í sparnaðarskyni, þ.e. blöðunum sem þingmenn fengu send frítt heim til sín. Það er ekkert nema gott við því að segja þegar fólk tekur sig til og sparar.

Langi Alþingi virkilega til að spara, þá má benda þeim á að nota KRANAVATNIÐ á fundum, en oft hefur maður séð í sjónvarpi, að fundarborðin eru full af vatnsflöskum frá gosdrykkjafyrirtækjunum.

 

Alþingi segir upp Morgunblaðinu visir.is


Þarf þess !!!

... er ekki allt uppi á borðinu hjá þessari ríkisstjórn... amk lofaði hún því og blaðamannafundum VIKULEGA...
PS... ætli þau séu að leita að skjaldborginni - halda að Davíð hafi falið hana... hver veit?
mbl.is Auka upplýsingaskyldu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt hjá honum

Maðurinn er grínisti - en þetta er ekkert grín. Það er ótrúlegt að hann hafi einungis æft sig í 5 vikur fyrir þetta... ég er viss um að hann hvíli sig lengur en það á eftir, ef hann hefur ekki fengið yfir sig nóg af hlaupum í þessu átaki.

Það fylgdi fréttinni að hlaupurum væri ráðlagt að taka sér 3ja vikna hvíld á milli maraþona, ég hef hvergi séð það, en þegar ég var að byrja að hlaupa maraþon þá hlupu menn EITT maraþon á ári, í mesta lagi TVÖ... svo tímarnir eru breyttir.
mbl.is Hljóp 43 maraþonhlaup á 51 degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

Það er virkilega sorglegt þegar fáir menn af ákveðnu þjóðerni eyðileggja orðspor allra samlanda sinna.
Það hefur verið áberandi hversu margir Pólverjar hafa verið brotlegir við lög hér á landi... ofbeldi hefur viðgengist, þjófagengi hafa vaðið uppi og hlutir merktir íslenskum fyrirtækjum seldir á mörkuðum úti í nokkur ár og nú smygla þeir eiturlyfjum inn í landið. Hvað þarf eiginlega til að menn verði brottrækir héðan?
Þeir Pólverjar sem eru heiðarlegir vilja örugglega að hinir brotlegu verði brottrækir, því annars dragast þeir inn í vantraust okkar, því við erum svo gjörn á að setja allt undir sama hattinn.
mbl.is Reyndu að smygla 5995 e-töflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni reykti ég...

Við vitum að alls kyns sjúkdómar fylgja reykingum, en það eru etv færri sem vita að á hverju ári missa einhverjir fæturna vegna reykinga... já, það þarf að taka af þeim fæturna við hné því æðarnar þrengjast og það kemur drep.

Einu sinni reykti ég... og ef ég hefði alltaf keypt mér 1 pakka í einu, þá hefði ég sagt að ég reykti 1 pakka á dag... en ég keypti alltaf karton og reykti það á 1 viku... það gerir 1 og hálfan pakka á dag.
Ég held að ef fólk sem reykir keypti alltaf karton, þá yrði því frekar ljóst hvað það reykir í raun mikið og hvað þetta er rosalega dýrt. 

Ég notaði engin hjálpartæki (plástra eða tyggjó) við að hætta en það sem hjálpaði mér mest þegar löngunin helltist yfir mig, var að drekka glas af köldu vatni... ótrúlegt en satt... og kannski virkar það vel fyrir fleiri. Ég er því hjartanlega sammála að tóbak verði tekið úr almennri sölu.

Tóbak verði tekið úr almennri sölu
Reykingar fella fleiri en slys


mbl.is Miklu færri hjartatilfelli í kjölfar reykbanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skóli, skóli... skóli

Þetta er ekki eins þreytt og það virðist vera á fyrirsögninni... Ég mæti í 1 fag á hverjum degi nema á föstudögum þá eru það 2... og frí á fimmtudögum...
Lesturinn  er mesta vinnan... Það eru 7 bækur í Kirkjufræðinni og svolítið fúlt þegar aðal bækurnar eru ekki til á landinu og maður þarf að bíða 2-3 vikur eftir þeim... þetta eru tiltölulega nýjar bækur og því varla hægt að fá notaðar og svo eru þær rándýrar að auki.

Ég er að reyna að lesa þá annað námsefni fram í tímann en þá finnst mér ég ekki vera í takt við kennarann...


Ljósanótt á morgun

Það verður bara gaman að fara suður með sjó... svona einu sinni án þess að hlaupa... Ég lenti í leiðindaveðri þarna í hálfa-maraþoninu í fyrra... nú ætla ég ekki að hlaupa, bara njóta.

Edda systir er með sýningu á Hafnargötu 20... maður kíkir þar inn eins og á aðra staði og hlustar á hljómsveitirnar, svo ætlum við að borða kjötsúpu og horfa á flugeldasýninguna.

Þetta verður bara snilld.


Fyrsti skóladagurinn

Ég verð í 3 fögum í haust, Trúarlífssálarfræði, kirkjufræði og Spámönnum GT... aðallega Jesaja þ.e. köflum 40-66.

Það verður auðvelt fyrir mig að muna í hvaða stofu ég á að vera... sama stofan í öllum fögum - stofa 229 (V) Ég mætti í Spámennina í dag og ég var ekki búin að gleyma öllu !!! W00t... ég mundi meðal annars eftir að koma með millistykki svo maður dagi ekki uppi með rafmagnslausa tölvu. 
Grin... Ég á frí á fimmtudögum og ég ætla ekki að kvarta undan frídegi - hefði bara verið þægilegra að hann væri á föstudegi... þá er auðveldara að skreppa í helgarferð Wink


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband