Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
30.7.2009 | 18:49
Þetta GENGUR ekki !
Gengið verður að taka til ,,fótanna" nú um helgina... Bara til að æsa liðið upp, þá skelli ég inn þessari gömlu mynd... hún er tekin um 1962 eða ´63.
Þarna er ótvírætt sönnunargagn fyrir fyrstu Esjuferðinni minni ... ,,snemma beygju foreldrarnir krókinn"
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 22:51
Afmæli Bíðara nr 1 (25.7)
Enn þarf Bíðari nr 1 að bíða... Hann kvartaði yfir að fá ekki afmæliskveðju. Það fórst fyrir vegna þess að á afmælisdeginum hans (laugardeginum 25. júlí) keyrðum við vestur á Snorrastaði á Snæfellsnesi í fimmtugsafmæli Magga.
Aðstaðan á Snorrastöðum var öll til fyrirmyndar... og veislugestir yfir 100 manns. Flestir gestanna höfðu komið á föstudeginum... veislan tókst mjög vel, veitingar og skemmtiatriði frábær. Við lögðum af stað heim kl 12:30 og komum heim um kl 2 um nóttina... og þá var ekki farið í tölvuna til að skrifa loksins afmæliskveðjuna...
Seint koma sumar kveðjur en koma þó!!!
INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN LÚLLI MINN
24.7.2009 | 16:37
Ísak Lúther 13 ára
Vá hvað tíminn flýgur... hann er orðinn 13 ára
Hetjan gekk á Esjuna um daginn, þá var þessi mynd tekin. Frá Steini og upp á topp fengum við þoku og kulda... og sannaðist að ,,það er kalt á toppnum"
Innilega til hamingju með daginn elsku strákurinn okkar...
Óskum þér gæfu og gengis og skemmtunar í kvöld, en við vitum að í kvöld verður mynda-dekurkvöld með pizzu og nammi
22.7.2009 | 22:59
Hvernig er ,,Gengið" ?
Evran hafði áhyggjur af því í dag að Fimmvörðuháls væri kannski of áhættusamur í sumar... það eru jarðhræringar undir Eyjafjallajökli.
Ég er sammála... það er óþarfi að velja gönguleið með titringi !!!
Í þessum skrifuðu orðum flýgur þyrlan stöðugt yfir með sjó til að slökkva sinueld milli Helgafells og Valabóls... er ekki bara tilvalið að skreppa á Keili - Ég er til á föstudag - hvað með ykkur?
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.7.2009 | 19:18
Dætradagur í dag
Við heimsóttum dæturnar allar þrjár eh í dag. Keyrðum suðureftir, byrjuðum í Vogunum hjá Hörpu, Óla og sonum. Þaðan fórum við til Lovísu og Gunna... en prinsinn á heimilinu er 2ja mán í dag... og enduðum hjá Helgu, Týra og Tinnu.
Helga var akkúrat að leggja sig og eina sem við hittum ekki... Týri gaf okkur kaffi í staðinn ;)
Það verður að hafa fleiri svona daga
18.7.2009 | 13:42
Harry Potter
Skellti mér í bíó í gærkvöldi, 10 sýningu í Kringlunni... keypti miðann á midi.is sem er nú ekkert nema snilld...
Ég var með elstu mönnum!!! Spennan í salnum var gífurleg... en spennan náði mér aldrei - spurning hvort ég sé orðin svona ólseig???
Nú er bara spurning hvort það verður framhald... Harry Potter í heimi fullorðinna, að kljást við kreppu, skuldir og ástarmál og fl?
15.7.2009 | 22:35
Selvogsgatan á hraðferð
Maðurinn keyrði mig upp að neyðarskýlinu á Bláfjallavegi... þar sem vegurinn sker Selvogsgötuna. Þar stendur á skilti að leiðin sé 18 km.
Ég gekk ein... lagði af stað 11:52... nákvæmlega.
Ég hafði ákveðið að ganga hratt og stoppa ekkert á leiðinni. Það fór nú aðeins út í öfgar því stundum hljóp ég næstum við fót. Einu sinni datt ég kylliflöt, stangaði jörðina en var svo blessuð að meiða mig ekki... og oft rak ég tærnar í án þess að detta.
Fuglarnir létu heyra í sér, yrðlingur skaust inn í vörðu þegar ég var komin upp að honum og nokkrar kindur voru með lömb á beit... ég var eina manneskjan á ferð.
Hraðametið mitt féll í þessari ferð því ég kom niður á veginn við Hlíðavatn kl 14:39. Gangan var semsagt 2 tímar og 47mín.
Hjólhýsið beið í Selvoginum þar sem Lúlli grillaði og dundaði við viðhald... við ætluðum upphaflega að gista þar en ég vildi fara heim eftir kvöldmatinn svo við renndum heim aftur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.7.2009 kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2009 | 14:40
Tók ísbjörninn hálstaki
6.7.2009 | 20:52
Esjan í dag
,,Gengið" tók sig til og gekk á Esjuna í dag. ,,Dollarinn" mætti ein, ,,Evran" var með 2 smápeninga og ,,Líran" kom með 1 smápening. Smámyntirnar, Ísak Lúther, Adam Dagur og Tinna Sól... voru sannkallaðar hetjur, þær klifu Esjuna í fyrsta sinn í dag... fóru alla leið upp á topp ásamt mæðrum sínum og mér, ömmunni...
Ég hef gengið öðru hverju á Esjuna en aldrei nokkurn tíma pælt í því hve spottinn er langur.
Á síðustu öld... hu-hummm.. tók ég tvisvar þátt í Esjuhlaupinu og var þá 52 mín á toppinn og þá var farin lengri leiðin... og þegar ég fór með Völu á Esjuna í maí sl. þá sagði hún mér að ÍR-ingarnir reiknuðu erfiðleikagráðuna á við 10 km.
Við fórum lengri leiðina upp í dag og ég tók báða ,,garmana" með mér. Garmin úrið mældi 3,5 km upp að Steini og 4,2 km upp á topp, en vegagarmurinn mældi 2,6 km beina vegalengd.
Þegar við vorum komin upp að Steini - kom þokan æðandi upp hlíðina með raka og brennisteinsfýlu... við héldum áfram þó við værum algerlega búin að missa útsýnið og krakkarnir voru bara enn meiri hetjur í roki og kulda á toppnum. Keðjurnar voru mest spennandi
Þetta var erfitt en verður hetjuskapur í minningunni og en það er óvíst hverjir verða þreyttastir í kvöld
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2009 | 20:53
Dýrðardagur í dag
Það var rigning í morgun, DAGUR fyrir innivinnu :) og maðurinn hélt myndarskapnum áfram - búinn að mála herbergið. Næst er að kaupa og setja saman fataskápa.
Á morgun er planið að ég sjái áfram um almannatengsl og fari á Esjuna á morgun með börnum og barnabörnum. Þar verða sumir hetjur í annað sinn. Það er gríðarlega mikilvægt í svona ferðum að hafa mikið nesti og taka sér góðan tíma. Spáin er góð... en það er jafn nauðsynlegt og nestið.
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007