Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
28.6.2009 | 14:20
Bústaðaferð - hittingur
Okkur var boðið í bústaðinn til Haraldar og Helgu um helgina. Hann bauð bræðrum sínum og stelpunum hennar Bubbu ásamt mökum. Það var vel mætt en Hafsteinn, Grétar og Hrönn komu ekki. Bíllinn okkar var í andlits-aðgerð svo við vorum samferða Jónu.
Fólk dreif á staðinn um kvöldmat... sumir lentu í smá villu á leiðinni... og sannaðist þá gamla sjónvarpsauglýsingin... Nú er gott að hafa GSM...
Við grilluðum undir góðri músík og við stelpurnar skáluðum í ekta Margarítu... með saltrönd á staupinu, klaka og lime... Úaaaa
Enginn var með gítar... en þeim mun meira var kjaftað saman. Lolla var með hjólhýsi en Gyða og Erna með fellihýsi... Við Lúlli, Ragnar, Sverrir og Jóna sváfum í bústaðnum.
Sverrir og Erna komu með fjórhjólin sín... Veðrið var æðislega gott, þó að auðvitað kólnaði þegar kvöldaði... að við sátum úti fram á rauða nótt.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2009 | 17:57
Tókum sólina úr töskunni...
Við vorum svo blessuð í síðustu ferð, að fá alla sólardagana þar sem við vorum...
Veðurspáin var nefnilega ekki góð á neinum staðanna... Það átti að vera rigning í w-Virginíu en fengum sæmilegt veður og það var sól þennan eina dag sem maraþonið var... síðan færðum við okkur til Hagerstown í Maryland og þá var sól á meðan við vorum þar... og það var sól í New Jersey... byrjaði að rigna þegar við vorum komin í flugvélina til Alaska... og að lokum átti að vera rigning í Alaska... en var sól á meðan við vorum þar... byrjaði að rigna þegar við vorum í flugstöðinni... auðvitað af því að þá vorum við búin að pakka sólinni niður - til að taka hana með okkur heim
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2009 | 14:48
Svaf í 16 tíma
Ég svaf svolítið í vélinni á milli Alaska og Salt Lake City... en svaf ekkert á leiðinni til New York. Við biðum 1 og 1/2 tíma í biðröð eftir flugtaki í vélinni og svo tók við rúmlega 5 tíma flug heim... og ég datt út af öðru hvoru á leiðinni.
Ég gekk frá dótinu þegar við komum heim, fór í Bónus og svoleiðis. Það var húsfélagsfundur kl 8 um kvöldið... á meðan ég beið eftir honum snarversnaði mér í ,,sibbunni" sem endaði með því að ég sleppti að fara á fundinn, fór í bælið... og svaf í 16 tíma - var meira að segja vakin með símanum.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2009 | 12:57
Komin heim
Lúlli tékkaði okkur út af hótelinu kl 12 á hádegi á laugardag í Alaska... ég var að hlaupa til kl 1. Ég fékk að fara í sturtu eftir hlaupið, af því að konan var ekki búin að þrífa herbergið. Við keyrðum um, fengum okkur að borða á Golden Corral og áttum að skila bílnum kl 9 um kvöldið. Við skiluðum honum frekar snemma - það var svo sem ekkert að gera annað - tíminn var of stuttur til að fara eitthvað og við Garm-laus.
Flugið var 1:05 eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags, millilent í Salt Lake City og New York og svo lentum við hér heima um kl 7 í morgun... á mánudagsmorgni.
Týri tengdasonur sótti okkur og við fengum kaffi hjá Helgu. Bíllinn okkar er ekki tilbúinn, hann þurfti smá andlitslyftingu, nýja framrúðu og taka af honum unglingabólur kringum falsið um leið.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2009 | 13:36
Nóg að gera í dag
Við byrjuðum í Best Buy... eins og sést á hlaupasíðunni minni... og svo hófst eltingarleikur við staðina sem við þurftum að þekkja í sambandi við maraþonið.
Veðrið var ágætt í dag, það var sæmilega hlýtt og sól. Við erum á vitlausum tíma, vöknum og sofnum snemma. Við verðum lítið vör við náttúrufegurð í borginni, það er helst fjallasýnin. Hérna býr mikið af fólki sem hefur ,,grænlenskt" útlit... kannski afkomendur frumbyggja Alaska.
Lúlli mun tékka okkur út á meðan ég er í maraþoninu, við skilum bílaleigubílnum kl 9 í kvöld og eigum miðnæturflug til Salt Lake City... þaðan fljúgum við til New York ... og eigum annað næturflug til Íslands. Við komum heim að morgni 22.júní.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 13:18
Garm-laus í Alaska
Bílstjórinn á áttunni keyrði okkur upp í flugstöð að sækja bílinn. Það ótrúlega gerðist... Alaska kom ekki inn á garminum okkar. Sem betur fer mundi ég leiðina á hótelið... en þetta varð til þess að við fórum ekki í búð eða á neitt flandur í gær... því nú tók við margra klukkutíma törn við að tjónka við tækið... með hjálp fleiri manna sem höfðu aldrei kynnst öðru eins... að það vantaði eitt fylki í Bandaríkin.
Klukkan var orðin margt og við búin að vaka í meira en sólarhring... svo það var ekki annað að gera en fara að sofa... verkefnalistinn fyrir daginn í dag lengdist heilmikið við þetta.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 00:59
New York - Salt Lake City - Anchorage
Við vorum vöknuð fyrir kl 3 í nótt... enda áttum við langan dag fyrir höndum. Við gistum í New Jersey í nótt og áttum klst.keyrslu til JFK í New York. Sú ferð gekk eftir áætlum og við vöktum vörðinn í hliðinu hjá Avis... steinsofandi í vinnunni. Við höfðum keyrt 1368 mílur þessa viku sem við vorum á vesturströndinni.
Fyrra flugið var 6:45 til Salt Lake City... 4:40 klst... Biðin þar var frekar stutt 1:30 klst... síðara flugið var til Anchorage í Alaska. það tók svipaðan tíma eða 4:30 klst. og þá var klukkan 4 tímum á eftir. Við lentum kl 2:35 á staðartíma...
Við vorum furðu hress eftir nær 16 tíma ferðalag. Hótelbus-inn sótti okkur því við fáum ekki bílaleigubílinn fyrr en kl 9 í kvöld. Við keyptum pakka, hótel í 2 nætur og bíl í 2 sólahringa og það kemur betur út að taka bílinn seinna því við eigum kvöldflug heim... skynsamlegra að hafa bíl þegar við höfum tékkað okkur út og geta farið eitthvað áður en við fljúgum heim
Phone: 907-276-8884 Room 105
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 22:50
Allentown PA - Elizabeth NJ
Lögðum sæmilega snemma af stað, það er ekki langt til Elizabeth, þar sem við ætlum að gista síðustu nóttina... á vesturströndinni. Á leiðinni keyrðum við framhjá Bethlehem og Nazareth... Það er mikið um Biblíuleg nöfn á þessu svæði.
Við höfum aldrei reynt annað eins slaufuvegakerfi neins staðar og er hér í Elizabeth... Þetta er hreinasta ævintýri...
Við fengum ekki mótel á sæmilegu verði nær JFK... það eru um 30 mílur þangað... sem er ,,rétt hjá" í Ameríku og við verðum að vakna kl 3 í nótt í síðasta lagi. Við pökkuðum dótinu okkar og keyptum okkur nesti fyrir flugið... síðan verður farið snemma í bælið.
Nágranni okkar í næsta herbergi er á Limósíu.
Econo Lodge Newark International Airport >>
853 Spring St. (US 1 & 9)... Elizabeth, NJ, US, 07201
Phone: (908) 353-1365 Room 123
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2009 | 21:55
Hagerstown MD - Allentown PA
Við keyrðum á sunnudag frá Logan WV til Hagerstown MD, gistum þar 2 nætur... Við ætlum ekki að keyra svo langt, það gerðist bara. Eini sólardagurinn í WV var á meðan ég hljóp og við fengum steikjandi hita í gær í Hagerstown... annars hefur verið skýjað. Í dag (þriðjudag) keyrðum við til Allentown PA.
Á leiðinni þangað skoðuðum við Crystal Cave...
http://www.crystalcavepa.com/
Crystal Cave Video Tour
Þetta er hellir sem ég hef átt bækling um í mörg ár og taldi spennandi að skoða. Hellirinn var síðan frekar lítill og lítið að sjá... kannski vegna þess að ég hef skoðað svo marga stóra og glæsilega hella hér í Usa...
Eftir að hafa tekið okkur hótel í Allentown, fórum við á The Old Country Buffet... það var komið að því... frábært.
Super 8
1033 Airport Road Allentown, PA 18109 US
Phone: 610-434-9550, room 234
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2009 | 11:29
Logan til Hagerstown???
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007