Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Trú er allt sem þarf - Matt. 9.kafli

-1- Þá sté Jesús í bát og hélt yfir um og kom til borgar sinnar.
-2- Þar færa menn honum lama mann, sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra, sagði hann við lama manninn: Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.
-3- Nokkrir fræðimenn sögðu þá með sjálfum sér: Hann guðlastar!
-4- En Jesús þekkti hugsanir þeirra og sagði: Hví hugsið þér illt í hjörtum yðar?

Hversu oft erum við ekki tilbúin að dæma það sem við þekkjum ekki? Hvort sem það er gott eða illt. Læknaðist maðurinn við að fá syndir sínar fyrirgefnar eða notaði Jesús aðeins þetta orðfæri vegna þess að fræðimennirnir hafi talið fólki trú um að bæklanir þeirra væru í beinu samhengi við syndir þeirra.

-9- Þá er hann gekk þaðan, sá hann mann sitja hjá tollbúðinni, Matteus að nafni, og hann segir við hann: Fylg þú mér! Og hann stóð upp og fylgdi honum.
-10- Nú bar svo við, er Jesús sat að borði í húsi hans, að margir tollheimtumenn og bersyndugir komu og settust þar með honum og lærisveinum hans.
-11- Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við lærisveina hans: Hvers vegna etur meistari yðar með tollheimtumönnum og bersyndugum?
-12- Jesús heyrði þetta og sagði: Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru.
-13- Farið og nemið, hvað þetta merkir: Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara.

Fylg þú mér... Jesús setur engin inntökuskilyrði fyrir þá sem vilja fylgja honum, önnur en að trúa á hann. Miskunnsemi vil ég - ekki fórnir, sagði Jesús. Þessum orðum beindi hann til Faríseanna, en þeim var mjög umhugað um að hver og einn innan samfélagsins skilaði sínum fórnum. 
Og höfðu menn ekki efni á að gefa til musterisins þá bauð erfikenning þeirra upp á að skila ,,korban" (Mark 7:8-11) 
Farisearnir viðurkenndu ekki að þeir væru syndarar... þeir töldu sig vera réttláta og hina heiðnu vera syndara...

Í þessum kafla læknar Jesús lamaða manninn, konuna með blóðlátin, reisti dóttur forstöðumannsins til lífsins, gaf tveim blindum mönnum sjónina og læknaði mállausan mann með illan anda.  Hvílík kraftaverk...
-33- Og er illi andinn var út rekinn, tók málleysinginn að mæla. Mannfjöldinn undraðist og sagði: Aldrei hefur þvílíkt sést í Ísrael.

Jesús kenndi í samkundum gyðinga og læknaði hvar sem hann fór...
-36- En er hann sá mannfjöldann, kenndi hann í brjósti um þá, því þeir voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir, er engan hirði hafa.
-37- Þá sagði hann við lærisveina sína: Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir.
-38- Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.

Verkamennirnir eru þeir sem prédika fagnaðarerindið, þeir sem sá fræinu (orði Guðs) og nostra við það svo það vaxi upp, dafni og beri ávöxt... og uppskeran margfaldist. 

Matt 7:19  Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað.


Þurfum ekki að fara neitt - Matt. 8.kafli

-2- Þá kom til hans líkþrár maður, laut honum og sagði: Herra, ef þú vilt, getur þú hreinsað mig.
-3- Jesús rétti út höndina, snart hann og mælti: Ég vil, verð þú hreinn! Jafnskjótt varð hann hreinn af líkþránni.
-4- Jesús sagði við hann: Gæt þess að segja þetta engum, en far þú, sýn þig prestinum, og færðu þá fórn, sem Móse bauð, þeim til vitnisburðar.

Þegar Jesús snerti manninn, braut hann hreinleikalögin... Jesús var syndlaus, þess vegna geta brot á hreinleikalögunum ekki verið synd. 
Mörgum finnst mjög undarlegt, að Jesús hafi beðið manninn að þegja yfir kraftaverkinu, en sagt honum að hann ætti að sýna prestinum sig...
Það var presturinn sem skar úr hvort maður ætti að vera í einangrun vegna sjúkdóms eins og holdsveiki, en líklega hefur það ekki verið ástæða þess að Jesús sendi manninn til prestsins. Presturinn hefði átt að átta sig á að nú væru spádómar Gt að rætast... Jesús gerði allt sem hann gat til að sýna fram á hver hann væri - en án árangurs.

Jesús læknar svein hundraðshöfðingjans (heiðingja) og undrast mikla trú hans og segir jafnframt:
-11- En ég segi yður: Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham, Ísak og Jakob í himnaríki,-12- en synir ríkisins munu út reknir í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.
Þeir sem taka við Jesú munu komast í ríki hans en jafnvel þeir sem áður voru útvaldir munu vera útilokaðir.

-19- Þá kom fræðimaður einn til hans og sagði: Meistari, ég vil fylgja þér, hvert sem þú ferð.
-20- Jesús sagði við hann: Refar eiga greni og fuglar himins hreiður, en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla.
-21- Annar, úr hópi lærisveinanna, sagði við hann: Herra, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn.
-22- Jesús svarar honum: Fylg þú mér, en lát hina dauðu jarða sína dauðu.

Einn vill fylgja Jesú hvert sem er, en annar vill koma seinna... þegar betur stendur á.
Við þurfum ekki að ,,fara neitt" til að fylgja Jesú.  Ákvörðunin á sér stað í hjörtum okkar og hana er hægt að rækta hvar sem við erum, með bæn, beiðni og þakkargjörð.


Dæmið ekki - Matt. 7.kafli

-1- Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir.
-2- Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða.
-3- Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?
-4- Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga sjálfs þín.
-5- Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.

Við ætlum ekki alltaf að dæma, en við leggjum ósjálfrátt mat á allt sem gerist eða er umhverfis okkur... ef við segjum frá því er nær öruggt að einhver skilur orð okkar á annan veg en ætlast er til... Gróa er lögð af stað á næsta bæ... Málin snúast oft ekki um það sem við segjum - heldur hvernig viðmælandinn skilur það og segir frá því.
Alltof oft les fólk ANNAÐ en það sem er skrifað og svo á fólk það til að blanda skyldum málum við og eftir þann LESSKILNING er komin niðurstaða sem oft er ekkert nálægt upphafinu.
Í þessu getum við séð okkur báðum megin við borðið.

-6- Gefið ekki hundum það sem heilagt er, og kastið eigi perlum yðar fyrir svín. Þau mundu troða þær undir fótum, og þeir snúa sér við og rífa yður í sig.

Heiðingjar voru hundar í augum gyðinga... Við eigum að bera boðskapinn áfram en Jesús segir okkur að meta hvort hjarta hins heiðna sé opið fyrir hinu heilaga orði eða hvort hann myndi snúa því upp í öfugmæli og troða það niður. Þá myndi ,,hundurinn eða svínið" fremur loka hjörtum þeirra sem væru nálægt þeim og boðskapurinn (perlan) væri engum dýrmæt.

-15- Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar.

Jesús er góði hirðirinn, hirðir sauðanna. Hann segir okkur að varast þá sem boða falskar kenningar INNAN safnaðanna. Það að falsspámaðurinn sé í sauðaklæðum, merkir að hann þykist eða telur sig vera kristinn.

-19- Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað.
-20- Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.
-21- Ekki mun hver sá, sem við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum.
-22- Margir munu segja við mig á þeim degi: Herra, herra, höfum vér ekki kennt í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört í þínu nafni mörg kraftaverk?
-23- Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.

Við erum lærisveinar og eigum að bera fagnaðarerindið áfram, FYLGIÐ JESÚ... Falsspámaðurinn ber ekki ávöxt fyrir ríki Guðs - hann kemst ekki þangað inn.
Við eigum að byggja á Orði Guðs, Jesús á að vera kletturinn í lífi okkar. Falskar kenningar koma eins og sviptivindar og steypiregn og geta hrakið okkur til og frá og að lokum geta þær skolað okkur burt frá Sannleikanum.


« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband