Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
30.4.2009 | 15:19
Hjá Lilju og Joe í Pueblo West
Höfðingjarnir Lilja og Joe tóku á móti mér og hafa dekrað við mig. Veðrið hérna í Pueblo West hefur verið gott, í gær var hitinn 82°F.
Lilja kom snemma heim úr vinnunni í gær, því konan sem hún vinnur fyrir var veik. Við fórum með Joe í sjúkraþjálfun og hún sýndi mér hárgreiðslu-og snyrtistofuna sem hún vann á hjá JC Penny. Á eftir buðu þau mér á The Golden Corral... frábært buffet.
Um kvöldið horfðum við Lilja á ,,Magnús" íslenska bíómynd.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2009 | 15:05
Dodge City KS - Pueblo West CO
Ég var í lélegu netsambandi á Tavelodge, þurfti að fara með tölvuna í lobbýið til að tala við Bíðara Nr 1.
Ég frétti á leiðinni til Dodge City (á mánudag) að það hefði komið í útvarpinu að konan sem var önnur í mark í Oklahoma maraþoninu hefði dottið niður í markinu... ef hún hefði ekki verið í alvarlegu ástandi hefði ekki verið sagt frá því í fréttum.
Nú er ég komin út úr fylkinu svo ég hef ekki frétt hvort konan náði sér eða ekki... en ég hef þrisvar verið í maraþoni þar sem menn hafa dáið á marklínunni.
Í gær keyrði ég til Pueblo West... um 280 mílur... NO POLICE ON THE WAY. Ég keyrði að hluta til sömu leið og þegar ég keyrði til Oklahoma... þ.e. hina sögufrægu leið til Santa Fe.. The Historical Route to Santa Fe, US 50.
Á leiðinni græddi ég aftur klukkutímann sem ég tapaði, svo nú er 6 tíma tímamunur við Ísland.
Lilja og Joe tóku á móti mér með höfðingsskap og við Lilja tókum smá rúnt eftir kvöldmat þangað sem hún vinnur.
Ég lét bíðarann vita að ég væri komin til Pueblo en svo fórum við öll snemma í háttinn.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 23:56
Oklahoma City OK - Dodge City KS
Tékkaði mig út eftir morgunmat og keyrði frá Oklahoma City, norður sveitavegina sem ég kom... I LOVE IT... áleiðis til Guymon. Nema ég hélt áfram norður sem sagt keyrði til Kansas. það er alveg nóg að keyra um 300 mílur á dag... og maður verður að passa að vera ekki of seint á ferð til að fá herbergi.
Það var hrikalegt verð á mótelunum í Dodge City... fyrir utan hvað dollarinn er hár... ég tók Travelodge og setti tölvuna í samband... Ég hafði sett upp nýjan Internet explorer í gærkvöldi og þá poppaði MSN-ið upp. Ég sem var farin að halda að grænu MSN-kallarnir væru komnir með svínaflensu
Travelodge Dodge City
1510 W. Wyatt Earp
Dodge City, KS 67801 US
Phone: 620-227-2125 Room 406
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 12:22
Markúsarguðspjall
Flestir telja Markúsarguðspjall vera elsta guðspjallið, sennilega skrifað um árið 60, þegar Rómverjar ofsóttu kristna. Heiti guðspjallsins er: Guðspjall samkvæmt Markúsi... þ.e. eignað einhverjum Markúsi og geta menn sér til höfundinn. Know your Bible telur að höfundurinn sé trúboðinn ,,Jóhannes öðru nafni Markús"(Post 12:25) og sá sem er ferðafélagi Péturs (1.Pét 5:13)
Mark. er stysta guðspjallið og megnið af efninu er endurtekið í Matt. og Lúk. Guðspjallið er skrifað til ,,heiðingja" og það lýsir Jesú sem manni sem framkvæmir hlutina... læknar með krafti Guðs, hefur vald yfir veðri og vindum og berst gegn hinum illa.
Þema guðspjallsins er: Jesús Kristur er líðandi þjónn allra manna.
Markús lýsir Jesú sem hinum líðandi þjóni, þar sem gyðingar vilda drepa hann (9:31), þar sem nágrannar hans reyna að lítillækka hann (6:3) og jafnvel fjölskylda hans telur hann viti sínu fjær (3:21).
Það vers sem lærisveinar hans myndu halda á lofti væri: ,,En eigi sé svo meðal yðar, heldur sé sá, sem mikill vill verða meðal yðar, þjónn yðar. Og sá er vill fremstur vera meðal yðar, sé allra þræll. Því að Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga. (10:43-45)
Fleygustu versin eru:
1:17... Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða.
10:14... Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki.
10:25... Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.
12:17... Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.
14:38... Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn, en holdið veikt.
Margir halda að hinn ónafngreindi maður sem var við handtöku Jesú hafi verið Markús sjálfur.
14:51-52... ,,En maður nokkur ungur fylgdist með honum. Hann hafði línklæði eitt á berum sér. Þeir vildu taka hann, en hann lét eftir línklæðið og flýði nakinn."
Guðspjallið segir að þjáning og missir, sé ekki endilega bara slæm upplifun - heldur getur það verið upphafið að einhverju betra (8:35)
27.4.2009 | 12:14
Matteusarguðspjall
Höfundur guðspjallsins er talinn vera tollheimtumaðurinn Matteus (Matt 9:9) sá sami sem Markúsarguðspjall segir að sé kynntur sem ,,Leví Alfeusson" (Mark 2:14).
Guðspjallið er sennilega skrifað á því tímabili sem Rómverjar lögðu musterið í eyði (70 e.Kr.) og virðist það vera beinlínis skrifað fyrir gyðinga með áherslu á að sanna fyrir þeim að Jesús væri sannarlega Messías, sá sem þeir biðu eftir... þ.e. uppfylling spádómanna...enda er mikið vitnað í spádóma Gt.
Ættartalan á að staðfesta að Jesús sé af ætt Davíðs, hersveit engla tilkynnir fæðinguna og ,,vitringarnir" koma til að veita hinum nýja konungi lotningu. Matteus er eina guðspjallið sem kennir Faðir vorið (6:9), nokkrum kraftaverkum er lýst sem hin guðspjöllin nefna ekki og Matt er sá eini sem segir að við dauða Krists hafi jörðin skolfið, björg klofnað og dauðir risið upp.
Fleygustu versin eru:
1:21... Hún mun son ala, og hann skaltu láta heita Jesú, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra.
5:13-14... Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það? Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum. Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist.
5:44... En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður,
7:1... Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir.
7:7... Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.
28:19... Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda,
Það sem sker þetta guðspjall frá hinum er að Matteus er eini guðspjallamaðurinn sem notar hugtökin ,,kirkja" og ,,himnaríki."
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 23:11
Oklahoma City
Ég var komin af stað um hálf 9 ... stoppaði einu sinni í klst á leiðinni og keyrði upp að hótelinu í Oklahoma City kl 3. Í þetta sinn passaði ég mig á að lenda ekki í löggunni á leiðinni, en einn fór fram úr mér á svaka ferð og eftir smá stund keyrði ég framúr honum - löggan náði honum
Þetta er höfuðborgin í Oklahoma. Ég þarf að raða saman púslinu á morgun, sækja gögnin, fara á start og finish og athuga með bílastæðamál.
Þegar ég var búin að tékka mig inn, leitaði ég að Buffeti, en það var búið að loka því - hætt... ekki í fyrsta sinn sem það er búið að loka, þegar ég kem.
Aðalvandamálið í sambandi við þessi Buffet er, að fólk tekur sér helmingi meira en það borðar og því er hent. Af því fólk borgar eitt verð - ber það enga virðingu fyrir matnum... En kannski finn ég annað Buffet á morgun - ÉG SKAL FINNA ANNAÐ
Phone: 405-677-1000 Room 123
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2009 | 10:20
Guymon, Oklahoma
Vaknaði rúmlega 4, jafnþreytt og þegar ég fór að sofa... hélt ég væri búin að sofa eitthvað lengi, en ég hef tapað 1 klst við að keyra til Oklahoma, nú er 5 tíma tímamunur við Ísland. Fór á lappir, það er best að vera á ,,vitlausum" tíma fram yfir maraþonið.
Hitinn hækkaði á leiðinni hingað, var kominn í 87°F í gær svo ég keypti hlíf í Dollarbúð á leiðinni, til að setja yfir vatnskassann í aftursætinu og stýrið meðan ég fer í búð. Nú er ég að bíða eftir morgunmatnum, ætla í sturtu og tala við Bíðarann ef hann kemur inn á msn.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 01:22
New York - Denver - Pueblo West - Guymon, Oklakoma
Ég rétt gat klárað síðustu bloggfærslu á flugvellinum í New York, áður en ég fór um borð. Opnaði tölvuna svo seint. Flugið til Denver tók 3:40 mín... Náði að sofa í 1 tíma á leiðinni. Klst eftir lendingu var ég komin með bílaleigubílinn og svo var ég slétta 2 tíma að keyra til Lilju og Joe í Pueblo West, þá var klukkan 3:10 á staðartíma... ég lagði af stað að heiman kl 14, það er 6 tíma tímamunur svo ferðalagið var orðið 19 tímar.
Ég verð að viðurkenna að ég var orðin dauðþreytt, þurfti að passa mig á leiðinni til Lilju að loka ekki augunum of lengi þegar ég blikkaði þeim... ég er með plástur en hefði sennilega ekki þurft að nota hann, hefði ég farið útaf... 80 mílur er 130 km. hraði
Ég vakti upp, fiskurinn þurfti að komast í frysti. Síðan skelltum við okkur fljótlega í rúmið. Ég sofnaði fljótlega og svaf til kl 8... Lilja var farin í vinnuna, Joe var uppfartari og félagsskapur þar til ég lagði af stað til Oklahoma.
Ég lét garminn ráða, hefði betur ráðið sjálf og keyrt leiðina sem við Lúlli keyrðum þegar við fórum til New Mexico.
Þetta var nú meira sveita??? ... ég keyrði amk í 2 tíma án þess að sjá bíl og þá var það löggan sem stoppaði mig fyrir of hraðan akstur ... ég slapp með áminningu
Það eru um 600 mílur til Oklahoma City og ég keyrði um helminginn í dag. Tók áttu í Guymon og kom mér fyrir... loksins að ég sá menningu klukkan er orðin svo margt (18 hér, miðnætti heima) að Bíðarinn er sennilega sofnaður heima
1201 Hwy 54 East
Guymon, OK 73942-4543 US
Phone: 580-338-0507 room 230
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2009 | 01:37
Keflavík - New York
Ég pakkaði í morgun og Björg vinkona keyrði mig út á völl... Það voru allir uppteknir, að útrétta, vinna, í viðtali eða í prófi. Ég skildi Bíðara nr 1 AFTUR eftir heima. Hann má ekki fljúga strax, fór í hjartaþræðingu í gær... og bíllinn í viðgerð... við erum að eldast
Flugið til New York tók tæpa 6 tíma... ég horfði á 3 bíómyndir. Ég var ekkert nema kæruleysið á leiðinni út... með fyrstu mönnum út úr vélinni en hafði gleymt að fylla út pappírana. Það tók 1 klst frá lendingu og þangað til ég var fyrir framan afgreiðsluborðið hjá jetBlue í næsta terminal.
jetblue er besta flugfélag í heimi... afgreiðslukonan fékk fulla endurgreiðslu fyrir mig á flugmiða Bíðara nr 1 - ekkert mál. Öll sætin í flugvélinni eru Saga-class sæti... Mesta legroom EVER. Núna eru þeir komnir með netið í biðsalinn... þess vegna sit ég og blogga. Ég er að bíða eftir flugi til Denver, það varð einhver seinkun á vélinni, en flugið á að taka 3 klst.
Þetta er hlaupaferð - hvað annað, ég hleyp fyrst í Oklahoma City og síðan í Fort Collins Colorado.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 19:09
Lygasagan gengur enn - Matt. 28.kafli
-1- Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina.
-2- Þá varð landskjálfti mikill, því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann.
-3- Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór.
-4- Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir.
-5- En engillinn mælti við konurnar: Þér skuluð eigi óttast. Ég veit, að þér leitið að Jesú hinum krossfesta.
-6- Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, ...
-11- Meðan þær voru á leiðinni komu nokkrir varðmenn til borgarinnar og sögðu æðstu prestunum allt, sem gjörst hafði.
-12- En þeir kvöddu saman öldungana og tóku það ráð með þeim að bera mikið fé á hermennina og mæltu við þá:
-13- Segið þetta: Lærisveinar hans komu á næturþeli, meðan vér sváfum, og stálu honum.
-14- Og ef þetta berst landshöfðingjanum til eyrna, skulum vér sefa hann, svo að þér getið verið áhyggjulausir.
-15- Þeir tóku við fénu og gjörðu sem þeim var sagt. Þessi sögusögn (lygasaga) hefur verið borin út meðal Gyðinga allt til þessa dags.
Varðmennirnir gáfu vitnisburð sem var falur... er það ekki sorglegt að mennirnir sem voru vitni að svo stórkostlegu undri, að sjá engilinn opna gröfina, voru falir til að bera ljúgvitni.
Með dauða sínum á krossi og upprisu, sigraði Jesús dauðann... hann birtist lærisveinunum og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu (18v). Jesús keypti lausar þær sálir sem trúa á hann. Boðun orðsins er útdeiling boðskorta í brúðkaup lambsins... Það er ekki nóg að frétta af boðskortinu, maður verður að staðfesta komu sína með því að játa trúna.
Tjaldbúð Guðs færðist til himins en þar er verið að búa okkur stað. Síðustu orð guðspjallsins eru: ,,Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar."
Ps. Ekki trúa lygasögunni...
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007