Leita í fréttum mbl.is

Nú eiga allir lífeyrissjóðina

Mesta arðrán sögunnar er þessi blessaði lífeyrissjóður sem er orðinn aðaltrygging landsins fyrir skuldum. Upphaflega var skattlagt inn svo var skattlagt út og nýlega var Skattman með hugmyndir um að fá sjóðinn lánaðan... en látum það vera hvernig er leikið sér með þá peninga sem fólk var skyldað til að geyma til elliáranna.
En til hvers að spara? Af hverju á ekki bara að eyða peningunum strax, þeir rýrna þá ekki á meðan.
Ríkisstjórn landsins passar að fólk fái aldrei nema ákveðna upphæð á mánuði, það eitt er ekki hvetjandi til sparnaðar. Og séreignarsparnaður - til hvers?

Ef einhver á sparnað einhversstaðar... þá sker ríkið ellilaunin niður um samsvarandi upphæð. Atvinnurekendur hafa t.d. ekki verið skyldugir til að greiða í lífeyrissjóð, en það skiptir ekki máli fyrir þá þegar upp er staðið, því atvinnurekandinn fær jafn háa upphæð í ellilaun og sá sem vann hjá honum fær samtals í ellilaun+lífeyrissjóðgreiðslur... samt borgaði hann alla sína ævi í sjóð til elliáranna.

Hver er tilgangurinn? Er ekki bara best að ríkið hirði lífeyrissjóðina, segji upp öllu starfsfólkinu sem reiknar skerðingar fram og til baka... og borgi bara sömu ellilaun til allra landsmanna.
Launþeginn fengi þá aðeins meira í budduna í bili - ekki veitir af.

 


mbl.is Vilja tryggja aukið eftirlit með lífeyrissjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Verst koma láglauna barnmargar fjölskyldur út úr þessu kerfi, sem verða að vinna myrkrana á milli þannig að margir ná svo ekki aldri til lífeyrisbóta.

En þeir sem minnst hafa unnið hirða síðan sjóði þeirra sem mest lögðu á sig, ef sjóðstjórar hafa þá ekki gloprað öllu. 

Sturla Snorrason, 3.12.2009 kl. 23:07

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Nákvæmlega, til hvers að leggja í sjóð sem einhverjir leika sér með í vafasömum fjárfestingum.

Bryndís Svavarsdóttir, 3.12.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband