Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Sjúkdómur að ganga...


Hálfa leiðina yfir Fimmvörðuháls hugsuðu dæturnar mér þeygjandi þörfina.... hvað voru þær eiginlega búnar að láta hafa sig út í. Woundering

Ferðin hafði alvarlegar afleiðingar.... nú eru þær göngusjúkar. Það er keyptur gönguútbúnaður hægri/vinstri..... þær tala um gönguferðir og ábyggilega dreyma þær líka. InLove

Um næstu helgi er því verið að plana Selvogsötuna alla.... fara hana í 2 áföngum og bera meira en síðast..... þetta er orðinn sjúkdómur.... þær eru komnar með gönguvírus Cool


Fimmvörðuháls

IMG_2616
Mig hefur lengi langað til að ganga Fimmvörðuháls. Í fyrra var ég komin að Skógum og ætlaði að ganga ein yfir en hætti við, það var alltof mikil þoka og ég þekkti ekki leiðina.
Sem betur fer hætti ég við í það sinnið.
Dætrunum langar að ganga Laugaveginn og ég taldi Fimmvörðuháls vera ágætis undirbúning fyrir það. Veðurspáin fyrir fimmtudag lofaði góðu og við ákváðum að kýla á það.

Á vef ferðafélagsins... http://www.fi.is/gonguleidir/fimmvorduhals/
er lýsing gönguleiðarinnar svona:  Fimmvörðuháls
Skógar-Þórsmörk (Fimmvörðuháls á milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls)

Vegalengd 22 km, áætlaður göngutími um 9 klst., lóðrétt hækkun/lækkun 1000m. Leiðin liggur frá Skógum undir Eyjafjöllum, milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls, yfir til Þórsmerkur. Hér er um að ræða eina allra vinsælustu gönguleið á Íslandi en e.t.v. þá viðsjárverðustu sakir snöggra breytinga sem geta orðið á veðri á hvaða árstíma sem er. Það getur verið blítt og stillt veður á láglendi en þegar komið er upp á háhálsinn getur skollið á svarta þoka svo að ekki sér handa skil. Á leiðinni eru tveir skálar, annar í eigu Eyfellinga og hinn í eigu Útivistar.
------------------------------------------------------------------------

Við lögðum af stað héðan um 8 leytið. Keyrðum austur að Skógum. Lúlli tók mynd af okkur áður en við lögðum á fjallið 10:45. Við vorum allar brosandi... stelpurnar að fara á fjallið, hann, Gabríel og Venus... strákarnir urðu eftir.

IMG_2628Ég er sammála þeim sem segja að það sé fallegra að ganga í Þórsmörk en öfugt. Við gengum á móti hverjum fossinum af öðrum. Vorum með brauðfætur þegar við litum fram af gilbrúnunum. Eftir að við höfðum farið yfir göngubrúna, var landslagið aftur á móti .. the same shit all over again" eins og Harpa sagði..... hrjúfur vegaslóði sem var ekkert fyrir augað og svolítil þoka.... annars fengum við himins blíðu alla leið.

Um það bil km. áður en við komum að neyðarskýlinu... Baldvinsskála, .?.?. (sem var svo ógeðslegur að það er varla hægt að nota skálann í neyð) hélt Helga að bakið á henni væri að gefa sig og hægri fóturinn var að hætta að hlýða fullkomlega... 
Harpa og Lovísa voru farnar að þakka Guði fyrir að fá nú ástæðu til að hringja í sjúkraþyrlu. En eftir skammt af Ibufeni og hitaplástra harkaði Helga af sér... og þá varð Lovísa stíf framan í lærunum... svo að við fórum mjög hægt í ca 2 tíma.  Harpa var orðin fremst.

IMG_2659Við vorum á milli jöklanna, Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Nú fór að síga á seinni hlutann og betra að ganga. Helga var með göngumæli. Þegar við komum á efsta punkt fyrir ofan Þórsmörk vorum við búnar að ganga rúma 24 km. og héldum að við ættum stutt eftir, héldum jafnvel að við færum leiðina á 8 tímum.
Útsýnið var eins og klippt úr auglýsingu fyrir Gand Canyon. Veðrið óborganlegt, varla ský á lofti, stafa logn og sól... og við ....  On the top of the world.

IMG_2667

Stelpurnar mynduðu útsýnið og ég tók myndir af þeim við minningarstein þar sem 3 höfðu orðið úti í júní 1970.

Við vorum tæpa 3 tíma að komast niður, hverja snarbratta fjallshlíðina á fætur annarri, einstigi og ófærur með öryggiskeðjum eða böndum til að hanga í.

Hættulegasti og seinfarnasti hluti leiðarinnar var að komast niður í Þórsmörk.  
Grillað í Básum 10.6.2008Neðst biðu strákarnir, Lúlli með myndavélina og tók mynd af hverri og einni þegar við komum dauðþreyttar niður af fjallinu eftir 9 tíma og 45 mín og samkvæmt göngumælinum eftir tæpa 32 km.

Lúlli grillaði ofaní okkur dauðþreyttar en ánægðar með daginn.... við vorum svo blessaðar með veður.
5vörðuháls 10.7.2008Gabríel var hinn ánægðasti með daginn, hann passaði afa sem keyrði lengi, lengi í vatninu..... og mér sýnist á myndunum að Gabríel sé sá eini sem sé í glasi !!!

Við rétt náðum að kaupa kók og súkkulaði fyrir lokun kl 11 á Hlíðarenda og renndum í hlað heima kl. 12:45 eftir miðnætti. Þá vorum við Lovísa búnar að vera 16 tíma en Helga og Harpa 17-18 tíma á ferðinni. 

 


Þegar allt klikkar...

Þegar ég var í gönguferðinni, þá stóðust allar tímaáætlanir svo vel.... allt var svo vel skipulagt, enda sérfræðingar að verki, Berghildur og Magnea.

En stundum er eins og ekkert standist áætlun..... og þá datt mér í hug þessi brandari.

Íslendingur reyndi lengi að pranga fallhlífarstökki inn á tvo útlendinga. Þeir höfðu aldrei prófað fallhlífarstökk svo tilboðið var mjög freistandi.  Ferðin átti að vera gulltryggð, Þeir áttu að fara á loft í lítilli flugvél á Reykjavíkurflugvelli sem sleppti þeim út yfir Bláfjöllum, þeir áttu að svífa um og lenda á svifflugvellinum, þar átti að bíða rúta, sem keyrði þá í bæinn.

En þeir voru hálf ragir, enda aldrei farið í fallhlífarstökk áður.  Þetta er ekkert mál sagði Íslendingurinn..... þú kippir bara í langa spottann, ef fallhlífin fer ekki út, þá kippir þú í þann stutta.

Þeir létu tilleiðast, voru klæddir upp og flogið með þá á loft og þeim sleppt út.  Þeir kippa í langa spottann - ekkert gerist.... þeir kippa í stutta spottann - og það gerist enn ekkert.... þá kallar annar þeirra til hins : Ætli það sé ekki líka lýgi með rútuna!


« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband