Leita í fréttum mbl.is

Þjórsárbakki

Þjórsárbakki 9.6.2009
Haraldur hringdi í gær og bauð okkur austur... ég hafði aldrei komið í bústaðinn og við þáðum boðið með þökkum Smile

Hvað eigum við að koma með með okkur... spurði Lúlli... sængurföt eða eitthvað... Haraldur þvertók fyrir að við kæmum með ,,nokkuð með okkur"... sagði svo: ,,bara föt"!!! ... Hjúkk maður, að við fengum að vera í fötum... annars hefðum við þurft að veita áfallahjálp alla leiðina Crying

Þjórsárbakki 9.6.2009Við vorum klst að renna austur... VÁ... hvílík höll
Sko ekkert smá slot Whistling

Við borðuðum hvílíkt góðan skötusel í kvöldmat, fengum okkur rauðvín og bjór og svo var farið í heita pottinn, sem er glænýr... svo enduðu allir á náttfötunum á eftir. Frábært.

Þjórsárbakki 9.6.2009Veðrið var rosalega gott. Landið er rennislétt þarna og gott útsýni yfir allt. Við reiðhöllina voru reiðhestarnir og merar bæði nýkastaðar og fylfullar í næsta hólfi.   

Við fórum svo heim um hádegið í dag, svo hjónin fái nú einhvern vinnufrið. Þó mikið sé búið, er enn margt eftir að gera...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband