Leita í fréttum mbl.is

Hver er mestur ? - Matt. 18.kafli

-1- Á þeirri stundu komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu: Hver er mestur í himnaríki?
-2- Hann kallaði til sín lítið barn, setti það meðal þeirra
-3- og sagði: Sannlega segi ég yður: Nema þér snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki.
-4- Hver sem auðmýkir sjálfan sig eins og barn þetta, sá er mestur í himnaríki.

-10- Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður, að englar þeirra á himnum sjá jafnan auglit míns himneska föður. 
-11- Því að Mannssonurinn er kominn að frelsa hið týnda.

Sá sem hefur ekki tekið við fagnaðarerindinu er TÝNDUR... nákvæmlega eins og hver annar hlutur sem hefur færst úr sínum stað... hann er glataður nema hann finnist og sé settur á sinn stað... þannig er sá týndur sem á ekki stað í ríki Guðs.
Til þess að geta tekið við fagnaðarerindinu - verður hjartað að taka á móti eins og hjarta ungabarns... eins og óskrifað blað. Gamlar kenningar verða að fjúka - ritningin verður að kenna. Versin frá 15-17 segja að við eigum að tala um fyrir bróður okkar, víki hann af veginum, en skeyti hann engu um varnaðarorðin eigi að líta á hann sem heiðingja.

Pétur kemur með viðkvæma spurningu:
-21- ... Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum, ef hann misgjörir við mig? Svo sem sjö sinnum?
-22- Jesús svaraði: Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö.

70 x 7 = 490  Það er enginn vandi að fyrirgefa 490 manns einu sinni hverjum... það er hins vegar mjög erfitt að fyrirgefa sömu persónunni 490 sinnum... það tekur virkilega á.  Það eru sem sagt engin takmörk fyrir því hvað við eigum að fyrirgefa oft og á sama hátt engin takmörk á því hve oft við eigum að geta beðið um fyrirgefningu... en það þarf að biðja um fyrirgefningu - hún kemur ekki sjálfkrafa.

-35- Þannig mun og faðir minn himneskur gjöra við yður, nema hver og einn yðar fyrirgefi af hjarta bróður sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband