Leita í fréttum mbl.is

Dæmið ekki - Matt. 7.kafli

-1- Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir.
-2- Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða.
-3- Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?
-4- Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga sjálfs þín.
-5- Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.

Við ætlum ekki alltaf að dæma, en við leggjum ósjálfrátt mat á allt sem gerist eða er umhverfis okkur... ef við segjum frá því er nær öruggt að einhver skilur orð okkar á annan veg en ætlast er til... Gróa er lögð af stað á næsta bæ... Málin snúast oft ekki um það sem við segjum - heldur hvernig viðmælandinn skilur það og segir frá því.
Alltof oft les fólk ANNAÐ en það sem er skrifað og svo á fólk það til að blanda skyldum málum við og eftir þann LESSKILNING er komin niðurstaða sem oft er ekkert nálægt upphafinu.
Í þessu getum við séð okkur báðum megin við borðið.

-6- Gefið ekki hundum það sem heilagt er, og kastið eigi perlum yðar fyrir svín. Þau mundu troða þær undir fótum, og þeir snúa sér við og rífa yður í sig.

Heiðingjar voru hundar í augum gyðinga... Við eigum að bera boðskapinn áfram en Jesús segir okkur að meta hvort hjarta hins heiðna sé opið fyrir hinu heilaga orði eða hvort hann myndi snúa því upp í öfugmæli og troða það niður. Þá myndi ,,hundurinn eða svínið" fremur loka hjörtum þeirra sem væru nálægt þeim og boðskapurinn (perlan) væri engum dýrmæt.

-15- Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar.

Jesús er góði hirðirinn, hirðir sauðanna. Hann segir okkur að varast þá sem boða falskar kenningar INNAN safnaðanna. Það að falsspámaðurinn sé í sauðaklæðum, merkir að hann þykist eða telur sig vera kristinn.

-19- Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað.
-20- Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.
-21- Ekki mun hver sá, sem við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum.
-22- Margir munu segja við mig á þeim degi: Herra, herra, höfum vér ekki kennt í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört í þínu nafni mörg kraftaverk?
-23- Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.

Við erum lærisveinar og eigum að bera fagnaðarerindið áfram, FYLGIÐ JESÚ... Falsspámaðurinn ber ekki ávöxt fyrir ríki Guðs - hann kemst ekki þangað inn.
Við eigum að byggja á Orði Guðs, Jesús á að vera kletturinn í lífi okkar. Falskar kenningar koma eins og sviptivindar og steypiregn og geta hrakið okkur til og frá og að lokum geta þær skolað okkur burt frá Sannleikanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband