Leita í fréttum mbl.is

Fóru í ranga borg - Matt. 2.kafli

-1- Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs, komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem
-2- og sögðu: Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Vér sáum stjörnu hans renna upp og erum komnir að veita honum lotningu.
-3- Þegar Heródes heyrði þetta, varð hann skelkaður og öll Jerúsalem með honum.
-4- Og hann stefndi saman öllum æðstu prestum og fræðimönnum lýðsins og spurði þá: Hvar á Kristur að fæðast?
-5- Þeir svöruðu honum: Í Betlehem í Júdeu...

Ótrúlega margir halda því fram að vitringarnir hafi verið 3, tala þeirra er hvergi nefnd en gjafirnar voru 3, gull reykelsi og myrra.
Það er athyglisvert að vitringarnir fara beint til Jerúsalem þó að fæðingin eigi að eiga sér stað í Betlehem... Þeir sáu stjörnuna, fylgdu henni en fóru samt í ranga borg... kannski var það beinlínis ætlað til að Heródes spyrði æðstupresta gyðinga hvar Kristur ætti að fæðast. 

Á þessum tíma voru flestir gyðingar það sem er kallað Díaspora, þ.e. gyðingar í dreifingunni... aðeins lítill hluti þeirra var í borgum. Gyðingar tóku ekki stjórnunarembætti og höfðu þess vegna ekki stjórnmálaleg áhrif og konungi stóð engin ógn af þeim. Aftur á móti hlýddu gyðingar æðstuprestum sínum þannig að það var betra fyrir konung að hafa æðstuprestana með sér.

Konungur gyðinga var aftur á móti embætti sem gat ógnað Heródesi konungi og lét hann því myrða öll sveinbörn, tvævetur og yngri í Betlehem og nágrenni.
Allt þetta hefði átt að vekja gyðinga til umhugsunar um að nú væri frelsari þeirra fæddur og að spádómarnir sem þeir biðu eftir að rættust, væru að rætast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband