Leita í fréttum mbl.is

Guð sér fyrir öllu - Matt. 1.kafli

Höfundur guðspjallsins er talinn vera tollheimtumaðurinn Matteus (Matt 9:9) sem Markúsarguðspjall segir að sé einnig kunnur sem ,,Leví Alfeusson" (Mark 2:14).
Guðspjallið er sennilega skrifað á því tímabili sem Rómverjar lögðu musterið í eyði (70 e.Kr.) og virðist það vera beinlínis skrifað fyrir gyðinga með áherslu á að sanna fyrir þeim (með vitnisburði í Gt) að Jesús væri sannarlega Messías, sá sem þeir biðu eftir... þ.e. uppfylling spádómanna.
Það sem sker þetta guðspjall frá hinum er að Matteus er eini guðspjallamaðurinn sem notar hugtökin ,,kirkja" og ,,himnaríki." 

Matteusarguðspjall er fremst guðspjallanna vegna þess að það er gyðinglegast. Þess vegna hefur það verið talið góð tenging frá Gamla testamentinu yfir í Nýja testamentið.
Að góðum og gildum ástæðum og að íslenskum sveitasið er nauðsynlegt að fyrir þá sem lesa að vita hverra manna aðalpersónan er.
Guðspjallið byrjar á ættartölu ,,Jesú" en ef betur er að gáð er þetta ættartala Jósefs, sem kristnir menn vita að er ekkert skyldur Jesú. Ættartala Jesú hefði verið mjög stutt... Guð gat Jesú, sem var einn getinn af honum, þ.e. einkasonur hans.

Matt.1;1 Ættartala Jesú Krists, sonar Davíðs, sonar Abrahams.
-16- og Jakob gat Jósef, mann Maríu, en hún ól Jesú, sem kallast Kristur.

Það segir að ,,áður en þau, María og Jósef, komu saman" var hún þunguð af heilögum anda. Þótt Jósef væri réttlátur maður ráðgerði hann að skilja við Maríu í kyrrþey... en engill Drottins vitraðist honum í draumi og hann tók Maríu til sín.

Samkvæmt hefðinni hefði María verið grýtt til bana ef það hefði uppgötvast að hún hefði orðið þunguð fyrir brúðkaupið. Það hefur því verið góð yfirhylming fyrir lengd meðgöngutímans, að María og Jósef þyrftu að fara burt og skrásetja sig í borg Davíðs... og að þau hafi flúið þaðan til Egyptalands.
Guð sér fyrir öllu, stóru sem smáu Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband