Leita í fréttum mbl.is

Musteri Drottins í Jerúsalem

Gamla testamentið - Gamli sáttmáli er saga óhlýðinnar þjóðar, þjóðar sem Guð valdi til forystu, en þjóðin brást, eins og við bregðumst öll... óhlýðni, eigingirni og græðgi láta okkur haltra til beggja hliðina í lífinu.
Hvernig sem við reynum, þá verður einhver prósenta af gjörðum okkar röng... afleiðingarnar eru ekki alltaf slæmar fyrir okkur sjálf, en það réttlætir ekki það sem er rangt í upphafi.

Menn líta til Salómons konungs með lotningu, hann var mikilmenni, valinn til forystu af Guði, sonur Davíðs og Batsebu. Viska hans er rómuð en hann hrasaði eins og aðrir breyskir menn. Davíð faðir hans hafði ekki fengið að byggja musteri fyrir Guð, musterisþjónustan fór fram í tjaldi. Salómon fékk það hlutverk að byggja musterið. Það segir frá byggingu þess í 1.Kon.6:2-3

-2- Musterið, sem Salómon konungur reisti Drottni, var sextíu álnir á lengd, tuttugu álnir á breidd og þrjátíu álnir á hæð.
-3- Forsalurinn fyrir framan musterishúsið var tuttugu álnir á breidd fram með musterisendanum og tíu álnir á dýpt fram af musterinu.
Í lok 6.kafla segir að bygging musterisins hafi tekið 7 ár.

Í upphafi 7.kafla segir að Salómon hafi verið 13 ár að byggja höll sína...
-2- Hann byggði Líbanonsskógarhúsið, er var hundrað álnir á lengd, fimmtíu álnir á breidd og þrjátíu álnir á hæð
-6- Hann gjörði súlnasal, fimmtíu álnir á lengd og þrjátíu álnir á breidd, og forsal þar fyrir framan ...
-7- Hann byggði hásætissal, þar sem hann kvað upp dóma dómhöllina,...

Auk þess lét Salómon byggja fyrir sig hús sem hann bjó í... Húsin sem Salómon ætlaði sjálfum sér voru stærri en það sem hann gerði fyrir Guð. Hvaða skilaboð er hægt að lesa út úr þessu... Var Salómon meiri en Guð? En Guð getur fyrirgefið alls kyns yfirsjónir en ekki að menn dýrki aðra guði.

Í 1.Kon.9:1-9 birtist Guð Salómon og sagði:
-5- þá vil ég staðfesta hásæti konungdóms þíns yfir Ísrael að eilífu, eins og ég hét Davíð föður þínum, er ég sagði: Eigi skal þig vanta eftirmann í hásæti Ísraels.
-6- En ef þér snúið baki við mér, þér og synir yðar, og varðveitið eigi boðorð mín og lög, þau er ég hefi lagt fyrir yður, en farið og þjónið öðrum guðum og fallið fram fyrir þeim,
-7- þá mun ég uppræta Ísrael úr því landi, sem ég gaf þeim, og húsinu, sem ég hefi helgað nafni mínu, mun ég burt snara frá augliti mínu, og Ísrael skal verða að orðskvið og spotti meðal allra þjóða.
-8- Og þetta hús, svo háreist sem það er hver sem gengur fram hjá því, honum mun blöskra og hann mun blístra. Og er menn spyrja: Hvers vegna hefir Drottinn leikið svo hart þetta land og þetta hús?
-9- munu menn svara: Af því að þeir yfirgáfu Drottin, Guð sinn, er leiddi feður þeirra af Egyptalandi, og héldu sér að öðrum guðum, féllu fram fyrir þeim og þjónuðu þeim. Fyrir því hefir Drottinn leitt yfir þá alla þessa ógæfu.

Nú stendur moska á rústum musterisins í Jerúsalem - Hvaða skilaboð eru það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband