Leita í fréttum mbl.is

Skikkja réttlætisins

Það er aðeins fyrir trú og algerlega undir Guði komið hvort hann miskunnar sér yfir okkur. Siðbótamaðurinn Marteinn Lúther kom með nokkuð einfalda mynd af þessari Guðs gjöf. Líking hans eða mynd hans, var sú að þegar við höfum tekið á móti Kristi og eftir að við höfum iðrast synda okkar, þá íklæði hann okkur skikkju réttlætisins.
Þegar Guð síðan horfir niður á okkur á degi dómsins, þá sér Guð skikkju Krists en ekki syndarann sem er undir henni. 

Lúther sagði að undir skikkjunni væri sami syndarinn og áður, syndin væri ekki horfin burt, hún væri enn til staðar... en Kristur væri búinn að breiða yfir hana. Hann er búinn að fyrirgefa okkur hana. Þannig útlistaði hann hvernig Kristur hafi íklætt okkur skikkju réttlætisins.
 Það er því stór munur á þessari tilgátu og því að telja, að fyrir réttlætingu af trú séum við hreinsuð af syndinni og þannig gerð syndlaus... aðeins Kristur er syndlaus... synd okkar er aðeins hulin. 


Siðbótamaðurinn, leggur ríka áherslu á að hver og einn verði að ,,glíma” eins og hann orðar það, sjálfur við Guð... það er, hver og einn verður að leita hans sjálfur, iðrast sjálfur og veita sjálfur skikkju réttlætisins viðtöku. Kristur er persónulegur frelsari þinn, hér koma engir milliliðir að gagni og hann veit allt um syndarann undir skikkjunni... en það er sama hve mikið við lesum og fræðumst um Jesú Krist, það er alltaf hægt að kynnast honum og náð hans BETUR.   


Þegar hjörtu okkar hafa meðtekið Krist sem frelsara okkar, þá fáum við löngun til góðra verka, til að bæta okkur og verða betri manneskjur. Það er allt annað, en að vinna verk til þess að frelsast... allt annað en að ætlast til að frelsast í staðinn fyrir verkið.
Guð þarfnast ekki verka okkar... en náungi okkar þarfnast þeirra. Guð vill að við þjónum og hjálpum hvort öðru... Séum hvort öðru styrkur, veitum hvort öðru skjól og verndum og verjum hvort annað. 

Við byggjum ekki kirkju fyrir Guð, hún er fyrir náungann svo að hann geti byggt upp samband við Guð, eins og við.  Guð á ekki bara heima í kirkjunni, hann er þar sem hann er boðinn velkominn, hann er alltaf með okkur, allsstaðar. 


Einn gárungi sagði... að Guð væri allsstaðar í heiminum... nema hjá páfanum í Róm... þar er hann með staðgengil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband