Leita í fréttum mbl.is

Trúmál og siðferði

Ég var að skoða bloggflokkana og sá að það var búið að breyta nafni flokksins ,,trúmál" í ,,trúmál og siðferði"... flokkar sem hljóta þá að hanga saman... þó siðferði eigi auðvitað við alla líka hina vantrúuðu.

Það er sama hvaða trú fólk aðhyllist... Budda, Islam, Hindú, Gyðingdóm, Kristni eða Vantrú... allt þetta fólk reynir að lifa eftir svipuðum reglum og boðorðum og vill vera í sátt og samlyndi við aðra. Innan um í öllum þessum hópum eru til öfgahópar.

Hér á landi hafa oft verið spyrt saman þessi tvö orð ,,kristið" og ,,siðferði." Oftast er þá átt við að siðferðið sé trúarlegt... en ekki samfélagslegt atriði.  

Ég hef áður bloggað um skiptingu boðorðanna 10...
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/642887/ 
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/637734/

Fyrstu boðorðin varða samband manns við Guð og teljast því trúarlegi hluti þeirra... seinni hluti þeirra þ.e. frá og með hvíldardagsboðorðinu er samfélagsreglur... reglur sem eru gerðar fyrir manninn svo honum geti liðið vel og verið óttalaus í samfélagi við aðra. 
Þessar reglur gilda alls staðar hverju sem menn trúa...

Það er sérstaklega vantrúað fólk er í einhverri nöp við orðalagið ,,kristilegt siðgæði" og þeir blanda því meira að segja við Gamla testamentið... en réttilega væri aðeins hægt að tengja það við Nýja testamentið og boðorð Jesú um að elska Guð og náungann eins og sjálfan þig.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki skilur þú mikið í þessu dæmi... boðroðin 10 eru í fyrsta lagi einræðistilburðir.. þau styðja við þrælahald, þau tala um konur í sama mund og búpening og þræla.

Án GT er ekkert NT... kristnir trúa á báðar bækurnar

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 15:58

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll,
Ég skal ekki dæma um hvað þú skilur mikið eða vilt skilja í sambandi við Biblíuna... ég ætla ekki að dæma um það.
Það er rétt að án Gt væri ekkert Nt. En í Nt kom nýtt lögmál, hið gamla féll úr gildi... hvaða einræðistilburði ertu að tala um í boðorðunum frá hvíldardagsboðorðinu til hins síðasta... þ.e. í þeim sem ég segi vera almennar samfélagsreglur?
Hvað er þrælahald?  Er það t.d. að borga fólki of lág laun fyrir vinnu sína? Í vissum skilningi erum við öll þrælar einhvers.
Menn, konur, búpeningur og þrælar geta verið í sömu setningu án þess að það sé niðrandi í mínum augum.
Kristnir menn trúa á Krist, Biblían er handbók þeirra og uppflettirit. Biblían sjálf er ekki heilög og það á ekki að trúa á hana. Hins vegar er boðskapur Biblíunnar heilagur í augum kristinna, en hin mesta plága í augum heiðingja og vantrúaðra.

Bryndís Svavarsdóttir, 14.1.2009 kl. 19:21

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hins vegar er boðskapur Biblíunnar heilagur í augum kristinna, en hin mesta plága í augum heiðingja og vantrúaðra.
Hvaða boðskap Biblíunnar ertu að tala um?

Matthías Ásgeirsson, 16.1.2009 kl. 10:07

4 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Matthías,
Boðskap Biblíunnar í hnotskurn er að finna í Jóh. 3:16 
,,Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf."

Bryndís Svavarsdóttir, 16.1.2009 kl. 15:48

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Já, þetta finnst mér ömurlegur boðskapur. 

Þeir sem trúa, fá eilíft líf - þeir sem ekki trúa glatast.  Algjörlega óháð því hvernig fólk lifir lífinu, hvort það kemur almennilega fram við náungann og stuðlar að bættum heimi.

Þú hefur rétt fyrir þér, mér þykir þetta plága.

Hélt að þú hefðir fundið einhvern almennilegan boðskap í Biblíunni.

Matthías Ásgeirsson, 16.1.2009 kl. 17:44

6 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Matthías,
Ef þú trúir ekki, þá skiptir boðskapurinn þig engu máli.  Málið er að það nægir ekki að vera góður. Því enginn er ALGÓÐUR.
Mafían er ,,góð" við sína. Hitler var eflaust ,,góður" við sína. Það er sama hvaða óþokki væri nefndur... sá hinn sami hefur verið ,,góður" við einhvern.
Með því að trúa getum við fengið fyrirgefningu án þess að eiga hana skilið.

Bryndís Svavarsdóttir, 16.1.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband