Leita í fréttum mbl.is

Hverjir voru fátækir?

Matt 11:5
Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp, og fátækum er flutt fagnaðarerindi.

Eins og sjá má á færslunni á undan, sendi Jesús þessa orðsendingu í fangelsið til Jóhannesar skírara. Jesús telur upp hvert kraftaverkið af öðru og þau fara stigmagnandi... dauðir rísa upp... og fátækum er flutt fagnaðarerindi... Það hlýtur að hafa talist mesta kraftaverkið.

Þá vaknar spurningin: Hverjir voru fátækir?

Hinir fátæku voru þeir sem þekktu ekki Guð. Gyðingar áttu að breiða út orð Guðs en þeir héldu því fyrir sig... Við getum séð það á sögunni um Fönísku konuna að heiðnir þráðu að eignast hlutdeild í trúnni og vildu fylgja Guði. Þeir reyndu að hirða upp orðið... þá fróðleiksmola sem féllu á vegi þeirra.

Mark. 7:25-29
Kona ein frétti þegar af honum [Jesú] og kom og féll honum til fóta, en dóttir hennar hafði óhreinan anda.  Konan var heiðin, ættuð úr Fönikíu sýrlensku. Hún bað hann að reka illa andann út af dóttur sinni. 
Hann sagði við hana: Lofaðu börnunum (gyðingum) að seðjast fyrst, ekki sæmir að taka brauð (orð Guðs) barnanna (þ.e. gyðinga) og kasta því fyrir hundana (heiðingjana). 

Hún svaraði honum: Satt er það, herra, þó eta hundarnir undir borðinu af molum barnanna.  Og hann sagði við hana: Vegna þessara orða skaltu heim snúa, illi andinn er farinn úr dóttur þinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband