Leita í fréttum mbl.is

Hvaðan kemur nafnið Lúsífer?

Jes. 14:12 segir: Hversu ert þú hröpuð af himni árborna morgunstjarna.
Jesaja er að spá fyrir falli Babýlon þegar hann segir þetta og af þessum orðum er farið að kalla þennan fallna engil Lúsifer eða ljósengilinn

Í Vulgötu (latnesk þýðing Biblíunnar) þýðir nafnið Lúsífer morgunstjarna og menn lásu þessa vers hjá Jesaja í samhengi við orð Jesú er hann sagði í Lúk 10:18 ,,ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu." Af þessu fóru menn að trúa því að nafn Satans fyrir fallið hafi verið Lúsífer og að hann hafi verið hæstur engla. (námsefni Fimmbókaritið hjá GAJ) 

Oft erum við að lesa hitt og þetta inn í texta... úr verða tilgátur sem síðar er farið með sem heilagan sannleika. Nafnið Satan kemur einungis fyrir í 3 ritum Gt... í 1.Kronikubók, Job og Sakaría.  Í Jobsbók og Sakaría er hann ákærandi og egnandi til illinda í 1.Kron.

Sá texti sem oftast er litið til, þó nafn engilsins komi hvergi fram, þegar talað er um fall Satans af himni er Esekíel 28:12-15

-12- Mannsson, hef upp harmljóð yfir konunginum í Týrus og seg við hann: Svo segir Drottinn Guð: Þú varst ímynd innsiglishrings, fullur af speki og fullkominn að fegurð! -13- Þú varst í Eden, aldingarði Guðs, þú varst þakinn alls konar dýrum steinum: karneól, tópas, jaspis, krýsolít, sjóam, onýx, safír, karbunkul, smaragð, og umgjörðir þínar og útflúr var gjört af gulli. Daginn, sem þú varst skapaður, var það búið til. -14- Ég hafði skipað þig verndar-kerúb, þú varst á hinu heilaga goðafjalli, þú gekkst innan um glóandi steina.  -15- Þú varst óaðfinnanlegur í breytni þinni frá þeim degi, er þú varst skapaður, þar til er yfirsjón fannst hjá þér. 

-17- Hjarta þitt varð hrokafullt af fegurð þinni, þú gjörðir speki þína að engu vegna viðhafnarljóma þíns. Ég varpaði þér til jarðar, ofurseldi þig konungum, svo að þeir mættu horfa nægju sína á þig.

Textinn gefur ekki til kynna að Ljósengillinn Lúsífer hafi verið skapaður fremri öðrum englum, þ.e. með meira vit... en hann hafði verið settur framar, sem verndar-kerúb og hann ofmiklaðist af því, hrokaðist upp við upphefðina... við segjum það oft um fræga fólkið... það höndlaði ekki frægðina, kanski var það þannig með hinn fallna engil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni þór

Lúsífer birtist sem Satan, Djöfull, Höggormur og Dreki

Satan er andstæðingur Guðs, kemur með annað val í veg okkar en að velja vilja Guðs.

Djöfull er ákærandi spilar inn á sektarkenndina og gerir lítið úr blóði Drottins Jesú til fyrirgefningar synda.

Höggormurinn spýtir eitri gegn sannleikanum, hefur Guð virkilega sagt að þetta þurfi að vera nákvæmlega svona.

Drekinn þenur allt út, gerir vandamálin miklu meiri en þau eru og þurrkar upp nærveru Guðs í lífi okkar.

Árni þór, 28.9.2008 kl. 01:29

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Lúsífer er latína og þýðir morgunstjarna... og ég var að spá í hvaðan nafnið kæmi, því það væri ekki nafn Satans í frummálinu og kemur reyndar aldrei fyrir í Biblíunni.

Lúsífer er nafn sem er tilbúið af mönnum... er komið til vegna þýðingar af frummáli á latínu. 

Bryndís Svavarsdóttir, 2.10.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband