22.9.2008 | 14:13
Er Biblían heilög - er Jesús kominn?
Margir nota hugtakið ,,heilög ritning" yfir Biblíuna. Kanski ruglar það fólk. Biblían sjálf, þ.e. bókin sjálf, er ekkert heilagri en aðrar bækur, það er boðskapurinn sem hún flytur... fagnaðarerindið sem er heilagur boðskapur.
Fagnaðarerindið finnum við í Jóh 3:16 Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
Vegna trúar okkar er Biblían okkur hjartfólgin og við lítum öðruvísi á hana en aðrar bækur. Í Nýja testamentinu eru 4 guðspjöll... ég ætla ekki að fara út í samstofnakenninguna. Það sem ég vil benda á, er að þó guðspjöllin séu að mestu leiti sammála, þá segja þau ekki eins frá í sumum tilvikum þó greinilegt sé verið að segja frá sama atburði eins og t.d. hér...
Mark 6:8 Hann bauð þeim að taka ekkert til ferðarinnar annað en staf, ekki brauð, mal né peninga í belti.
Lúk 9:3 og sagði við þá: Takið ekkert til ferðarinnar, hvorki staf né mal, brauð né silfur, og enginn hafi tvo kyrtla.
Nú segja sumir að Guð hafi passað að Orðið væri skrifað rétt niður. Því er ég sammála þ.e. ég tel að það sem skipti mestur máli sé rétt sagt frá. Fagnaðarerindið er það sem skiptir máli - það sem er sáluhjálp skiptir máli. Annað er okkur til fræðslu, huggunar, uppörvunar og leiðbeiningar.
Ef 4 menn sjá árekstur, segir enginn eins frá honum, eins er með frásagnirnar í Bibíunni. Í raun og veru verður frásögnin ríkari þegar ritarinn auðgar hana með atriðum sem hann tók eftir en kanski enginn annar. Miðja frásagnarinnar er alltaf fagnaðarerindið.
Það þýðir ekki að ætla að hengja sig á einhver atriði sem varða ekki einu sinni sáluhjálp okkar, og telja Biblíuna og þá fagnaðarerindið merkingarlaust ef það er hægt að finna mótsögn.Kristnir menn bíða endurkomu Jesú, menn eru búnir að bíða í 2000 ár og á hverjum mannsaldri í kirkjusögunni hafa menn séð táknin sem segja að nú séu síðustu tímar... endalokin. Á hverjum tíma var ástandið svo slæmt að menn töldu það ekki geta versnað.
Postularnir seldu allt sitt og biðu endurkomunnar... Hverjum mætti Páll á leiðinni til Damaskus?
Post 9:4 Hann [Páll] féll til jarðar og heyrði rödd segja við sig: Sál, Sál, hví ofsækir þú mig? Post 9:5 En hann sagði: Hver ert þú, herra? Þá var svarað: Ég er Jesús, sem þú ofsækir.
Samkvæmt Biblíunni hefur Jesús komið aftur - er það ekki ?
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:20 | Facebook
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Athugasemdir
Nei. Ertu búin að gleyma öllu talinu um að dæma lifendur og dauða? Tal um að láta engla kasta fólki í helvíti?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.9.2008 kl. 18:46
Lord of the rings er betri skáldsaga
DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:28
Blessaður Hjalti Rúnar,
Ég er ekki búin að gleyma því... allur pistillinn fjallaði um hvernig sumir hengja sig á einstakar tilvitnanir... og aðrir telja hana merkingarlausa skáldsögu ef þeir finna mótsögn.
Margir trúflokkar segja að eftir að Jesús steig upp á uppstigningardag komi hann ekki til jarðar aftur fyrr en hann sækir sitt fólk... sem sagt á dómsdegi.
Nú segir Biblían að Jesús hafi komið og mætt Páli postula á leiðinni til Damaskus... þá hefur hann komið aftur...
Við mennirnir erum svo fljót að túlka Biblíuna og staðhæfa að hlutirnir eins og við túlkum þá og þeir geti ekki verið öðruvísi...
Þó við finnum mótsagnir - þá er boðskapurinn heilagur og fagnaðarerindið stendur enn öllum til boða.
Bryndís Svavarsdóttir, 22.9.2008 kl. 20:52
Bryndís, að túlka það þegar Jesús á að hafa birst Páli sem endurkomu Jesú er ótrúleg nauðgun á textanum. Hvar stendur til dæmis að það hafi verið endurkoma Jesú?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.9.2008 kl. 21:15
Blessaður Hjalti Rúnar,
Er ekki endurkoma að koma aftur. Nauðgun á textanum - segir þú, það gæti fleirum fundist. Kom Jesús eða ekki?
Jesús sagðist koma aftur og helgi þeirra orða skapar væntingar um að þegar hann komi verði endalokin. Merking orðsins endurkoma er þá orðin miklu meiri en einfaldlega að koma aftur.
Það sem ég var að tala um var, að það eru mótsagnir en einmitt vegna þessara mótsagna skiptist fólk í flokka í stað þess að sameinast.
Bryndís Svavarsdóttir, 23.9.2008 kl. 01:24
Jú, og í Nt er því lýst sem á að gerast við endurkomu Jesú, englar að skilja "vonda" menn frá "góðum", Jesús birtast í skýjunum og fleira í þeim dúr.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.9.2008 kl. 20:43
Blessaður Hjalti Rúnar,
Já, ég veit hvað þú ert að meina, en hvernig ætlar þú að skilgreina þessa komu Jesú. Trúflokkum sem leggja áherslu á að Jesús hafi ekki birst frá uppstigningunni og þar til hann kemur aftur, virðist hafa yfirsést að hann birtist Páli...
Ég var að tala um mótsagnir í Biblíunni, og að það sé óþarfi að vantreysta orðinu vegna þeirra... menn hætta ekki að bíða... en menn rífast endalaust um væntanlega endurkomu og hver telur sig vita meira en næsti maður, menn sundrast fremur en að sameinast.
Bryndís Svavarsdóttir, 24.9.2008 kl. 01:08
Nei, það hefur engum yfirsést það að hann á að hafa birtsts Páli, því að það passar engan veginn við lýsinguna sem Jesús er látinn gefa á endurkomu sinni í guðspjöllunum. Ef það var endurkoman, þá er Jesús guðspjallanna lygari.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.9.2008 kl. 18:32
Blessaður Hjalti Rúnar,
Við finnum orð Jesú er hann lýsir endurkomu sinni t.d. í Matteusi. Þar sem Jesús sagði að lærisveinarnir myndu ekki hafa náð að prédika fagnaðarerindið í öllum borgum Ísrael og að sumir þeirra myndu ekki deyja... hann kæmi áður... vegna þessara orða töldu þeir að endurkoman væri á næsta leyti.
Það sem ég var að segja í mínum pistli er að sum trúfélög hafna því að Jesús hafi birst á jörðu síðan hann steig upp á uppstigningardag og að hann muni ekki birtast neinum fyrr en er hann kemur í dýrð sinni. Þeim hefur yfirsést að Jesús birtist Páli. En vegna þess að hann birtist Páli þá hefur Jesús komið aftur - þó það sé ekki hin endanlega endurkoma.
Matt 10:23
Þegar þeir ofsækja yður í einni borg, þá flýið í aðra. Sannlega segi ég yður: Þér munuð ekki hafa náð til allra borga Ísraels, áður en Mannssonurinn kemur.
Matt 16:27-28
Mannssonurinn mun koma í dýrð föður síns með englum sínum, og þá mun hann gjalda sérhverjum eftir breytni hans.
Sannlega segi ég yður: Nokkrir þeirra, sem hér standa, munu eigi dauða bíða, fyrr en þeir sjá Mannssoninn koma í ríki sínu.
Bryndís Svavarsdóttir, 26.9.2008 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.