Leita í fréttum mbl.is

Sköpun heims, upphaf lífs

Menn skiptast yfirleitt í tvo hópa varðandi upphaf heims, annaðhvort er það ,,Bing bang kenningin með þróunarkenningu Darvins innanborðs" eða sköpunarsaga Biblíunnar í 1.Mósebók.

Það sem fólk áttar sig oft ekki á, er að hvoru sem það trúir, þá flokkast það undir val því hvorugt er hægt að sanna. Vísindamenn hafa þó sannað að heimurinn er á mikilli ferð.... þeir segja að hann þenjist út eins og frá sprengingu og menn trúa því, við vitum að ekkert hangir í lausu lofti... en af hverju út, getum við ekki verið að sogast inn í eitthvað. Á öllum skýringarmyndum er hnötturinn sýndur fara til hliðar, en við getum verið að fara upp eða niður.

Oft trúum við því sem vísindamenn segja vegna þess að það skiptir okkur engu máli, hún breytir engu varðandi líf okkar á jörðinni.
Við höfum til dæmis lifað í þeirri vissu að við stæðum ofaná jörðinni og hinum megin á jörðinni væru menn ,,á hvolfi"...  en hvað er upp og hvað er niður í alheiminum, við gætum alveg eins verið á hvolfi... eða báðir á hlið... en allur heimurinn hefur ákveðið að þetta sé rétt, því einhver vísindamaður setti þessa tilgátu fram.

Big bang kenningin er val þeirra sem trúa ekki eða vilja ekki trúa sköpunarsögu Biblíunnar.
Báðar kenningarnar eru jafn ótrúlegar.
Það er jafn ótrúlegt að Guð hafi skapað heiminn eins og að heimurinn hafi skapast af sjálfu sér.
Hvorug kenningin hefur svar við frum-byrjuninni... þ.e. hver skapaði Guð og hver bjó til efnið í sprenginguna.
Þess vegna stendur fólk frammi fyrir því að velja hverju það vill trúa.

Ég tók Menntaskólann Hraðbraut áður en ég fór í Háskóla Íslands og þar las ég Lífeðlisfræði, kjarna fyrir framhaldsskóla, bók sem er gefin út 2001. 

Á bls. 19  er sagt frá niðurstöðum rannsóknar fransks efnafræðings Louis Pasteur varðandi sýklarannsóknir. Louis gerði tilraunina 1860-70... niðurstöðurnar hljóta að standa enn fyrst vitnað er til þeirra á okkar öld... en hver var niðurstaða hans?
jú, hún var sú ,,að líf getur ekki kviknað af sjálfu sér, að allar lífverur eru komnar af öðrum lífverum"
Rannsóknin fellir þróunarkenningu af engu.  Á bls.96 kemur stutt lýsing á því sem er kallað þróun.  

,,Lífverur breytast með umhverfinu - þróast.  Við þróunina verða til nýjar tegundir og þær sem laga sig ekki að nýjum aðstæðum hverfa - verða aldauða eða útdauðar... ...oft er það vegna samkeppni við aðrar tegundir og á síðari árum ekki síst við mannskepnuna."

Lífeðlisfræðibókin gerir því ráð fyrir því að hlutirnir breytist í tímanna rás en ekki að líf kvikni og þróist af engu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Fyrirgefðu, Bryndís, ég hef aldrei skilið af hverju það þarf að vera val þarna á milli. Þróunarkenningin afsannar engan veginn sköpunarsöguna né öfugt. Sköpunarsaga Biblíunnar segir okkur að það stendur guðlegur máttur og vilji á bak við sköpunarverkið. Þróunarkenningin er líkleg skýring á aðferð almættisins. Hversu ótrúlegt hvort um sig má þykja er mat hvers og eins. Höfum samt í huga að sköpunarsaga Biblíunnar er trúarsaga en þróunarkenningin er vísindaleg kenning. Því verða þær ekki bornar saman frekar en appelsína og epli.

Frásagan um kenningu Pasteurs er skemmtileg og áhugaverð.

Emil Örn Kristjánsson, 16.9.2008 kl. 14:25

2 Smámynd: Arnar

Ehm, Bryndís, sorry to burst your bubble en þróunarkenning Darwins snýr ekki að því hvernig fyrsta lífveran varð til og er alveg í samræmi við niðurstöður Pasteur.

Varðandi Big Bang tilgátuna, þá er ýmislegt sem bendir til þess að allt efni í heiminum eins og við þekkjum hann hafi einhvern tíman verið saman komið í einum punkti.  Það snýst ekki um að bara velja sér eitthvað til að trúa á, heldur meta staðreyndir.

Einnig eru til miklu fleirri tilgátur en bara þessar tvær, smá ofureinföldun að stilla þeim svona upp á móti hvor annari.

Arnar, 16.9.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Blessaður Emil,
Sköpunarsaga Biblíunnar er ekki saga um þróun, heldur sköpun af orði en þróunarkenningin telur lífið hafa kviknað af engu og þróast frá amöbu til þess sem það er í dag.
Valið, sem ég nefndi, stendur á milli hvers maður trúir varðandi upphafið en ekki hvort eða hvernig tegundir hafa breyst síðan, en því vill fólk oft rugla saman.

Bryndís Svavarsdóttir, 16.9.2008 kl. 15:28

4 Smámynd: Arnar

Btw, það eru engir sem halda því fram að líf hafi kveiknað af 'engu' nema bókstafstrúaðir sköpunarsinnar sem eru að reyna að fá alla til að efast um áreiðanleika þróunarkenningarinnar.

Bendi þér á að lesa: "And God said, let the NA precursors link together into a short noncodnig kinetically favored chain and pseudoreplicate appromiximately statistically after their kind", þar er talið upp ýmislegt sem vitað er um uppruna lífs.

Arnar, 16.9.2008 kl. 15:46

5 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Blessaður Arnar,
Fyrirgefðu ef ég hef ekki farið rétt með Darwin, en ég lærði það nú samt í denn í skóla að þróunarkenningin væri spyrt við þetta upphaf frá engu.
Kanski eru menn farnir að túlka Darwin öðruvísi nú eða leggja áherslu á hluta af kenningum hans....  en það verður sennilega ómögulegt fyrir mig að grafa þá bók upp sem kenndi þetta í denn.

Þú segir að við verðum að halda okkur við staðreyndir.
Eina staðreyndin er sú að efnið er í heiminum, en sönnunin hvernig allt varð til, er hvergi...

Fleiri tilgátur... orðið tilgátur segir allt sem þarf, allt eru þetta tilgátur, vantar sannanir... svo við sitjum enn uppi með valið um hverju við eigum að trúa.

Bryndís Svavarsdóttir, 16.9.2008 kl. 15:47

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Bryndís, Pasteur afsannaði tilgátur á borð við "skítugir sokkar + rotnandi hey = rottur", ekki tilgátur vísindamanna um upphaf lífs.

Síðan er það staðreynd að þú og ég erum fjarskyldir ættingjar apanna. Þróunarkenningin reynir síðan að útskýra þessa staðreynd.

Á hvaða ári ertu annars í guðfræðinni?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.9.2008 kl. 16:09

7 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Blessaður Rúnar,
Hvaða Pasteur ert þú að meina, þeir eru nokkrir?
En varðandi ættingja þína, jafnvel vísindamenn varast yfirleitt að tala um að eitthvað sé staðreynd.
Á hvaða ári, ég er búin með 3 ár, var að skila inn BA-ritgerðinni minni.
Gangi þér vel í lífinu.

Ps. Lífeðlisfræði framhaldsskólanna útgefin 2001 er varla að halda á lofti einhverju sem hefur verið afsannað.

Bryndís Svavarsdóttir, 16.9.2008 kl. 16:23

8 Smámynd: Arnar

Upprunalega Þróunarkenning Darwins fjallar bara um hvernig species þróast :)  Auðvitað snýst nútíma þróunar líffræði að einhverju leiti um uppruna lífs, en þar er yfirleitt verið að tala um dótarí sem Darwin hafði enga hugmynd um að væri yfirhöfuð til.

Svo er ekki hægt að setja samasem merki milli tilgátu og kenningar, það er tvennt ólíkt.  Tilgáta er þegar ég segi "hey, þetta er örugglega svona", kenning er þegar ég er búinn að rannsaka tilgátuna og hef gögn til að styðja hana.

Arnar, 16.9.2008 kl. 16:45

9 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Blessaður Arnar,
Auðvitað er allt að breytast, veröldin er í stöðugri framþróun, stoppar aldrei.
Tilgátur og kenningar verða aldrei staðreyndir, yfirleitt nota fræðimenn þann frasa ,,að allt bendi til" einhvers...

En varðandi tilraunir Louis Pasteour, sem spönnuðu 10 ár, fyrir 150 árum, þá verður það að teljast mjög athyglisvert að vísindamenn nútímans með alla sína tækni hafi ekki hnekkt niðurstöðu hans... og það er ekki vegna þess að áhuginn hafi ekki verið fyrir hendi.

Bryndís Svavarsdóttir, 16.9.2008 kl. 17:17

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Bryndís: Hvaða Pasteur ert þú að meina, þeir eru nokkrir?

Ég er auðvitað að tala um Louis Pasteur.

Bryndís: En varðandi ættingja þína, jafnvel vísindamenn varast yfirleitt að tala um að eitthvað sé staðreynd.

Ættingjar okkar. Já, vísindamenn eru afskaplega varkárir, en það breytir því ekki að við erum skyld öpum.

Bryndís: En varðandi tilraunir Louis Pasteour, sem spönnuðu 10 ár, fyrir 150 árum, þá verður það að teljast mjög athyglisvert að vísindamenn nútímans með alla sína tækni hafi ekki hnekkt niðurstöðu hans... og það er ekki vegna þess að áhuginn hafi ekki verið fyrir hendi.

Þetta er bull Bryndís, það hefur enginn áhuga á því að sanna að mýs verði til úr heyi og fleira í þeim dúr. Hugmyndir vísindamanna um uppruna lífsins hafa ekkert með þessar hugmyndir að gera.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.9.2008 kl. 21:02

11 Smámynd: Arnar

Bryndís:
En varðandi tilraunir Louis Pasteour, sem spönnuðu 10 ár, fyrir 150 árum, þá verður það að teljast mjög athyglisvert að vísindamenn nútímans með alla sína tækni hafi ekki hnekkt niðurstöðu hans... og það er ekki vegna þess að áhuginn hafi ekki verið fyrir hendi.

Þú lætur þetta hljóma doldið eins og 'nútíma vísindamenn' hefðu einhvern sérstakan áhuga á því að afsanna kenningar Pasteur.

Allar rannsóknir á þessi sviði gefa hinsvegar það svar 'að allt bendi til þess' að kenningar Pasteur séu staðreynd   Því fleirri rannsóknir sem styðja niðurstöðuna því áreiðanlegri verður kenningin.

Arnar, 17.9.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband