Leita í fréttum mbl.is

Flugfélög

Við eigum flug eldsnemma, kl 6 í fyrramálið.
Við höfðum keypt flugmiða hjá Jetblue og þeir tóku sér það bessaleyfi að færa flugið fram um 2 tíma og senda okkur til Long Beach í staðinn fyrir LA. Við fáum 50$ afslátt hvort á næsta flugi sem við pöntum.

Okkur finnst orðin nokkur einstefna í flugmálum. Icelandair hefur t.d. allan rétt hjá sér. Einusinni keyptum við far og þeir stafsettu nöfnin okkar beggja rangt. Ég lét vita þegar netpósturinn kom. Í annað sinn keyptum við far innanlands í Bandaríkjunum gegnum þá, og tókum eftir því af tilviljun þegar miðarnir komu í pósti... að ég átti flug 2 dögum á undan Lúlla. 

Svo kom það fyrir að Lúlli keypti far á netinu til Bandaríkjanna og víxlaði tveim stöfum í nafninu mínu... breyting kostaði 4000-. Við höfum greitt 5.000- á mann fyrir breytingu á brottfarardegi (held það kosti nú 10.000-)

Í gær fengum við e-mail að Icelandair hafi fellt niður flugið okkar til Minneapolis í september.... það eina sem okkur er boðið er að fara degi fyrr en degi seinna.... okkur ætti að minnsta kosti vera borgað sama gjald og þeir taka fyrir breytingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband