Leita í fréttum mbl.is

Annáll fyrir árið 2022

TAKK FYRIR ALLT GAMALT OG GOTT

           ÁRAMÓTA-ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2022

Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. 

Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elstu lang-ömmu-stelpunnar minnar /okkar.. (Lúlli á eldri)... Emilía Líf er 11 ára í dag, nýjársdag 2023... en fjölskyldan býr í Stavanger í Noregi.

STARFIÐ
Í covid var ég dugleg að setja myndbönd á netið og þá varð til myndband hjá mér sem ég nefndi ,,Heima með presti".. og í lok janúar ákvað ég að setja inn efni vikulega og tala út frá þema sunnudaganna í kirkjuárinu.. Í júlí fór ég í þriðja sinn og messaði í Hóladómkirkju.. Ég var atvinnulaus mest allt árið.. sótti um nokkrar prestsstöður á árinu án þess að fá.. minnistæðasta viðtalið við sóknarnefnd var þegar ég var í USA, og stoppaði í Walmart til að komast á netið, svaraði spurningum nefndarinnar og var með hugvekju í gegnum símann.. Um sumarið leysti ég af í Lágafellsprestakalli, Mosó.. I LOVED IT.

FJÖLSKYLDAN
Mamma fékk heilablóðfall í nóv 2021 og hefur verið bundin við hjólastól síðan því mátturinn hefur lítið komið til baka.. Af börnunum eru góðar fréttir, Árný í Njarðvík, Helga á Ásbrú, Harpa hér á Völlunum og Svavar og Lovísa í Reykjavík.. en stærsti viðburðurinn var brúðkaup Lovísu og Gunnars á menningarnótt. Ég fékk þann heiður að gefa þau saman á heimili þeirra í Mosó.. og af því tilefni komu Bryndís Líf og Jarle með stelpurnar til landsins.. Nokkru síðar trúlofuðust Helga og Gunnar.. Í haust fengum við þær sorglegu fréttir að María Mist hefði greinst með MS sjúkdóminn.. og er hún í bænum okkar allra.
 

FERÐALÖG
Það er sagt að árin fari að hlaupa eftir miðjan aldur.. það er rétt, ég man ekki eftir öðrum eins hraða á neinu ári.. Eftir að hafa ekki getað ferðast í 2 ár, komst ég loksins í hlaupaferð í mars, flaug til Orlando og keyrði til Alabama.. það setti allt í ferðagírinn og ég fór reglulega erlendis að hlaupa.. Í Covid urðum við Lúlli að fresta ferð með Völu og Hjödda til Zion Utah, en við komumst í þessa ferð í lok sept. Ferðin var frábær.. og árið í alla staði gott. Þá má bæta við að ég fór tvisvar með Hörpu í tannlæknaferð til Budapest.

HREYFING
Ég hljóp 10 maraþon á þessu ári.. Ég átti aðgang í 2 maraþon frá síðasta ári sem hafði verið frestað, eins og t.d. Tokyo, sem var frestað aftur og átti ég aðgang í mars 2023. Ég átti bæði aðgang í Anchorage í Alaska og í Reykjavík.. en bæði maraþonin lentu á menningarnótt og ég valdi brúðkaupið AÐ SJÁLFSÖGÐU.. Við Vala hjóluðum, gengum og skokkuðum á árinu, mest úti í náttúrunni kringum Ástjörn og Hvaleyrarvatn.. Ég tók ratleikinn öll 27 spjöldin með systrunum.. Matthías, Indía og Mikael urðu léttfetar.

https://www.youtube.com/watch?v=oRE-mfVP7h8

GLEÐILEGT ÁR 2023 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband