Leita í fréttum mbl.is

Budapest 13-27.okt 2022

Við Harpa vorum að fara í seinni tannlæknaferðina.. Fyrri ferðin gekk vel hjá mér, en var auðvitað áfall fyrir Hörpu að lenda í Hjalta og Íslensku Klínikinni.. og ótrúlegt að Hjalti, Íslenska Klínikin segist hafa kært Hörpu fyrir tilraun til fjárkúgunar því hún vill að Klínikin greiði það sem kostaði að laga mistökin eftir þá... Þetta hefur komið fram í Fréttinni, DV og Mannlífi..
Við höfum hins vegar fengið frábæra þjónustu hjá Helvetic Cliniks.. sem er með vottun valin besta tannlæknastofan í Evrópu og 5. besta í heimi.. 
Bara til að upplýsa vinnubrögðin í Budapest, þá fær maður tilboð þar sem hver tönn hefur sérstakt númer og sunduliðaðan kostnað.. og því auðvelt að reikna út hvað kostar að gera við hverja tönn.. 
Við Harpa tókum AirB&B í þessari ferð, litla íbúð við göngugötuna og í uþb km fjarlægð frá stofunni... Við keyptum okkur oft morgunmat á hótelinu þegar við áttum tíma snemma. Við skoðuðum kirkjur, Hospital in the Rock og fl.. Einn dag þegar við áttum ekki tíma skelltum við okkur með lest til Bratislava í Slóvakíu.. Þar skoðuðum við Bratislava kastala, borðuðum, versluðum og tókum lestina til baka.. 
Síðasti tíminn hjá mér var fyrir hádegi sama dag og við fórum heim.. en þann dag var ég búin að vera 1 mán í burtu fyrir utan 1 dag (12.okt) sem ég var heima milli ferða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband