Leita í fréttum mbl.is

Berlín 14-18.sept 2018... ferðin sem Lúlli fékk ekki að fara ;/

Ég lét mig hafa það að fara í taumi til Berlínar... því ég komst ekki í maraþonið nema gegnum Bændaferðir. Ég auglýsti eftir herbergisfélaga og Anna Edvards svaraði mér. 

14.sept...
Hún kom síðan til mín, skildi bílinn eftir og ég keyrði suður eftir. Við byrjuðum á betri stofunni í morgunmat... síðan ruglaðist ég aðeins og fór niður eins í D útganga en við áttum að fara út í C hliði. Það er ekki hægt að fara úr D í C niðri...

Flugið út var 3 tímar... Ég man ekki hvað við vorum mörg en það beið okkar rúta á hótelið... kl 16 fórum við síðan út á brautarstöð, tókum lest á gamla austur-þýska flugvöllinn að sækja gögnin fyrir hlaupið. Ég fékk númer 67663 en það fylgdi enginn bolur... Ég kaupi mér ekki bol ef hann fylgir ekki... á örugglega 300 boli svo ég kem ekki til með að auglýsa Berlínar maraþon. Við Anna fylgdumst að... það var nóg af sölubásum. Við fengum okkur þýska pulsu en það mun heldur ekki gerast aftur. Það var svo sem ekki mikið að gera þarna ef maður ætlaði ekki að kaupa neitt. Við Anna fengum okkur hamborgara á Peter Pane áður en við fórum aftur á hótelið.

15.sept...
Ég ætlaði ekki að ganga mig upp að hnjám í dag og Anna ákvað að vera með mér. Eftir morgunmat gengum við að fjöldagröf gyðinga, gyðingahverfið hjá Sophíu kirkjuna þar sem M.L King prédikaði og húsið við hliðina er enn með kúlugöt eftir skothríðina í stríðinu. Þessi ganga var svo stutt að við ákváðum að fara í 2:30 tíma siglingu á ánni Spree. Við keyptum minjagripi og fórum á hótelið, borðuðum á veitingahúsinu við hliðina og tókum saman hlaupadótið fyrir morgundaginn. það er búið að semja um morgunmat kl 6:30 í fyrramálið. 

16.sept...
Ég svaf mjög einkennilega nóttina fyrir hlaupið... fannst ég alltaf vera vakandi og man að ég hugsaði "ég verð nú að fara að sofna" rétt áður en klukkan hringdi kl 5:50...
morgunmatur var kl 6:30 og lagt af stað kl 7:45... það voru um 2 km á startið. Berlínar maraþonið er rosalega stórt hlaup í umfangi en það vantar stórlega upp á skipulag varðandi klósettmálin á startinu... sem voru bara klúður. Þá var þjónustan í hlaupinu ekki góð.
Ég hitti nokkra Maniac-a bæði fyrir og eftir hlaup.... allt á byltur.blog.is
Við Anna fengum okkur hamborgara á veitingastaðnum á móti hótelinu.

17.sept...
Ég svaf ekkert rosalega vel... við vorum ekkert að flýta okkur í morgunmat og tókum það rólega fram undir hádegi. Um hádegið gengum við niður að Brandenborgarhliðinu (ca 2 km) þar sem ég uppgötvaði að ég hafði gleymt símanum... það er ekki leyfilegt daginn sem maður ætlar að sjá ALLT. Ég labbaði því til baka en Anna fór í mollið að versla. Eftir að hafa sótt símann labbaði ég aftur niður að Brandenborgarhliðinu og keypti mér skoðunarferð þar sem ég gat "hoppað af og á" á 22 stöðum. Ég skoðaði "hola kirkjuturninn" friðarsúluna, Berlínarmúrinn og leyfar fangelsisveggjanna við hann, kíkti inn Karstath stórverslunina... Checkpoint Charlie, Alexanderplatz, St Maríukirkjuna og eitthvað fleira. 
Anna kom á eftir mér á hótelið og við fórum saman út að borða.

18.sept...
Fyrsta nóttin sem ég svaf ágætlega og það er heimferð í dag kl 14. Við pökkuðum og fengum okkur göngutúr niður Frederichstrase... kl 11:30 vorum við búnar að tékka okkur út og tilbúnar í rútuna. Það tók um 30 mín að keyra í flugstöðina. Flugið var fljótt að líða og við komnar í bílinn heima áður en við vissum af... Alltaf gott að koma heill heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband